Eggaldin í staðinn fyrir síld Vera Einarsdóttir skrifar 6. desember 2016 12:00 Þær systur segja ekki erfitt að vera vegan á jólunum og að þær borði alveg jafn mikið af góðum mat og aðrir. Jólabaksturinn er þar engin undantekning. MYNDIR/ANTON BRINK Helga María og Júlía Sif Ragnarsdætur halda úti matarblogginu Veganistur. Eins og nafnið gefur til kynna eru þær vegan og borða hvorki dýr né dýraafurðir. Þær segja það síður en svo þýða verri mat eða eintóma hollustu og leggja sér alls kyns kræsingar til munns. Þær féllust á að deila uppskriftum að jólamat og meðlæti ef einhver skyldi vilja hvíla sig á síld og stórsteik.Systurnar nota Oumph unnið úr sojabaunum í staðinn fyrir kjöt.Helga María gerðist vegan 2011 og Júlía Sif ári seinna. Þær stofnuðu Facebook-síðuna Veganistur árið 2014 í þeim tilgangi að deila uppskriftum og upplýsingum um vegan-lífsstíl sem þær höfðu viðað að sér og halda nú úti samnefndri heimasíðu. Inntar eftir því af hverju þær séu vegan segja þær enga góða ástæðu fyrir því að vera það ekki. „Við erum vegan fyrir jörðina, fólkið og dýrin.“ En í hverju felst þessi lífsstíll? „Hann felst í því að nýta sér ekki önnur dýr og afurðir þeirra til neyslu og skemmtunar. Við sneyðum því hjá dýraafurðum eins og við mögulega getum bæði í mat og öðrum varningi. Við látum það auk þess eiga sig að fara í dýragarða eða á aðra staði þar sem dýr eru notuð til afþreyingar.“ Þær systur segjast reyna að fylgja lífsstílnum eftir bestu getu. „Það er hins vegar sumt sem ekki er hægt að komast hjá því að nota eins og lífsnauðsynleg lyf og annað í þeim dúr. Lífsstíllinn snýst heldur ekki um að vera fullkominn heldur einfaldlega að gera sitt besta.“ Þær Helga María og Júlía Sif segja mjög misjafnt hvað þær borða á jólunum og að þær reyni að breyta svolítið til. „Við höfum til dæmis haft aðkeypta hnetusteik, gert okkar eigin hnetusteik og innbakað oumph. Þá höfum við verið duglegar að „veganæsa“ þetta hefðbundna meðlæti.“ Helga segir þær systur fá mikið af spurningum varðandi lífsstílinn. „Fólk er oft að velta því fyrir sér hvort hægt sé að fá vegan-útgáfur af uppáhaldsmatnum sínum, sem er nánast undantekningarlaust lítið mál.“ En er erfiðara að vera vegan á jólunum en á öðrum árstímum? „Nei, alls ekki. Við borðum alveg jafn mikið af góðum mat og aðrir og jólabaksturinn er þar engin undantekning. Við erum nú þegar komnar með gott safn hinna ýmsu veislu- og hátíðarrétta á bloggið okkar."Innbakað Oumph1 poki pure oumph 1 skallotlaukur 3 hvítlauksrif 2 blöð grænkál 1 tsk. rósmarín 1 dl Oatly-rjómi 1 tsk. gróft sinnep ½ sveppateningur 1 pakki Findus-smjördeig Leyfið oumphinu að þiðna örlítið og skerið í litla bita. Steikið upp úr smá olíu í nokkrar mínútur áður en lauknum, hvítlauknum og niðursöxuðu grænkálinu er bætt saman við. Hellið rjómanum, sinnepinu og sveppakraftinum út á pönnuna. Kryddið með rósmarín, salti og pipar og steikið í 10 mínútur. Leyfið fyllingunni að hitna vel áður en slökkt er undir. Fletjið hverja smjördeigsplötu örlítið út og skerið í tvennt. Leggið smjördeig ofan í hólfin á möffinsskúffunni, látið sirka 2 msk. af fyllingu ofan í og festið hornin saman.Sveppasósa100 g sveppir 1 peli Oatly-rjómi 1 msk. rauðvín ½ sveppateningur salt og pipar 2 msk. hveiti ½ dl vatn Steikið sveppi þar til þeir eru mjúkir. Bætið rjóma, rauðvíni, sveppateningi, salti og pipar út á pönnuna. Sjóðið í 10 til 15 mínútur. Hrærið saman hveiti og vatni í skál þar til engir kekkir eru eftir. Hellið hveitiblöndunni hægt út í á meðan hrært er í sósunni. Leyfið suðunni að koma aftur upp og slökkvið undir.Eplasalat2 epli 1 bolli vínber 50 g valhnetur ½ msk. sykur 1 msk. sítróna 1 ½ dl hreint jógúrt frá Sojade (fæst í Bónus og Hagkaup) ¾ dl vegan mayones (annað hvort keypt úti í búð eða eftir uppskrift á veganistur.is) Skerið eplin, vínberin og valhneturnar í bita.Bætið restinni af hráefnunum út í og hrærið saman.Lakkrístoppar9 msk. aquafaba (kjúklingabaunavatn) 300 g púðursykur 150 g lakkrískurl 150 g suðusúkkulaði Þeytið kjúklingabaunavatnið í hrærivél þar til alveg stíft, eða í u.þ.b. 20 mínútur. Setjið púðursykurinn hægt út í, eina matskeið í einu með hrærivélina á meðalhraða. Þeytið á hæstu stillingu í um 15 mínútur þegar allur púðursykurinn er komin út í. Saxið súkkulaðið og bætið út í ásamt lakkrískurlinu, blandið mjög varlega með sleif. Bakið toppana í 15-17 mínútur við 150°C.Vegan jóla „síld“1 eggaldin ½ rauðlaukur ½ dl sætt sinnep 1 tsk. gróft sinnep 1 msk. sykur 3 msk. matarolía 1 msk. rauðvínsedik 1 dl Oatly-rjómi ½ dl dill Setjið vatn í pott ásamt einni msk. af salti og látið suðuna koma upp. Setið niðurskorið eggaldinið út í þegar suðan er komin upp og sjóðið í 5 mínútur. Hellið vatninu af og leyfið eggaldininu að kólna. Pískið saman sinnepinu, sykrinum, olíunni og edikinu þar til sykurinn leysist upp. Pískið rjómann og dillið saman við og bætið síðast köldu eggaldininu og niðurskornum rauðlauknum út í. Leyfið síldinni að standa í ísskáp í um einn sólarhring.Helga María og Júlía Sif nota eggaldin í staðinn fyrir síld í "jólasíldina."Hægt er að þeyta kjúklingabaunavatn í staðinn fyrir eggjahvítur til að búa til marengs. Jól Jólafréttir Mest lesið Mömmu Hamborgarhryggur Jól Jóla-aspassúpa Jól Borða með góðri samvisku Jól Prófaði að grilla hamborgarhrygg Jól Skoppa og Skrítla árita jóladagatalið í Kringlunni Jólin Saltpækill gerir kalkúna safaríkari Jól Ekki gleyma að drekka vatn Jól Saga jólasveinsins Jól Aðventukertin Jól Látlaust og stílhreint í ár Jólin
Helga María og Júlía Sif Ragnarsdætur halda úti matarblogginu Veganistur. Eins og nafnið gefur til kynna eru þær vegan og borða hvorki dýr né dýraafurðir. Þær segja það síður en svo þýða verri mat eða eintóma hollustu og leggja sér alls kyns kræsingar til munns. Þær féllust á að deila uppskriftum að jólamat og meðlæti ef einhver skyldi vilja hvíla sig á síld og stórsteik.Systurnar nota Oumph unnið úr sojabaunum í staðinn fyrir kjöt.Helga María gerðist vegan 2011 og Júlía Sif ári seinna. Þær stofnuðu Facebook-síðuna Veganistur árið 2014 í þeim tilgangi að deila uppskriftum og upplýsingum um vegan-lífsstíl sem þær höfðu viðað að sér og halda nú úti samnefndri heimasíðu. Inntar eftir því af hverju þær séu vegan segja þær enga góða ástæðu fyrir því að vera það ekki. „Við erum vegan fyrir jörðina, fólkið og dýrin.“ En í hverju felst þessi lífsstíll? „Hann felst í því að nýta sér ekki önnur dýr og afurðir þeirra til neyslu og skemmtunar. Við sneyðum því hjá dýraafurðum eins og við mögulega getum bæði í mat og öðrum varningi. Við látum það auk þess eiga sig að fara í dýragarða eða á aðra staði þar sem dýr eru notuð til afþreyingar.“ Þær systur segjast reyna að fylgja lífsstílnum eftir bestu getu. „Það er hins vegar sumt sem ekki er hægt að komast hjá því að nota eins og lífsnauðsynleg lyf og annað í þeim dúr. Lífsstíllinn snýst heldur ekki um að vera fullkominn heldur einfaldlega að gera sitt besta.“ Þær Helga María og Júlía Sif segja mjög misjafnt hvað þær borða á jólunum og að þær reyni að breyta svolítið til. „Við höfum til dæmis haft aðkeypta hnetusteik, gert okkar eigin hnetusteik og innbakað oumph. Þá höfum við verið duglegar að „veganæsa“ þetta hefðbundna meðlæti.“ Helga segir þær systur fá mikið af spurningum varðandi lífsstílinn. „Fólk er oft að velta því fyrir sér hvort hægt sé að fá vegan-útgáfur af uppáhaldsmatnum sínum, sem er nánast undantekningarlaust lítið mál.“ En er erfiðara að vera vegan á jólunum en á öðrum árstímum? „Nei, alls ekki. Við borðum alveg jafn mikið af góðum mat og aðrir og jólabaksturinn er þar engin undantekning. Við erum nú þegar komnar með gott safn hinna ýmsu veislu- og hátíðarrétta á bloggið okkar."Innbakað Oumph1 poki pure oumph 1 skallotlaukur 3 hvítlauksrif 2 blöð grænkál 1 tsk. rósmarín 1 dl Oatly-rjómi 1 tsk. gróft sinnep ½ sveppateningur 1 pakki Findus-smjördeig Leyfið oumphinu að þiðna örlítið og skerið í litla bita. Steikið upp úr smá olíu í nokkrar mínútur áður en lauknum, hvítlauknum og niðursöxuðu grænkálinu er bætt saman við. Hellið rjómanum, sinnepinu og sveppakraftinum út á pönnuna. Kryddið með rósmarín, salti og pipar og steikið í 10 mínútur. Leyfið fyllingunni að hitna vel áður en slökkt er undir. Fletjið hverja smjördeigsplötu örlítið út og skerið í tvennt. Leggið smjördeig ofan í hólfin á möffinsskúffunni, látið sirka 2 msk. af fyllingu ofan í og festið hornin saman.Sveppasósa100 g sveppir 1 peli Oatly-rjómi 1 msk. rauðvín ½ sveppateningur salt og pipar 2 msk. hveiti ½ dl vatn Steikið sveppi þar til þeir eru mjúkir. Bætið rjóma, rauðvíni, sveppateningi, salti og pipar út á pönnuna. Sjóðið í 10 til 15 mínútur. Hrærið saman hveiti og vatni í skál þar til engir kekkir eru eftir. Hellið hveitiblöndunni hægt út í á meðan hrært er í sósunni. Leyfið suðunni að koma aftur upp og slökkvið undir.Eplasalat2 epli 1 bolli vínber 50 g valhnetur ½ msk. sykur 1 msk. sítróna 1 ½ dl hreint jógúrt frá Sojade (fæst í Bónus og Hagkaup) ¾ dl vegan mayones (annað hvort keypt úti í búð eða eftir uppskrift á veganistur.is) Skerið eplin, vínberin og valhneturnar í bita.Bætið restinni af hráefnunum út í og hrærið saman.Lakkrístoppar9 msk. aquafaba (kjúklingabaunavatn) 300 g púðursykur 150 g lakkrískurl 150 g suðusúkkulaði Þeytið kjúklingabaunavatnið í hrærivél þar til alveg stíft, eða í u.þ.b. 20 mínútur. Setjið púðursykurinn hægt út í, eina matskeið í einu með hrærivélina á meðalhraða. Þeytið á hæstu stillingu í um 15 mínútur þegar allur púðursykurinn er komin út í. Saxið súkkulaðið og bætið út í ásamt lakkrískurlinu, blandið mjög varlega með sleif. Bakið toppana í 15-17 mínútur við 150°C.Vegan jóla „síld“1 eggaldin ½ rauðlaukur ½ dl sætt sinnep 1 tsk. gróft sinnep 1 msk. sykur 3 msk. matarolía 1 msk. rauðvínsedik 1 dl Oatly-rjómi ½ dl dill Setjið vatn í pott ásamt einni msk. af salti og látið suðuna koma upp. Setið niðurskorið eggaldinið út í þegar suðan er komin upp og sjóðið í 5 mínútur. Hellið vatninu af og leyfið eggaldininu að kólna. Pískið saman sinnepinu, sykrinum, olíunni og edikinu þar til sykurinn leysist upp. Pískið rjómann og dillið saman við og bætið síðast köldu eggaldininu og niðurskornum rauðlauknum út í. Leyfið síldinni að standa í ísskáp í um einn sólarhring.Helga María og Júlía Sif nota eggaldin í staðinn fyrir síld í "jólasíldina."Hægt er að þeyta kjúklingabaunavatn í staðinn fyrir eggjahvítur til að búa til marengs.
Jól Jólafréttir Mest lesið Mömmu Hamborgarhryggur Jól Jóla-aspassúpa Jól Borða með góðri samvisku Jól Prófaði að grilla hamborgarhrygg Jól Skoppa og Skrítla árita jóladagatalið í Kringlunni Jólin Saltpækill gerir kalkúna safaríkari Jól Ekki gleyma að drekka vatn Jól Saga jólasveinsins Jól Aðventukertin Jól Látlaust og stílhreint í ár Jólin