Nýr Proace í ótal útgáfum Finnur Thorlacius skrifar 6. desember 2016 15:15 Toyota Proace var kynntur blaðamönnum í nágrenni Varsjár í Póllandi. Reynsluakstur – Toyota Proace Toyota Proace sendibíllinn hefur þjónað mörgum iðnaðarmanninum hérlendis vel til margra ára. Toyota Proace er nú sem áður hannaður og framleiddur í samstarfi við PSA Peugeot-Citroën og er það til þess gert að spara í kostnaði bæði við þróun og framleiðslu hans. Engu að síður eru bílarnir ekki eins, en þeir fá sinn eigin karakter hjá hverjum og einum framleiðandanum. Nú, með nýrri kynslóð hans kemur bíllinn út í mun fleiri útgáfum en áður og meðal annars 40 cm lengri en lengsta gerð hans áður. Í lengstu gerð bílsins má flytja allt að 3,7 metra langan farangur. Proace kemur nú með fimm gerðir yfirbygginga, þrjár lengdir, val á milli fjögurra og fimm hurða og þrenns konar afturhurða. Þannig ætti hver og einn að finna Proace við sitt hæfi. Proace má ekki bara fá sem sendibíl, heldur einnig sem fólksflutningabíl með 8 eða 9 sæti í lengri gerð eða 6 og 7 sæti í styttri gerð. Fá má þessa bíla í mjög vandaðri VIP-útfærslu. Afar hljóðlátur og 5 akstursstillingar Í Proace má fá bæði 1,6 lítra og 2,0 lítra dísilvélar frá 95 til 180 hestafla og bæði beinskipta og sjálfskipta. Prufaðir voru bílar með öllum gerðum þessara véla og er sá öflugasti skemmtilega sprækur, en hinir vel dugandi til allra þeirra verka sem bíllinn er ætlaður. Athygli vakti strax hvað bíllinn er nú orðinn hljóðlátur og hefur Toyota lagt sig mjög fram við einangrun bílsins, svo eftir er tekið. Bíllinn hefur að auki fengið þykkari rúður og eykur það á góða hljóðvist í bílnum. Annað sem vakti strax mikla athygli er að í einum prufuaksturbílnum var svokallað “head-up-display” þar sem helstu akstursupplýsingum er varpað uppá framrúðuna og er það sélega þægilegur búnaður í svona vinnubílum þar sem ökumenn eiga einmitt að vera með allan hugann við aksturinn. Það þriðja sem vakti auk þessa fljótt athygli ökumanns er að velja má milli 5 mismunandi akstursstillinga, meðal annars fyrir snjó, sem hentar vel hér á landi.Meira pláss og burðargeta Útlitslega hefur orðið skemmtileg framför og framendinn sérstaklega flottur og pínu kubbslegur en í leiðinni sportlegur. Bíllinn verður enn laglegri með sem fólksflutningabíll með rúðum og samsvarar sér einhvernveginn betur, renna tvær afturrúðurnar saman þar sem enginn er listinn milli þeirra og færir það sportlegt yfirbragð yfir bílinn. Þær eru auk þess stórar og mjög gott útsýni út úr bílnum og fá má bílinn með glerþaki sem gerir bílinn en bjartari og eykur á rýmistilfinningu. Í fólksflutningabílnum eru báðar aftari sætisraðirnar á sleðum og því hægt að breyta honum mikið eftir því hve mikil þörf er fyrir farangur. Einnig má taka þær báðar úr með lítilli fyrirhöfn en nota á bílinn fyrir farangursflutning. Í sendibílaútfærslu bar Proace nú 200 kg meira en fyrri gerð bílsins og getur hann nú tekið 1 tonn eða 1,4 tonn og fer það eftir stærð bílsins og vélar. Compact útfærsla Proace getur tekið 2 Euro-pallettur og Medium og Long útfærslurnar geta tekið 3 Euro-pallettur. Minnsti snúningsradíusinn Snúningsradíus Proace er sá minnsti í þessum flokki bíla, eða 11,3 metrar og fannst vel fyrir því hve auðvelt var að snúa honum í reynsluakstrinum. Aksturseiginleikar nýs Proace koma skemmtilega á óvart og hann er miklu liprari en ökumaður átti von á og hann liggur ákaflega vel á lengri leiðum og ekkert mál er að aka honum í þéttri borgarumferð. Þetta er því bíll sem hver sem er getur ekið og þarf engan veginn reyndar sendibílstjóra til að aka honum og í raun lítið öðruvísi en að aka venjulegum fólksbíl. Innrétting bílsins er talsvert flottari en flestir hafa vanist í sendibílum og enginn eftirbátur fólksbílainnréttinga Toyota. Staðalbúnaður í bílnum er mikill og að sama skapi ekkert minni en í fólkbílum. Ný kynslóð Proace er með sparneytnum vélum sem eyða aðeins frá 5,1 lítrum af dísilolíu og menga aðeins frá 133 g/km. Fá má Proace frá 3.990.000 kónum, en um svo margar gerðir er að ræða að hér er ekki rými til að fara út í þá sálma. Gríðarleg jákvæð breyting hefur orðið á Proace milli kynslóða og hér er kominn bíll sem örugglega mun seljast vel hér á landi.Kostir: Margar útgáfur, aksturseiginleikar, sveigjanleiki innanrýmisÓkostir: Litlir hliðarspeglar 1,6 eða 2,0 l. dísilvél, 95-180 hestöfl Framhjóladrif Eyðsla: 5,1 l./100 km í bl. akstri Mengun: 133 g/km CO2 Hröðun: 10,0 sek. Hámarkshraði: 170 km/klst Verð frá: 3.990.000 kr. Umboð: Toyota á ÍslandiFólksflutningaútgáfa Proace er gríðarflottur bíll.Proace er nú til í þremur mismunandi lengdum.Innréttingin í VIP-útga´funni er hrikalega flott.Ekki væsir um ökumann hér.Flytja má allt að 3,7 metra farangur í lengstu gerðinni og 3 Europallettur. Burðargeta hefur einnig aukist um 200 kíló. Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent
Reynsluakstur – Toyota Proace Toyota Proace sendibíllinn hefur þjónað mörgum iðnaðarmanninum hérlendis vel til margra ára. Toyota Proace er nú sem áður hannaður og framleiddur í samstarfi við PSA Peugeot-Citroën og er það til þess gert að spara í kostnaði bæði við þróun og framleiðslu hans. Engu að síður eru bílarnir ekki eins, en þeir fá sinn eigin karakter hjá hverjum og einum framleiðandanum. Nú, með nýrri kynslóð hans kemur bíllinn út í mun fleiri útgáfum en áður og meðal annars 40 cm lengri en lengsta gerð hans áður. Í lengstu gerð bílsins má flytja allt að 3,7 metra langan farangur. Proace kemur nú með fimm gerðir yfirbygginga, þrjár lengdir, val á milli fjögurra og fimm hurða og þrenns konar afturhurða. Þannig ætti hver og einn að finna Proace við sitt hæfi. Proace má ekki bara fá sem sendibíl, heldur einnig sem fólksflutningabíl með 8 eða 9 sæti í lengri gerð eða 6 og 7 sæti í styttri gerð. Fá má þessa bíla í mjög vandaðri VIP-útfærslu. Afar hljóðlátur og 5 akstursstillingar Í Proace má fá bæði 1,6 lítra og 2,0 lítra dísilvélar frá 95 til 180 hestafla og bæði beinskipta og sjálfskipta. Prufaðir voru bílar með öllum gerðum þessara véla og er sá öflugasti skemmtilega sprækur, en hinir vel dugandi til allra þeirra verka sem bíllinn er ætlaður. Athygli vakti strax hvað bíllinn er nú orðinn hljóðlátur og hefur Toyota lagt sig mjög fram við einangrun bílsins, svo eftir er tekið. Bíllinn hefur að auki fengið þykkari rúður og eykur það á góða hljóðvist í bílnum. Annað sem vakti strax mikla athygli er að í einum prufuaksturbílnum var svokallað “head-up-display” þar sem helstu akstursupplýsingum er varpað uppá framrúðuna og er það sélega þægilegur búnaður í svona vinnubílum þar sem ökumenn eiga einmitt að vera með allan hugann við aksturinn. Það þriðja sem vakti auk þessa fljótt athygli ökumanns er að velja má milli 5 mismunandi akstursstillinga, meðal annars fyrir snjó, sem hentar vel hér á landi.Meira pláss og burðargeta Útlitslega hefur orðið skemmtileg framför og framendinn sérstaklega flottur og pínu kubbslegur en í leiðinni sportlegur. Bíllinn verður enn laglegri með sem fólksflutningabíll með rúðum og samsvarar sér einhvernveginn betur, renna tvær afturrúðurnar saman þar sem enginn er listinn milli þeirra og færir það sportlegt yfirbragð yfir bílinn. Þær eru auk þess stórar og mjög gott útsýni út úr bílnum og fá má bílinn með glerþaki sem gerir bílinn en bjartari og eykur á rýmistilfinningu. Í fólksflutningabílnum eru báðar aftari sætisraðirnar á sleðum og því hægt að breyta honum mikið eftir því hve mikil þörf er fyrir farangur. Einnig má taka þær báðar úr með lítilli fyrirhöfn en nota á bílinn fyrir farangursflutning. Í sendibílaútfærslu bar Proace nú 200 kg meira en fyrri gerð bílsins og getur hann nú tekið 1 tonn eða 1,4 tonn og fer það eftir stærð bílsins og vélar. Compact útfærsla Proace getur tekið 2 Euro-pallettur og Medium og Long útfærslurnar geta tekið 3 Euro-pallettur. Minnsti snúningsradíusinn Snúningsradíus Proace er sá minnsti í þessum flokki bíla, eða 11,3 metrar og fannst vel fyrir því hve auðvelt var að snúa honum í reynsluakstrinum. Aksturseiginleikar nýs Proace koma skemmtilega á óvart og hann er miklu liprari en ökumaður átti von á og hann liggur ákaflega vel á lengri leiðum og ekkert mál er að aka honum í þéttri borgarumferð. Þetta er því bíll sem hver sem er getur ekið og þarf engan veginn reyndar sendibílstjóra til að aka honum og í raun lítið öðruvísi en að aka venjulegum fólksbíl. Innrétting bílsins er talsvert flottari en flestir hafa vanist í sendibílum og enginn eftirbátur fólksbílainnréttinga Toyota. Staðalbúnaður í bílnum er mikill og að sama skapi ekkert minni en í fólkbílum. Ný kynslóð Proace er með sparneytnum vélum sem eyða aðeins frá 5,1 lítrum af dísilolíu og menga aðeins frá 133 g/km. Fá má Proace frá 3.990.000 kónum, en um svo margar gerðir er að ræða að hér er ekki rými til að fara út í þá sálma. Gríðarleg jákvæð breyting hefur orðið á Proace milli kynslóða og hér er kominn bíll sem örugglega mun seljast vel hér á landi.Kostir: Margar útgáfur, aksturseiginleikar, sveigjanleiki innanrýmisÓkostir: Litlir hliðarspeglar 1,6 eða 2,0 l. dísilvél, 95-180 hestöfl Framhjóladrif Eyðsla: 5,1 l./100 km í bl. akstri Mengun: 133 g/km CO2 Hröðun: 10,0 sek. Hámarkshraði: 170 km/klst Verð frá: 3.990.000 kr. Umboð: Toyota á ÍslandiFólksflutningaútgáfa Proace er gríðarflottur bíll.Proace er nú til í þremur mismunandi lengdum.Innréttingin í VIP-útga´funni er hrikalega flott.Ekki væsir um ökumann hér.Flytja má allt að 3,7 metra farangur í lengstu gerðinni og 3 Europallettur. Burðargeta hefur einnig aukist um 200 kíló.
Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent