Stór plön hjá Opel Finnur Thorlacius skrifar 8. desember 2016 09:26 Ný kynslóð Opel Insignia sem kynnt verður bráðlega. Þær fréttir berast frá Opel að fyrirtækið haldi áfram að slá ný sölumet á Evrópumarkaði og hafi strax í október náð milljón bíla sölumarkmiðum sínum, mun fyrr en áætlanir höfðu gert ráð fyrir. „Þessar tölur sýna að nýju módelin okkar eru að hrífa fólk með sér og við ætlum okkur enn stærri hluti á næsta ári með plani sem gengur undir heitinu „7 / 17“. Þar er gert ráð fyrir að 2017 verði það stærsta í sögu Opel, með frumsýningum á 7 nýjum bílum af öllum gerðum. Opel mun þar með auka sýnileika sinn til muna á markaðnum og gefa Opel unnendum fleiri spennandi kosti að velja úr,“ segir Peter Christian Küspert,aðstoðarforstjóri sölusviðs Opel. Eins og fyrirtækið hefur greint frá áður stendur nú yfir metnaðarfull sóknaráætlun hjá Opel, sem gerir ráð fyrir að kynntar verði til sögunnar 29 ný bílamódel á árunum 2016 til 2020. Hluti af umræddri áætlun er „7/17“ planið fyrir 2017. Á því ári mun hæst bera markaðssetning á tímamóta rafbílnum Ampera-e. Þá hefur Opel líka boðað frumsýningu á annarri kynslóð af Insignia, flaggskipi Opel, sem fengið hefur nafnið Insignia Grand Sport. Eins liggur fyrir að Opel ætlar sér stórt hlutverk í hinum hraðvaxandi smájeppaflokki og mun kynna spennandi nýjungar á þeim vettvangi innan tíðar. Stjórnendur Opel bera miklar væntingar til komandi árs og byggja það á þeim frábæru sölutölum sem fram hafa komið. Þær eru leiddar af nýjasta verðlaunagripnum, Opel Astra, sem hlaut titilinn „2016 Car of the Year“. Þá vekur líka athygli þær góðu viðtökur sem sportjeppinn Mokka X hefur fengið í Evrópu, þrátt fyrir að hafa aðeins verið fáanlegur í nokkra mánuði. Þegar á heildina er litið má segja að framtíðin sé skínandi björt hjá Opel, því bæði er um aukningu á sölu og stækkun á markaðshlutdeild að ræða á þessu ári. Allt stefnir því í að 2016 verði það besta hjá Opel frá árinu 2011. Þetta gerist þrátt fyrir að fyrirtækið hafi dregið sig alfarið út af Rússlandsmarkaði. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent
Þær fréttir berast frá Opel að fyrirtækið haldi áfram að slá ný sölumet á Evrópumarkaði og hafi strax í október náð milljón bíla sölumarkmiðum sínum, mun fyrr en áætlanir höfðu gert ráð fyrir. „Þessar tölur sýna að nýju módelin okkar eru að hrífa fólk með sér og við ætlum okkur enn stærri hluti á næsta ári með plani sem gengur undir heitinu „7 / 17“. Þar er gert ráð fyrir að 2017 verði það stærsta í sögu Opel, með frumsýningum á 7 nýjum bílum af öllum gerðum. Opel mun þar með auka sýnileika sinn til muna á markaðnum og gefa Opel unnendum fleiri spennandi kosti að velja úr,“ segir Peter Christian Küspert,aðstoðarforstjóri sölusviðs Opel. Eins og fyrirtækið hefur greint frá áður stendur nú yfir metnaðarfull sóknaráætlun hjá Opel, sem gerir ráð fyrir að kynntar verði til sögunnar 29 ný bílamódel á árunum 2016 til 2020. Hluti af umræddri áætlun er „7/17“ planið fyrir 2017. Á því ári mun hæst bera markaðssetning á tímamóta rafbílnum Ampera-e. Þá hefur Opel líka boðað frumsýningu á annarri kynslóð af Insignia, flaggskipi Opel, sem fengið hefur nafnið Insignia Grand Sport. Eins liggur fyrir að Opel ætlar sér stórt hlutverk í hinum hraðvaxandi smájeppaflokki og mun kynna spennandi nýjungar á þeim vettvangi innan tíðar. Stjórnendur Opel bera miklar væntingar til komandi árs og byggja það á þeim frábæru sölutölum sem fram hafa komið. Þær eru leiddar af nýjasta verðlaunagripnum, Opel Astra, sem hlaut titilinn „2016 Car of the Year“. Þá vekur líka athygli þær góðu viðtökur sem sportjeppinn Mokka X hefur fengið í Evrópu, þrátt fyrir að hafa aðeins verið fáanlegur í nokkra mánuði. Þegar á heildina er litið má segja að framtíðin sé skínandi björt hjá Opel, því bæði er um aukningu á sölu og stækkun á markaðshlutdeild að ræða á þessu ári. Allt stefnir því í að 2016 verði það besta hjá Opel frá árinu 2011. Þetta gerist þrátt fyrir að fyrirtækið hafi dregið sig alfarið út af Rússlandsmarkaði.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent