Sport

Freydís Halla fékk silfur á móti í Sunday River

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Freydís Halla Einarsdóttir.
Freydís Halla Einarsdóttir. Mynd/Skíðsamband Íslands
Freydís Halla Einarsdóttir, landsliðskona í alpagreinum, byrjar tímabilið vel en hún fékk silfurverðlaun á sínu fyrsta móti.

Freydís Halla stundar háskólanám í Bandaríkjunum og er að hefja sitt annað ár í Plymouth State háskólanum. Fyrsta mótið fór fram í Sunday River í Maine fylki og var keppt í svigi.

Freydís tryggði sér annað sætið eftir að hafa verið með besta tíma í seinni ferð. Það er því greinilegt að þrefaldi Íslandsmeistarinn frá því í vor byrjar þennan vetur að kraft eins og hún endaði þann síðasta. Fyrir mótið fékk Freydís 27.87 FIS punkta sem er hennar þriðja besta mót á ferlinum.

Sturla Snær Snorrason var einnig við keppni í dag og í gær. Hann tók þátt í tveimur svigmótum í Geilo í Noregi. Í gær endaði hann í 10.sæti en náði ekki að klára í dag.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×