Volkswagen rafmagnsrúgbrauð 2019 Finnur Thorlacius skrifar 15. desember 2016 12:58 Volkswagen Budd-e. Bílatímaritið Autocar greinir frá því að einn af þeim 5 rafmagnsbílum sem Volkswagen ætlar að kynna áður en árið 2020 er liðið sé þessi BUDD-e Microbus og að líklega verði hann kominn í fjöldaframleiðslu árið 2019. Þessi bíll svipar svo mikið til gamla rúgbrauðsins að hægt væri að kalla hann rafmagnsrúgbrauð. Lengi hefur Volkswagen ýjað að arftaka rúgbrauðsins gamla og einn slíkur var kynntur sem tilraunabíll árið 2001, en hætt var við smíði hans árið 2005. Út frá honum kynnti Volkswagen Bulli tilraunabílinn, en ekki varð heldur af smíði hans. Þessi BUDD-e er 7 sæta bíll sem byggður er á sama undirvagni og tilraunabíllinn iD sem Volkswagen kynnti á bílasýningunni í París í september nýliðnum, en þó er lengra á milli öxla í þessum bíl. Rafhlöðurnar verða í gólfinu og þyngdarpunkturinn því lágur og innanrýmið flatt og mikið. Bíllinn verður afturhjóladrifinn, ef hann verður framleiddur og Autocar hefur rétt fyrir sér. Svo oft hefur Volkswagen reyndar hætt við smíði arftaka rúgbrauðsins að rétt er að sá örlitlum efasemdum um smíðina, en vonandi hefur tímaritið rétt fyrir sér. Mest lesið Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent
Bílatímaritið Autocar greinir frá því að einn af þeim 5 rafmagnsbílum sem Volkswagen ætlar að kynna áður en árið 2020 er liðið sé þessi BUDD-e Microbus og að líklega verði hann kominn í fjöldaframleiðslu árið 2019. Þessi bíll svipar svo mikið til gamla rúgbrauðsins að hægt væri að kalla hann rafmagnsrúgbrauð. Lengi hefur Volkswagen ýjað að arftaka rúgbrauðsins gamla og einn slíkur var kynntur sem tilraunabíll árið 2001, en hætt var við smíði hans árið 2005. Út frá honum kynnti Volkswagen Bulli tilraunabílinn, en ekki varð heldur af smíði hans. Þessi BUDD-e er 7 sæta bíll sem byggður er á sama undirvagni og tilraunabíllinn iD sem Volkswagen kynnti á bílasýningunni í París í september nýliðnum, en þó er lengra á milli öxla í þessum bíl. Rafhlöðurnar verða í gólfinu og þyngdarpunkturinn því lágur og innanrýmið flatt og mikið. Bíllinn verður afturhjóladrifinn, ef hann verður framleiddur og Autocar hefur rétt fyrir sér. Svo oft hefur Volkswagen reyndar hætt við smíði arftaka rúgbrauðsins að rétt er að sá örlitlum efasemdum um smíðina, en vonandi hefur tímaritið rétt fyrir sér.
Mest lesið Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent