Lífið

Skemmtilegast að leika með bíla

Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar
Baldur Gísli á bæði stóra og litla bíla, sá græni er einn af köggunum.
Baldur Gísli á bæði stóra og litla bíla, sá græni er einn af köggunum. Vísir/Vilhelm
Baldur Gísli, manstu eitthvað eftir jólunum í fyrra? Já, þá fékk ég rúsínur í skóinn.

Ertu búinn að fá eitthvað í skóinn núna? Já, ég fékk Everest. Hann á heima í snjónum og er í Hvolpasveitinni.

Ertu búinn að baka jólasmákökur? Ég skreytti piparkökuhús með mömmu og pabba. Við skreyttum það með snjó og settum smartís á þakið.

Hvert er uppáhaldsjólalagið þitt? Fann ég á fjalli og Við kveikjum einu kerti á.

Eruð þið byrjuð að undirbúa jólin á leikskólanum? Já, ég fór á jólaball á Uglugarði og það komu jólasveinar. Ég man ekki hvað þeir heita. Það er ekki búið að setja upp jólatré á Vinagarði.

Hvað finnst þér skemmtilegast að gera? Að leika með bílana mína. Uppáhaldsbíllinn minn er gulur lítill og svo grænn jeppi.

Hver er uppáhaldsjólasveinninn þinn? Það er eiginlega bæði Hurðaskellir og Kertasníkir. Þeir eru svolítið fallegir á litinn. Gluggagægir er líka flottur. Kannski kemur Hurðaskellir í nótt.

Hvað finnst þér skemmtilegt að gera úti? Fara í göngutúr í Húsdýragarðinn. Mér finnst nautið svo skemmtilegt. Líka hestarnir. Bráðum ætla ég að fara með snuðin mín í Húsdýragarðinn, ég er hættur að nota snuð.

Áttu uppáhaldsbækur til að lesa á kvöldin? Ys og þys í Erilborg. Emil í Kattholti er líka skemmtilegur. Uppáhaldssagan mín er um Krumma.

 

Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 17. desember 2016.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×