Subaru skutlar fólki upp skíðabrekkurnar á ógnarhraða Finnur Thorlacius skrifar 23. desember 2016 09:45 Líklega er það eina leiðinlega við skíðamennsku að bíða eftir lyftunni og sitja síðan í henni ef hún er hægfara. Þetta hefur Subaru leyst með því að bjóða skíðamönnum á japönskum skíðasvæðum að fá far upp brekkurnar í Subaru Outback og er þá ekið eins og fjandinn sé á eftir bílnum. Þessi þjónusta er samt ekki eitthvað sem viðhöfð er allt skíðatímabilið, heldur gerir Subaru þetta í kynningarskyni í nokkra daga til að sýna fólki hvað þessi frábæri bíll getur í glímunni við snjó og brattar brekkur. Reyndar hefur Subaru gert þetta í heimalandinu allt frá árinu 2014 og til stendur að endurtaka leikinn bæði í janúar og febrúar á næsta ári. Subaru hefur ekki aðeins notað Outback bíl sinn til að sýna gott fjórhjóladrifið, heldur einnig Forester og Impreza WRS STI, sem er fólksbíll með mikla rallýeiginleika og afl. Þeim skíðamönnum sem þyggja far með Subaru upp skíðabrekkurnar virðast skemmta sér hið besta ef marka má myndskeiðið hér að ofan og víst er að þeir eru mun sneggri upp brekkurnar aftur, en ef farið hefði verið með skíðalyftunni. Mest lesið Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent
Líklega er það eina leiðinlega við skíðamennsku að bíða eftir lyftunni og sitja síðan í henni ef hún er hægfara. Þetta hefur Subaru leyst með því að bjóða skíðamönnum á japönskum skíðasvæðum að fá far upp brekkurnar í Subaru Outback og er þá ekið eins og fjandinn sé á eftir bílnum. Þessi þjónusta er samt ekki eitthvað sem viðhöfð er allt skíðatímabilið, heldur gerir Subaru þetta í kynningarskyni í nokkra daga til að sýna fólki hvað þessi frábæri bíll getur í glímunni við snjó og brattar brekkur. Reyndar hefur Subaru gert þetta í heimalandinu allt frá árinu 2014 og til stendur að endurtaka leikinn bæði í janúar og febrúar á næsta ári. Subaru hefur ekki aðeins notað Outback bíl sinn til að sýna gott fjórhjóladrifið, heldur einnig Forester og Impreza WRS STI, sem er fólksbíll með mikla rallýeiginleika og afl. Þeim skíðamönnum sem þyggja far með Subaru upp skíðabrekkurnar virðast skemmta sér hið besta ef marka má myndskeiðið hér að ofan og víst er að þeir eru mun sneggri upp brekkurnar aftur, en ef farið hefði verið með skíðalyftunni.
Mest lesið Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent