Svíkja synthana Stefán Þór Hjartarson skrifar 6. desember 2016 10:00 Hljómsveitin Hjálmar ætla að snúa aftur í lífrænan hljóm sinna fyrri verka. Vísir/Anton Brink Við erum að semja nýja plötu, þetta verður aðeins öðruvísi núna, verður meira inni í einum kassa og fókuseraðra í einum reggístíl. Vonandi, þó að maður teikni eitthvað upp í hausnum áður en maður fer inn og það breytist á leiðinni, þá stefnum við á að hafa þetta lífrænna en það hefur verið undanfarið. Þetta er búin að vera svolítið mikil elektróník svona í tískunni upp á síðkastið og maður á auðvitað aldrei að vera í tískunni,“ svarar Guðmundur Kristinn Jónsson, betur þekktur sem Kiddi í Hjálmum, þegar ég spyr hann út í nýja lagið sem Hjálmar gefa út í dag en það er greinilega forsmekkurinn að nýrri plötu frá þeim. Þetta nýja lag hefur verið titlað Allt er eitt. „Þetta lag er í þessum stíl, það eru engir synthar í því til dæmis. Fyrir upptökumanninn er mjög gaman að hafa smá elektróník því að þá er hægt að hafa mjög „powerful“ sánd en það er líka að nota bara míkrófónana því þá færðu loftið og organik fíling. Það er mjög gaman að taka upp þannig, maður var næstum búinn að gleyma því hafandi verið svo lengi í hinu. Stælarnir koma manni bara ákveðið langt en gott lag kemur manni miklu lengra – það er svona hugsunin sem við erum með í kringum lagasmíðaferlið okkar,“ segir Kiddi, en hann er auðvitað mikill upptökunörd.Ætlið þið að taka þetta upp hér á landinu eða munið þið leggjast í ferðalög eins og þið hafið oft í kringum ykkar upptökur? „Það er reyndar ekki alveg komið á hreint enn. Við höfum aðallega verið að fara eitthvað til að fá fókus. Við erum allir komnir með nokkuð mörg börn og þegar maður þarf að ná í og skutla og svo er starfsdagur í leikskólanum og allt þetta – þá gerist þetta stundum allt svo hægt og þá getur maður stundum svikið fjölskylduna og sagt, „jæja nú þurfa kallarnir að fara að vinna“ – og þá getur maður gert ansi margt á nokkrum dögum. Og síðan er oft líka gaman að heimsækja sögufræg stúdíó, það er rosa skemmtilegt og gefandi, sérstaklega fyrir mig verandi í upptökuheiminum.“Það má alveg segja að þið hafið haft hægt um ykkur upp á síðkastið ekki satt? „Siggi bjó náttúrulega í Noregi, en er fluttur heim og Steini og ég fórum um allan heim með Ásgeiri [Trausta] – á sama tíma var Siggi að ferðast með Erlendi Øye, en núna erum við allir heima og þá er bara að njóta þess að spila. Við höfum nú verið að spila annað slagið. Ásgeir fer að detta í gang aftur bráðum og spurning hvað gerist þá, en það tekur enga stund að gera plötu svona þegar það er búið að semja öll lögin,“ segir Kiddi að lokum, en Hjálmar verða meðal annars að spila á nýársfögnuði Bryggjunnar Brugghúss þar sem vafalaust verður talið í nokkur ný lög. Hér fyrir neðan má svo hlýða á nýjustu afurð Hjáma, Allt er eitt: Tónlist Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Khalid kemur út úr skápnum Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Við erum að semja nýja plötu, þetta verður aðeins öðruvísi núna, verður meira inni í einum kassa og fókuseraðra í einum reggístíl. Vonandi, þó að maður teikni eitthvað upp í hausnum áður en maður fer inn og það breytist á leiðinni, þá stefnum við á að hafa þetta lífrænna en það hefur verið undanfarið. Þetta er búin að vera svolítið mikil elektróník svona í tískunni upp á síðkastið og maður á auðvitað aldrei að vera í tískunni,“ svarar Guðmundur Kristinn Jónsson, betur þekktur sem Kiddi í Hjálmum, þegar ég spyr hann út í nýja lagið sem Hjálmar gefa út í dag en það er greinilega forsmekkurinn að nýrri plötu frá þeim. Þetta nýja lag hefur verið titlað Allt er eitt. „Þetta lag er í þessum stíl, það eru engir synthar í því til dæmis. Fyrir upptökumanninn er mjög gaman að hafa smá elektróník því að þá er hægt að hafa mjög „powerful“ sánd en það er líka að nota bara míkrófónana því þá færðu loftið og organik fíling. Það er mjög gaman að taka upp þannig, maður var næstum búinn að gleyma því hafandi verið svo lengi í hinu. Stælarnir koma manni bara ákveðið langt en gott lag kemur manni miklu lengra – það er svona hugsunin sem við erum með í kringum lagasmíðaferlið okkar,“ segir Kiddi, en hann er auðvitað mikill upptökunörd.Ætlið þið að taka þetta upp hér á landinu eða munið þið leggjast í ferðalög eins og þið hafið oft í kringum ykkar upptökur? „Það er reyndar ekki alveg komið á hreint enn. Við höfum aðallega verið að fara eitthvað til að fá fókus. Við erum allir komnir með nokkuð mörg börn og þegar maður þarf að ná í og skutla og svo er starfsdagur í leikskólanum og allt þetta – þá gerist þetta stundum allt svo hægt og þá getur maður stundum svikið fjölskylduna og sagt, „jæja nú þurfa kallarnir að fara að vinna“ – og þá getur maður gert ansi margt á nokkrum dögum. Og síðan er oft líka gaman að heimsækja sögufræg stúdíó, það er rosa skemmtilegt og gefandi, sérstaklega fyrir mig verandi í upptökuheiminum.“Það má alveg segja að þið hafið haft hægt um ykkur upp á síðkastið ekki satt? „Siggi bjó náttúrulega í Noregi, en er fluttur heim og Steini og ég fórum um allan heim með Ásgeiri [Trausta] – á sama tíma var Siggi að ferðast með Erlendi Øye, en núna erum við allir heima og þá er bara að njóta þess að spila. Við höfum nú verið að spila annað slagið. Ásgeir fer að detta í gang aftur bráðum og spurning hvað gerist þá, en það tekur enga stund að gera plötu svona þegar það er búið að semja öll lögin,“ segir Kiddi að lokum, en Hjálmar verða meðal annars að spila á nýársfögnuði Bryggjunnar Brugghúss þar sem vafalaust verður talið í nokkur ný lög. Hér fyrir neðan má svo hlýða á nýjustu afurð Hjáma, Allt er eitt:
Tónlist Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Khalid kemur út úr skápnum Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira