220 Bugatti Chiron seldir Finnur Thorlacius skrifar 7. desember 2016 16:46 Bugatti Chiron. Þó Bugatti hafi aðeins afhent eitt eintak af þessum 1.500 hestafla kraftaköggli þá eru nú komnar 220 pantanir í bílinn þó svo Bugatti hafi aðeins kynnt hann í fjórum löndum, þ.e. Japan, Bandaríkjunum, Þýskalandi og Frakklandi. Hjá Bugatti stendur einungis til að framleiða 500 Chiron bíla, en það gæti hæglega breyst vegna þeirrar miklu eftispurnar sem greinilega er eftir bílnum. Bugatti hefur þegar ákveðið að auka framleiðslu hans á næsta ári en samt verða ekki framleidd nema 65 eintök. Því er biðlistinn samkvæmt þeim framkvæmdahraða orðinn 3 ár. Fyrsti og eini kaupandinn sem hefur fengið bíl sinn afgreiddan er forríkur Bugatti bílasafnari í Saudi Arabíu. Meiningin hjá Bugatti var að efna til prófana á bílnum fyrir áhugasama kaupendur og sjá til eftir það hvað margar pantanir myndu berast, en þeir eru eins og áður sagði orðnar 220 þó svo enginn þeirra hafi fengið að reyna bílinn. Bugatti mun afgreiða bílana eftir því hvort kaupendurnir eigi Bugatti bíl eða bíla áður og þeir sem eiga marga fá fyrst afgreidda sína bíla. Bugatti metur nefnilega trygga kaupendur sína mikið og vilja halda trausti við þá umfram aðra. Bugatti vinnur nú að smíði nokkurra Chiron bíla og eigendur þeirra fá þá afgreidda í byrjun næsta árs en svo stendur til að framleiða aðeins 5 bíla á hverjum mánuði. Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Donald Trump forseti á nýjan leik Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Erlent Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Erlent Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Erlent Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Erlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent
Þó Bugatti hafi aðeins afhent eitt eintak af þessum 1.500 hestafla kraftaköggli þá eru nú komnar 220 pantanir í bílinn þó svo Bugatti hafi aðeins kynnt hann í fjórum löndum, þ.e. Japan, Bandaríkjunum, Þýskalandi og Frakklandi. Hjá Bugatti stendur einungis til að framleiða 500 Chiron bíla, en það gæti hæglega breyst vegna þeirrar miklu eftispurnar sem greinilega er eftir bílnum. Bugatti hefur þegar ákveðið að auka framleiðslu hans á næsta ári en samt verða ekki framleidd nema 65 eintök. Því er biðlistinn samkvæmt þeim framkvæmdahraða orðinn 3 ár. Fyrsti og eini kaupandinn sem hefur fengið bíl sinn afgreiddan er forríkur Bugatti bílasafnari í Saudi Arabíu. Meiningin hjá Bugatti var að efna til prófana á bílnum fyrir áhugasama kaupendur og sjá til eftir það hvað margar pantanir myndu berast, en þeir eru eins og áður sagði orðnar 220 þó svo enginn þeirra hafi fengið að reyna bílinn. Bugatti mun afgreiða bílana eftir því hvort kaupendurnir eigi Bugatti bíl eða bíla áður og þeir sem eiga marga fá fyrst afgreidda sína bíla. Bugatti metur nefnilega trygga kaupendur sína mikið og vilja halda trausti við þá umfram aðra. Bugatti vinnur nú að smíði nokkurra Chiron bíla og eigendur þeirra fá þá afgreidda í byrjun næsta árs en svo stendur til að framleiða aðeins 5 bíla á hverjum mánuði.
Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Donald Trump forseti á nýjan leik Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Erlent Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Erlent Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Erlent Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Erlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent