Sýrðar rauðrófur, eplasalat og rauðkál með jólabjór Starri Freyr Jónsson skrifar 2. desember 2016 11:15 Sýrðar rauðrófur. Vísir/Vilhelm Gott meðlæti með jólasteikinni skiptir Hauk Má Hauksson, yfirmatreiðslumann á Grillmarkaðnum, öllu máli. Honum þykir gaman að velta fyrir sér ólíku hráefni og ýmsum skemmtilegum útfærslum enda er hann duglegur að prófa sig áfram í eldhúsinu. Þar nefnir hann helst rauðrófur því það er endalaust hægt að leika sér með þær segir hann. Þótt hann sé hvorki fastheldinn á jólamat og meðlæti þykir honum alltaf gott að fá hamborgarhrygg, brúnaðar kartöflur, rauðkál og sósu.Haukur Már Hauksson, yfirmatreiðslumeistari á Grillmarkaðnum.Vísir/Vilhelm„Annars er ég alls ekki vanafastur í þessum efnum og brýt flestar reglur. Raunar finnst mér bestu jólin vera á ströndinni með gott taco og nóg af guacamole.“ Hér gefur Haukur Már lesendum þrjár bragðgóðar og skemmtilegar uppskriftir að meðlæti með jólasteikinni. Sýrðar rauðrófur5-7 stk. rauðrófur300 ml eplaedik300 ml sykur300 ml vatn3 stk. kanilstöng8 stk. anísstjörnur10 stk. negulnaglarRauðrófur skornar í teninga og settar í box. Restin af hráefnunum sett í pott og suða fengin upp. Þá er vökvanum hellt sjóðandi heitum yfir rauðrófurnar. Látið standa við stofuhita í 30 mínútur. Hægt að bera fram kalt eða heitt.Eplasalat.Vísir/VilhelmEplasalat5 stk. græn epli200 g japanskt majónes (Kewpie)100 g flórsykur150 g þurrkuð trönuber150 g heslihnetur4 msk. léttþeyttur rjómiMajónesinu og flórsykrinum blandað saman. Þurrkuðu berin söxuð og hnetur muldar niður. Skerið eplin í teninga og blandið þeim við majónesið. Blandið restinni af hráefninu út í. Gott að skreyta salatið með hnetum og trönuberjum.Rauðkál með jólabjór.Vísir/VilhelmRauðkál og jólabjór1 kg skorið rauðkál300 g púðursykur300 ml rauðvínsedik3 stk. kanilstangir5 stk. stjörnuanís8 stk. negulnaglar100 ml trönuberjasafi200 ml góður jólabjór30 ml kirsuberjaedik30 ml eplaedikSalt til að smakka til Allt hráefni utan bjórsins sett saman í pott og látið malla þar til rauðkálið er soðið (15-30 mín.). Bjórnum er bætt við rétt undir lokin. Smakkað til með ediki og salti. Jólamatur Matur Mest lesið Vill rjúpu á jólaborðið Jól Jólanóttin Jól Jólaneglurnar verða vínrauðar Jól Ilmurinn úr eldhúsinu er svo lokkandi Jól Gleðilegt jólaglögg frá matreiðslumanni í heimsklassa Jól DIY - Jólapakki í peysu Jólin Hoppandi glaður með eitthvað nördalegt Jól Dós sem spilar íslenskt lag Jól Gjafir ætlaðar þeim sem ekki hafa efni á jólagjöfum Jól Jóladagatal Hurðaskellis og Skjóðu - 4. desember Jól
Gott meðlæti með jólasteikinni skiptir Hauk Má Hauksson, yfirmatreiðslumann á Grillmarkaðnum, öllu máli. Honum þykir gaman að velta fyrir sér ólíku hráefni og ýmsum skemmtilegum útfærslum enda er hann duglegur að prófa sig áfram í eldhúsinu. Þar nefnir hann helst rauðrófur því það er endalaust hægt að leika sér með þær segir hann. Þótt hann sé hvorki fastheldinn á jólamat og meðlæti þykir honum alltaf gott að fá hamborgarhrygg, brúnaðar kartöflur, rauðkál og sósu.Haukur Már Hauksson, yfirmatreiðslumeistari á Grillmarkaðnum.Vísir/Vilhelm„Annars er ég alls ekki vanafastur í þessum efnum og brýt flestar reglur. Raunar finnst mér bestu jólin vera á ströndinni með gott taco og nóg af guacamole.“ Hér gefur Haukur Már lesendum þrjár bragðgóðar og skemmtilegar uppskriftir að meðlæti með jólasteikinni. Sýrðar rauðrófur5-7 stk. rauðrófur300 ml eplaedik300 ml sykur300 ml vatn3 stk. kanilstöng8 stk. anísstjörnur10 stk. negulnaglarRauðrófur skornar í teninga og settar í box. Restin af hráefnunum sett í pott og suða fengin upp. Þá er vökvanum hellt sjóðandi heitum yfir rauðrófurnar. Látið standa við stofuhita í 30 mínútur. Hægt að bera fram kalt eða heitt.Eplasalat.Vísir/VilhelmEplasalat5 stk. græn epli200 g japanskt majónes (Kewpie)100 g flórsykur150 g þurrkuð trönuber150 g heslihnetur4 msk. léttþeyttur rjómiMajónesinu og flórsykrinum blandað saman. Þurrkuðu berin söxuð og hnetur muldar niður. Skerið eplin í teninga og blandið þeim við majónesið. Blandið restinni af hráefninu út í. Gott að skreyta salatið með hnetum og trönuberjum.Rauðkál með jólabjór.Vísir/VilhelmRauðkál og jólabjór1 kg skorið rauðkál300 g púðursykur300 ml rauðvínsedik3 stk. kanilstangir5 stk. stjörnuanís8 stk. negulnaglar100 ml trönuberjasafi200 ml góður jólabjór30 ml kirsuberjaedik30 ml eplaedikSalt til að smakka til Allt hráefni utan bjórsins sett saman í pott og látið malla þar til rauðkálið er soðið (15-30 mín.). Bjórnum er bætt við rétt undir lokin. Smakkað til með ediki og salti.
Jólamatur Matur Mest lesið Vill rjúpu á jólaborðið Jól Jólanóttin Jól Jólaneglurnar verða vínrauðar Jól Ilmurinn úr eldhúsinu er svo lokkandi Jól Gleðilegt jólaglögg frá matreiðslumanni í heimsklassa Jól DIY - Jólapakki í peysu Jólin Hoppandi glaður með eitthvað nördalegt Jól Dós sem spilar íslenskt lag Jól Gjafir ætlaðar þeim sem ekki hafa efni á jólagjöfum Jól Jóladagatal Hurðaskellis og Skjóðu - 4. desember Jól