Blessuð sauðkindin Óttar Guðmundsson skrifar 17. desember 2016 07:00 Sauðkindin er hluti af íslenskri menningu og þjóðarsál. Íslendingar hafa lengi reynt að fá útlendinga til að skynja mikilfengleika skepnunnar. Í upphafi sjöunda áratugarins setti Þorvaldur Guðmundsson í Síld og fisk á markaðinn léttreykt lambakjöt til útflutnings sem kallaðist London-lamb. Sagt var í blöðunum að nafnkunnir Hollywood-leikarar hefðu aldrei bragðað betra kjöt. Íslenska ríkið stóð fyrir útflutningnum og borgaði fólki fyrir að leggja sér lambið til munns. Ekki tókst þó að selja einn lambaskanka í þessu átaki og London-lambið fór til neyslu í fermingarveislum og jólaboðum landsmanna. Árið 1964 var íslenskt veitingahús opnað með pompi og prakt í London sem hét Iceland Food Center. Enn og aftur birtust greinar um vinsældir veitingastaðarins og alsæla viðskiptavini. Þetta kom þó fyrir lítið og staðurinn fór á hausinn með bullandi tapi. Ríkið stóð fyrir kostnaðinum og niðurgreiddi hvern bita sem étinn var á staðnum. Fleiri tilraunir hafa verið gerðar til að kenna heiminum að meta íslenska vegalambið. Niðurgreitt lambakjöt hefur verið til sölu á Norðurlöndum um árabil en aldrei náð verulegri útbreiðslu. Nú á að gera enn eina tilraunina. Á fjáraukalögum er veitt 100 milljónum til markaðsátaks til að borga útlendingum fyrir að kaupa lambakjöt. Eitt þúsund tonn eru óseld í frystikistum og þeim verður að koma út með góðu eða illu. Skynsamlegra væri þó að horfast í augu við breyttar matarvenjur fólks og fækka sauðfé í landinu verulega. Lögmál markaðarins hljóta að ráða. Árið 1987 var óselt lambakjöt urðað og kallaðist eftir það haugalamb. Sennilega væri það ódýrari kostur en að fara í enn eina söluherferðina með niðurgreitt lambakjöt. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Óttar Guðmundsson Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Sauðkindin er hluti af íslenskri menningu og þjóðarsál. Íslendingar hafa lengi reynt að fá útlendinga til að skynja mikilfengleika skepnunnar. Í upphafi sjöunda áratugarins setti Þorvaldur Guðmundsson í Síld og fisk á markaðinn léttreykt lambakjöt til útflutnings sem kallaðist London-lamb. Sagt var í blöðunum að nafnkunnir Hollywood-leikarar hefðu aldrei bragðað betra kjöt. Íslenska ríkið stóð fyrir útflutningnum og borgaði fólki fyrir að leggja sér lambið til munns. Ekki tókst þó að selja einn lambaskanka í þessu átaki og London-lambið fór til neyslu í fermingarveislum og jólaboðum landsmanna. Árið 1964 var íslenskt veitingahús opnað með pompi og prakt í London sem hét Iceland Food Center. Enn og aftur birtust greinar um vinsældir veitingastaðarins og alsæla viðskiptavini. Þetta kom þó fyrir lítið og staðurinn fór á hausinn með bullandi tapi. Ríkið stóð fyrir kostnaðinum og niðurgreiddi hvern bita sem étinn var á staðnum. Fleiri tilraunir hafa verið gerðar til að kenna heiminum að meta íslenska vegalambið. Niðurgreitt lambakjöt hefur verið til sölu á Norðurlöndum um árabil en aldrei náð verulegri útbreiðslu. Nú á að gera enn eina tilraunina. Á fjáraukalögum er veitt 100 milljónum til markaðsátaks til að borga útlendingum fyrir að kaupa lambakjöt. Eitt þúsund tonn eru óseld í frystikistum og þeim verður að koma út með góðu eða illu. Skynsamlegra væri þó að horfast í augu við breyttar matarvenjur fólks og fækka sauðfé í landinu verulega. Lögmál markaðarins hljóta að ráða. Árið 1987 var óselt lambakjöt urðað og kallaðist eftir það haugalamb. Sennilega væri það ódýrari kostur en að fara í enn eina söluherferðina með niðurgreitt lambakjöt. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun