Hefur fengist við flest svið lögfræðinnar um ævina Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 17. desember 2016 09:45 Ragnar kveðst hafa lært sína lögfræði mest af eigin lestri. Vísir/GVA Hann svarar í símann á lögmannsstofunni. Samt er klukkan orðin meira en fimm. „Það ræður engu,“ segir hann þegar haft er orð á því. Ragnar Aðalsteinsson lögfræðingur vinnur fulla vinnu þó kominn sé yfir áttrætt, kveðst þó aðeins hafa dregið úr henni frá því hann hafði sem mest umleikis. Ragnar hélt hádegissamkomu á skrifstofu sinni nýlega til að fagna 50 ára lögmannsréttindum í Hæstarétti. Héraðsdómslögmaður varð hann í desember 1962. Hvaða mál finnst honum standa upp úr á ferlinum? „Ég hef fengist við flest svið lögfræðinnar en ekki öll í einu. Lengst við höfundarrétt. Í næstum 40 ár var ég lögfræðilegur ráðunautur rithöfunda og fleiri. Svo hef ég fengist við sjórétt, vátryggingarétt, fjarskiptarétt, mannréttindi, eignaréttindi. Fékk mikinn áhuga á eignarétti í sambandi við þjóðlendumálin. Vann fyrir bændur og þótti ríkið ganga æði langt í því að reyna að ná til sín jörðum sem þeir höfðu þinglýstar eignarheimildir fyrir í hundrað og fimmtíu ár.“ Mestan áhuga kveðst Ragnar hafa haft á rétti bændanna yfir afréttum. „Ég las mikið af íslenskum og norrænum heimildum til að átta mig á fyrirbrigðinu og komst að því að það var séríslenskt. Íslendingar settu sér reglur í sambandi við ofnýtingu strax á Grágásartímabilinu. Svo voru reglur um hvernig ætti að reka á fjall þegar menn þurftu að fara yfir jarðir annarra. Ég hef ekki getað fundið nein fordæmi í norskri löggjöf að slíkum reglum frá þessum tíma.“ Ragnar kveðst hafa verið leitandi ungur maður. „Ég byrjaði nú á að fara til Suður-Evrópu og Norður-Afríku því það var ekki ljóst hvað ég ætlaði að fást við. Fór fyrst í háskóla í Madrid en leiddist þar og fór á flakk. En ég hef alltaf haft áhuga á mannréttindum í samfélaginu og líka á valdinu og misnotkun á því. Það var ekki um margt að velja á þessum árum í Háskóla Íslands þannig að lögfræðin varð fyrir valinu,“ segir hann og kveðst hafa lært mest af eigin lestri en tekur fram að í deildinni hafi samt verið góðir kennarar eins og Ármann Snævar og Theódór B. Líndal. Nú er Ragnar með eigin rekstur og hjá honum vinna 10 lögfræðingar. „Þegar ég byrjaði hér á Klapparstígnum árið 2000 ætlaði ég vera aleinn part úr degi og bjó til spjald sem á stóð: Opið mánudaga til fimmtudaga frá 9 til 13 en það tókst nú ekki betur en þetta,“ segir hann hlæjandi og viðurkennir að erfitt sé að takmarka sig í þessu starfi. „Annaðhvort er að sinna því eða ekki,“ segir hann. „Ég ætlaði að leggjast í eitthvert fræðagrúsk en það varð minna úr því.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 17. desember 2016. Lífið Mest lesið Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Fanney og Teitur greina frá kyninu Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Fleiri fréttir Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Sjá meira
Hann svarar í símann á lögmannsstofunni. Samt er klukkan orðin meira en fimm. „Það ræður engu,“ segir hann þegar haft er orð á því. Ragnar Aðalsteinsson lögfræðingur vinnur fulla vinnu þó kominn sé yfir áttrætt, kveðst þó aðeins hafa dregið úr henni frá því hann hafði sem mest umleikis. Ragnar hélt hádegissamkomu á skrifstofu sinni nýlega til að fagna 50 ára lögmannsréttindum í Hæstarétti. Héraðsdómslögmaður varð hann í desember 1962. Hvaða mál finnst honum standa upp úr á ferlinum? „Ég hef fengist við flest svið lögfræðinnar en ekki öll í einu. Lengst við höfundarrétt. Í næstum 40 ár var ég lögfræðilegur ráðunautur rithöfunda og fleiri. Svo hef ég fengist við sjórétt, vátryggingarétt, fjarskiptarétt, mannréttindi, eignaréttindi. Fékk mikinn áhuga á eignarétti í sambandi við þjóðlendumálin. Vann fyrir bændur og þótti ríkið ganga æði langt í því að reyna að ná til sín jörðum sem þeir höfðu þinglýstar eignarheimildir fyrir í hundrað og fimmtíu ár.“ Mestan áhuga kveðst Ragnar hafa haft á rétti bændanna yfir afréttum. „Ég las mikið af íslenskum og norrænum heimildum til að átta mig á fyrirbrigðinu og komst að því að það var séríslenskt. Íslendingar settu sér reglur í sambandi við ofnýtingu strax á Grágásartímabilinu. Svo voru reglur um hvernig ætti að reka á fjall þegar menn þurftu að fara yfir jarðir annarra. Ég hef ekki getað fundið nein fordæmi í norskri löggjöf að slíkum reglum frá þessum tíma.“ Ragnar kveðst hafa verið leitandi ungur maður. „Ég byrjaði nú á að fara til Suður-Evrópu og Norður-Afríku því það var ekki ljóst hvað ég ætlaði að fást við. Fór fyrst í háskóla í Madrid en leiddist þar og fór á flakk. En ég hef alltaf haft áhuga á mannréttindum í samfélaginu og líka á valdinu og misnotkun á því. Það var ekki um margt að velja á þessum árum í Háskóla Íslands þannig að lögfræðin varð fyrir valinu,“ segir hann og kveðst hafa lært mest af eigin lestri en tekur fram að í deildinni hafi samt verið góðir kennarar eins og Ármann Snævar og Theódór B. Líndal. Nú er Ragnar með eigin rekstur og hjá honum vinna 10 lögfræðingar. „Þegar ég byrjaði hér á Klapparstígnum árið 2000 ætlaði ég vera aleinn part úr degi og bjó til spjald sem á stóð: Opið mánudaga til fimmtudaga frá 9 til 13 en það tókst nú ekki betur en þetta,“ segir hann hlæjandi og viðurkennir að erfitt sé að takmarka sig í þessu starfi. „Annaðhvort er að sinna því eða ekki,“ segir hann. „Ég ætlaði að leggjast í eitthvert fræðagrúsk en það varð minna úr því.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 17. desember 2016.
Lífið Mest lesið Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Fanney og Teitur greina frá kyninu Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Fleiri fréttir Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Sjá meira