Mig hefur alltaf langað til að verða prestur Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 3. desember 2016 09:45 María Rut verður vígð til prests í byrjun nýs árs og heldur þá á ný mið. Vísir/Eyþór María Rut Baldursdóttir guðfræðingur er að búa sig undir próf þegar ég hringi í hana og bið um viðtal. „Ég er í nokkrum áföngum í verkefnastjórnun í Háskóla Íslands en auðvitað í fullri vinnu með,“ segir hún og upplýsir að hún sé þjónustustjóri hjá Reykjavíkurborg í þjónustumiðstöðinni í Árbæ. Tilefni viðtalsins er prestsembætti sem María Rut sótti um og fékk í Bjarnanesprestakalli í Austur-Skaftafellssýslu. Það nær yfir Lón, Höfn, Nes, Mýrar, Suðursveit og Öræfi. „Mig hefur alltaf langað til að verða prestur og þetta var kjörið tækifæri,“ segir hún. „Ég var líka búin að kynna mér aðeins prestakallið og fannst það heillandi.“ Hún kveðst hafa verið búin að sækja um nokkur embætti og því verið mjög ánægð þegar hún fékk símtalið frá biskupi í síðustu viku. María Rut er fædd 1985. Hún átti heima á Hólmavík sem krakki, bjó í Njarðvík um tíma og tvö ár í Svíþjóð. Hún á eiginmann og tvo drengi, sex ára og tveggja og hálfs árs. „Maðurinn minn er í kennaranámi og tilbúinn að hoppa með mér hvert sem er. Hann heitir Eyþór Grétar Grétarsson og titlar sig íþróttamann á ja.is, það er bara húmor!“ Hún segir hvorugt þeirra hjóna tengjast Hornafirði en vinnufélagar þeirra og ættingjar þekki til þar og gefi staðnum meðmæli. María Rut verður vígð í byrjun nýs árs. Hún kveðst hafa lokið guðfræðináminu í febrúar 2015. „Ég skrifaði lokaritgerðina í fæðingarorlofi 2014,“ segir hún og kveðst hafa skrifað um staðgöngumæðrun út frá kristinni siðfræði. Hún er ekki bara guðfræðingur heldur líka menntuð í söng og fiðluleik og segir hvort tveggja geta komið sér vel fyrir austan. Hún fær embættisbústað fyrir fjölskylduna því nýi sóknarpresturinn, Stígur Reynisson, sem áður var í hálfa starfinu býr í eigin húsnæði. „Við Stígur þekkjumst lítillega úr náminu og mér líst vel á að vinna með honum. Finnst líka ágætt að byrja í hálfu starfi, það tekur tíma að komast inn í nýtt samfélag og þetta er stórt starf en ég er tilbúin í nýjar áskoranir, ný verkefni og að kynnast nýju fólki.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 3. nóvember 2016. Lífið Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Fleiri fréttir Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Will Ferrell ætlar með Husavik á Broadway Skinkukallinn er víða Jörundur og Magdalena selja íbúð á eftirsóttum stað „Hann var of góður fyrir þennan grimma heim sem við búum í“ „Mér finnst ekkert skemmtilegra en að spila bridge“ Sjá meira
María Rut Baldursdóttir guðfræðingur er að búa sig undir próf þegar ég hringi í hana og bið um viðtal. „Ég er í nokkrum áföngum í verkefnastjórnun í Háskóla Íslands en auðvitað í fullri vinnu með,“ segir hún og upplýsir að hún sé þjónustustjóri hjá Reykjavíkurborg í þjónustumiðstöðinni í Árbæ. Tilefni viðtalsins er prestsembætti sem María Rut sótti um og fékk í Bjarnanesprestakalli í Austur-Skaftafellssýslu. Það nær yfir Lón, Höfn, Nes, Mýrar, Suðursveit og Öræfi. „Mig hefur alltaf langað til að verða prestur og þetta var kjörið tækifæri,“ segir hún. „Ég var líka búin að kynna mér aðeins prestakallið og fannst það heillandi.“ Hún kveðst hafa verið búin að sækja um nokkur embætti og því verið mjög ánægð þegar hún fékk símtalið frá biskupi í síðustu viku. María Rut er fædd 1985. Hún átti heima á Hólmavík sem krakki, bjó í Njarðvík um tíma og tvö ár í Svíþjóð. Hún á eiginmann og tvo drengi, sex ára og tveggja og hálfs árs. „Maðurinn minn er í kennaranámi og tilbúinn að hoppa með mér hvert sem er. Hann heitir Eyþór Grétar Grétarsson og titlar sig íþróttamann á ja.is, það er bara húmor!“ Hún segir hvorugt þeirra hjóna tengjast Hornafirði en vinnufélagar þeirra og ættingjar þekki til þar og gefi staðnum meðmæli. María Rut verður vígð í byrjun nýs árs. Hún kveðst hafa lokið guðfræðináminu í febrúar 2015. „Ég skrifaði lokaritgerðina í fæðingarorlofi 2014,“ segir hún og kveðst hafa skrifað um staðgöngumæðrun út frá kristinni siðfræði. Hún er ekki bara guðfræðingur heldur líka menntuð í söng og fiðluleik og segir hvort tveggja geta komið sér vel fyrir austan. Hún fær embættisbústað fyrir fjölskylduna því nýi sóknarpresturinn, Stígur Reynisson, sem áður var í hálfa starfinu býr í eigin húsnæði. „Við Stígur þekkjumst lítillega úr náminu og mér líst vel á að vinna með honum. Finnst líka ágætt að byrja í hálfu starfi, það tekur tíma að komast inn í nýtt samfélag og þetta er stórt starf en ég er tilbúin í nýjar áskoranir, ný verkefni og að kynnast nýju fólki.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 3. nóvember 2016.
Lífið Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Fleiri fréttir Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Will Ferrell ætlar með Husavik á Broadway Skinkukallinn er víða Jörundur og Magdalena selja íbúð á eftirsóttum stað „Hann var of góður fyrir þennan grimma heim sem við búum í“ „Mér finnst ekkert skemmtilegra en að spila bridge“ Sjá meira