Slegið á frest Kristín Ólafsdóttir skrifar 7. desember 2016 07:00 Desember er genginn í garð, mánuðurinn sem hnýtir rauða og gullbryddaða velúrslaufu aftan á árið. Allur lax er graflax og öll borð eru hlaðborð. Meðlimir Baggalúts snúa aftur á vinnumarkaðinn eftir ellefu mánaða hlé. En desember markar líka lok hins hefðbundna haustmisseris í skólum. Um þessar mundir drjúpa glitrandi svitaperlur af náfölu enni og niður á efri vör skjálfandi námsmanna og samanherpt kló rígheldur um blýantinn og það er próf á morgun og jólin eru ljósár í burtu. Nú í kringum hátíðarnar er þráðurinn því stuttur. Aldrei er jafn grunnt á annarlegum kenndum og löstum mannskepnunnar. Þetta gildir að sjálfsögðu líka um undirritaða. Ég er verst haldin af öllum vanköntum persónu minnar í desember, þegar mest er að gera og tíminn naumastur. Þannig finn ég mér iðulega borð á Þjóðarbókhlöðunni og tólf mandarínum síðar hef ég engu komið í verk. Ég ryð nefnilega frekar öllu á undan mér þangað til ég hef hlaðið ógnarstóran haug af erindum, verkefnum og skyldum sem ógjörningur er að vinna úr á fullnægjandi hátt. Ég geri ekkert fyrr en ég stend með tærnar fram af hengifluginu og hnífsoddinn milli herðablaðanna og skila þá meðalgóðri ritgerð, sem skrifuð er á einum degi í koffínvímu, og fer svo og kaupi stórkostlega vanhugsaða jólagjöf handa mömmu minni vegna þess að það er strax komin Þorláksmessa. Ég veit að ég stend ekki ein í þessari eilífðarglímu við frestunaráráttuna. Við vitum öll að dimmum aðventukvöldum er töluvert betur varið í kleinur og danskan jólabjór en próflestur. Það er nefnilega oftast, á einhvern ótrúlegan hátt, nægur tími til stefnu. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristín Ólafsdóttir Mest lesið Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek Skoðun
Desember er genginn í garð, mánuðurinn sem hnýtir rauða og gullbryddaða velúrslaufu aftan á árið. Allur lax er graflax og öll borð eru hlaðborð. Meðlimir Baggalúts snúa aftur á vinnumarkaðinn eftir ellefu mánaða hlé. En desember markar líka lok hins hefðbundna haustmisseris í skólum. Um þessar mundir drjúpa glitrandi svitaperlur af náfölu enni og niður á efri vör skjálfandi námsmanna og samanherpt kló rígheldur um blýantinn og það er próf á morgun og jólin eru ljósár í burtu. Nú í kringum hátíðarnar er þráðurinn því stuttur. Aldrei er jafn grunnt á annarlegum kenndum og löstum mannskepnunnar. Þetta gildir að sjálfsögðu líka um undirritaða. Ég er verst haldin af öllum vanköntum persónu minnar í desember, þegar mest er að gera og tíminn naumastur. Þannig finn ég mér iðulega borð á Þjóðarbókhlöðunni og tólf mandarínum síðar hef ég engu komið í verk. Ég ryð nefnilega frekar öllu á undan mér þangað til ég hef hlaðið ógnarstóran haug af erindum, verkefnum og skyldum sem ógjörningur er að vinna úr á fullnægjandi hátt. Ég geri ekkert fyrr en ég stend með tærnar fram af hengifluginu og hnífsoddinn milli herðablaðanna og skila þá meðalgóðri ritgerð, sem skrifuð er á einum degi í koffínvímu, og fer svo og kaupi stórkostlega vanhugsaða jólagjöf handa mömmu minni vegna þess að það er strax komin Þorláksmessa. Ég veit að ég stend ekki ein í þessari eilífðarglímu við frestunaráráttuna. Við vitum öll að dimmum aðventukvöldum er töluvert betur varið í kleinur og danskan jólabjór en próflestur. Það er nefnilega oftast, á einhvern ótrúlegan hátt, nægur tími til stefnu. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun