Bjartir morgnar Logi Bergmann skrifar 10. desember 2016 07:00 Stundum finnst mér eins og við séum fiskar í fiskabúri. Syndandi hring eftir hring, gleymandi öllu jafn óðum og verða svo spennt/glöð/reið yfir sömu hlutunum. Aftur og aftur og aftur og aftur. Ú! Kastali. Nú er komið að því að æsa okkur yfir Pisa-könnuninni. Sem, hjá okkur Íslendingum, er skökk. Og það er vissulega rétt að æsa sig yfir því. Auðvitað gengur ekki að íslenskir nemendur séu verri en aðrir. Við eigum ekki að sætta okkur við að börnin okkar virðast ekki skilja nógu vel það sem þau lesa. Og við eigum að bregðast við því og reyna að laga þetta.Sömu svörin Ég hefði samt getað skrifað viðbrögðin fyrirfram. Kennarar segja að það vanti pening í skólakerfið, stjórnmálamenn segja að það sé eitthvað að kerfinu og foreldrar kvarta yfir því að þurfa að hjálpa börnunum sínum að læra heima og þeir fái aldrei frí. Hvern vantar nú í þennan í hóp? Já, nemendur! Hvað skyldu þeir nú segja um þetta mál. Sennilega alveg helling, en við gleymum bara alltaf að spyrja þá. En þegar við gerum það, þá skulum við alltaf tala við afburðanemendur sem eru, eins og lög gera ráð fyrir, ekki vandamálið. Þeim finnst skólinn bara eins og notaleg ganga á vordegi og, ef eitthvað, ekki nógu krefjandi. Kannski ættum við að tala við vitleysingana. Þessa sem sofa í tímum og geta aldrei komið með réttar bækur. Athuga af hverju þeir eru alltaf að verða okkur til skammar. Af hverju þeir geti ekki bara lært og skilið svo við komum ekki svona illa út á alþjóðavísu. Það er hræðileg landkynning. Mig langar hins vegar að segja ykkur frá einfaldri lausn, sem myndi án efa bæta árangur íslenskra námsmanna. Ég get ekki lofað því að við sláum út singapúrsk ungmenni í diffrun, eða næman ljóðaskilning Finna. En ég held að ég geti lofað því að eitthvað myndi gerast. Enda varla tilviljun að aðrar þjóðir gera þetta.Breytum klukkunni Í gærmorgun vaknaði ég með dætrum mínum kl. 7.50. Þær eiga að mæta í skólann kl. 8.30. Það er næstum því þremur tímum fyrir sólarupprás. Meinta sólarupprás, ætti maður kannski frekar að segja, því það er harla ólíklegt að við sjáum hana yfirhöfuð. Gæti það ekki verið að það hefði ekki góð áhrif á börn að ganga út í niðamyrkur mánuðum saman? Er ekki pæling að reyna að seinka klukkunni að minnsta kosti þannig að stundum sjái krakkar til á leiðinni? Eigi auðveldara með að ganga sjálf í skólann og mæta ferskari? Björt framtíð kom með þessa hugmynd en hún var slegin og hlegin út af borðinu af íhaldsmönnum allra flokka. Reyndar svo að hún var langt komin með að ganga af flokknum dauðum, sem flokknum sem vildi „bara fikta í klukkunni“. Hvernig væri að prófa þetta? Segjum bara í tvö ár. Ég veit að við getum þetta. Þó að íslensk börn séu léleg í stærðfræði er ég viss um þau geta fært stóra vísinn um klukkutíma tvisvar á ári. Er það ekki? Er það ekki bara þess virði að prófa þetta? Sjá til hvað gerist. Svo er ábyggilega gott að vera með restinni af Evrópu í þessu. Við getum kannski litið þannig á að fyrst þetta klára fólk í útlöndum gerir þetta, þá getur það varla verið svo vitlaust. Já, og ef ykkur vantar fleiri ráð: Ekki reyna að kenna drengjum flókna stærðfræði á gelgjuskeiðinu. Það er dæmt til að mistakast. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Logi Bergmann Mest lesið Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason Skoðun
Stundum finnst mér eins og við séum fiskar í fiskabúri. Syndandi hring eftir hring, gleymandi öllu jafn óðum og verða svo spennt/glöð/reið yfir sömu hlutunum. Aftur og aftur og aftur og aftur. Ú! Kastali. Nú er komið að því að æsa okkur yfir Pisa-könnuninni. Sem, hjá okkur Íslendingum, er skökk. Og það er vissulega rétt að æsa sig yfir því. Auðvitað gengur ekki að íslenskir nemendur séu verri en aðrir. Við eigum ekki að sætta okkur við að börnin okkar virðast ekki skilja nógu vel það sem þau lesa. Og við eigum að bregðast við því og reyna að laga þetta.Sömu svörin Ég hefði samt getað skrifað viðbrögðin fyrirfram. Kennarar segja að það vanti pening í skólakerfið, stjórnmálamenn segja að það sé eitthvað að kerfinu og foreldrar kvarta yfir því að þurfa að hjálpa börnunum sínum að læra heima og þeir fái aldrei frí. Hvern vantar nú í þennan í hóp? Já, nemendur! Hvað skyldu þeir nú segja um þetta mál. Sennilega alveg helling, en við gleymum bara alltaf að spyrja þá. En þegar við gerum það, þá skulum við alltaf tala við afburðanemendur sem eru, eins og lög gera ráð fyrir, ekki vandamálið. Þeim finnst skólinn bara eins og notaleg ganga á vordegi og, ef eitthvað, ekki nógu krefjandi. Kannski ættum við að tala við vitleysingana. Þessa sem sofa í tímum og geta aldrei komið með réttar bækur. Athuga af hverju þeir eru alltaf að verða okkur til skammar. Af hverju þeir geti ekki bara lært og skilið svo við komum ekki svona illa út á alþjóðavísu. Það er hræðileg landkynning. Mig langar hins vegar að segja ykkur frá einfaldri lausn, sem myndi án efa bæta árangur íslenskra námsmanna. Ég get ekki lofað því að við sláum út singapúrsk ungmenni í diffrun, eða næman ljóðaskilning Finna. En ég held að ég geti lofað því að eitthvað myndi gerast. Enda varla tilviljun að aðrar þjóðir gera þetta.Breytum klukkunni Í gærmorgun vaknaði ég með dætrum mínum kl. 7.50. Þær eiga að mæta í skólann kl. 8.30. Það er næstum því þremur tímum fyrir sólarupprás. Meinta sólarupprás, ætti maður kannski frekar að segja, því það er harla ólíklegt að við sjáum hana yfirhöfuð. Gæti það ekki verið að það hefði ekki góð áhrif á börn að ganga út í niðamyrkur mánuðum saman? Er ekki pæling að reyna að seinka klukkunni að minnsta kosti þannig að stundum sjái krakkar til á leiðinni? Eigi auðveldara með að ganga sjálf í skólann og mæta ferskari? Björt framtíð kom með þessa hugmynd en hún var slegin og hlegin út af borðinu af íhaldsmönnum allra flokka. Reyndar svo að hún var langt komin með að ganga af flokknum dauðum, sem flokknum sem vildi „bara fikta í klukkunni“. Hvernig væri að prófa þetta? Segjum bara í tvö ár. Ég veit að við getum þetta. Þó að íslensk börn séu léleg í stærðfræði er ég viss um þau geta fært stóra vísinn um klukkutíma tvisvar á ári. Er það ekki? Er það ekki bara þess virði að prófa þetta? Sjá til hvað gerist. Svo er ábyggilega gott að vera með restinni af Evrópu í þessu. Við getum kannski litið þannig á að fyrst þetta klára fólk í útlöndum gerir þetta, þá getur það varla verið svo vitlaust. Já, og ef ykkur vantar fleiri ráð: Ekki reyna að kenna drengjum flókna stærðfræði á gelgjuskeiðinu. Það er dæmt til að mistakast. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.