Magnað ár í lífi Beyoncé gert upp Ritstjórn skrifar 8. desember 2016 12:30 Það var nóg að gera hjá Beyoncé á árinu. Myndir/Getty Að líta yfir ár í lífi Beyoncé lætur mann svo sannarlega fá grófa minnimáttarkennd. Queen B er búin að afreka hvert stórverkið á fætur öðru á þessu ári og hún er hvergi nærri hætt. Í fyrra dag var hún tilnefnd til níu Grammy verðlauna fyrir nýjustu plötuna sína, Lemonade, en það eru flestar tilnefningar allra þetta árið. Hér fyrir neðan förum við yfir allt það helsta sem Beyoncé er búin að vera að bardúsa á árinu sem fer senn að ljúka. Uppúr þurru gefur Beyoncé út smáskífuna Formation sem slær samstundis í gegn. Þetta er fyrsta nýja tónlist frá söngkonunni frá því að hún gaf út myndrænu plötuna Beyoncé árið 2013. Formation vekur talsverða athygli fyrir skilaboðin sem það sendir en í laginu eru ýmisleg pólitísk skilaboð um réttindi svartra, þá sérstaklega svartra kvenna, í Bandaríkjunum.Daginn eftir að Formation kemur út kemur okkar kona óvænt fram á Superbowl ásamt Coldplay og Bruno Mars. Hún neglir þá frammistöðu eins og allt annað. Árið 2013 var hún með sína eigin sýningu í hálfleik á Superbowl. Beyoncé gefur út sína eigin fatalínu í samstarfi við Topshop. Línan ber heitið Ivy Park í höfuðið á Blue Ivy, dóttur hennar. Um er að ræða línu af íþróttafötum sem hafa slegið í gegn. Platan Lemonade kemur út ásamt klukkutímalangri kvikmynd sem gefin er út á HBO. Nánast strax í kjölfarið fer Beyoncé á tónleikaferðalag um Norður-Ameríku og svo Evrópu. Lemonade er talin vera ein besta plata ársins en rauði þráðurinn í lögunum snýst um framhjáhald og svo fyrirgefningu í lokin.Beyoncé lætur sig ekki vanta á Met Gala í New York í byrjun maí. Þar mætti hún í sérsaumaðan latex Givenchy kjól. Athygli vakti að eiginmaður hennar, Jay-Z, var ekki með henni á galakvöldinu. Drottningin er heiðruð á CFDA tískuverðlaununum í New York sem tísku "icon". Það er óhætt að segja að hún sé vel að verðlaununum komin. Á VMA hátíðinni í ágúst vann okkar kona hvorki meira né minna en átta verðlaun fyrir Lemonade. Beyoncé mætti á hátíðina ásamt Blue Ivy, dóttur sinni, og flutti nokkur lög af plötunni frægu. Fjórum dögum fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum komu hún og Jay-Z fram á tónleikum til þess að styðja við bakið á forsetaframbjóðandanum Hillary Clinton í Ohio. Fréttir ársins 2016 Mest lesið Óþekkjanleg Blake Lively í nýju hlutverki Glamour Lena Dunham og America Ferrera gerðu grín að Trump Glamour Sjónvarpsmynd um líf Britney Spears í vinnslu Glamour Að verða móðir gjörbreytir lífinu og sjálfsmyndinni Glamour Nordstrom hættir að selja vörur Ivanka Trump Glamour Röndótt vor hjá Lanvin Glamour Phoebe Philo kveður Céline Glamour Lily-Rose Depp landar forsíðu Vogue Glamour Fyrstu myndir frá Arket, nýjustu verslun H&M samsteypunnar Glamour Eftirminnilegir kjólar árið 2017 Glamour
Að líta yfir ár í lífi Beyoncé lætur mann svo sannarlega fá grófa minnimáttarkennd. Queen B er búin að afreka hvert stórverkið á fætur öðru á þessu ári og hún er hvergi nærri hætt. Í fyrra dag var hún tilnefnd til níu Grammy verðlauna fyrir nýjustu plötuna sína, Lemonade, en það eru flestar tilnefningar allra þetta árið. Hér fyrir neðan förum við yfir allt það helsta sem Beyoncé er búin að vera að bardúsa á árinu sem fer senn að ljúka. Uppúr þurru gefur Beyoncé út smáskífuna Formation sem slær samstundis í gegn. Þetta er fyrsta nýja tónlist frá söngkonunni frá því að hún gaf út myndrænu plötuna Beyoncé árið 2013. Formation vekur talsverða athygli fyrir skilaboðin sem það sendir en í laginu eru ýmisleg pólitísk skilaboð um réttindi svartra, þá sérstaklega svartra kvenna, í Bandaríkjunum.Daginn eftir að Formation kemur út kemur okkar kona óvænt fram á Superbowl ásamt Coldplay og Bruno Mars. Hún neglir þá frammistöðu eins og allt annað. Árið 2013 var hún með sína eigin sýningu í hálfleik á Superbowl. Beyoncé gefur út sína eigin fatalínu í samstarfi við Topshop. Línan ber heitið Ivy Park í höfuðið á Blue Ivy, dóttur hennar. Um er að ræða línu af íþróttafötum sem hafa slegið í gegn. Platan Lemonade kemur út ásamt klukkutímalangri kvikmynd sem gefin er út á HBO. Nánast strax í kjölfarið fer Beyoncé á tónleikaferðalag um Norður-Ameríku og svo Evrópu. Lemonade er talin vera ein besta plata ársins en rauði þráðurinn í lögunum snýst um framhjáhald og svo fyrirgefningu í lokin.Beyoncé lætur sig ekki vanta á Met Gala í New York í byrjun maí. Þar mætti hún í sérsaumaðan latex Givenchy kjól. Athygli vakti að eiginmaður hennar, Jay-Z, var ekki með henni á galakvöldinu. Drottningin er heiðruð á CFDA tískuverðlaununum í New York sem tísku "icon". Það er óhætt að segja að hún sé vel að verðlaununum komin. Á VMA hátíðinni í ágúst vann okkar kona hvorki meira né minna en átta verðlaun fyrir Lemonade. Beyoncé mætti á hátíðina ásamt Blue Ivy, dóttur sinni, og flutti nokkur lög af plötunni frægu. Fjórum dögum fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum komu hún og Jay-Z fram á tónleikum til þess að styðja við bakið á forsetaframbjóðandanum Hillary Clinton í Ohio.
Fréttir ársins 2016 Mest lesið Óþekkjanleg Blake Lively í nýju hlutverki Glamour Lena Dunham og America Ferrera gerðu grín að Trump Glamour Sjónvarpsmynd um líf Britney Spears í vinnslu Glamour Að verða móðir gjörbreytir lífinu og sjálfsmyndinni Glamour Nordstrom hættir að selja vörur Ivanka Trump Glamour Röndótt vor hjá Lanvin Glamour Phoebe Philo kveður Céline Glamour Lily-Rose Depp landar forsíðu Vogue Glamour Fyrstu myndir frá Arket, nýjustu verslun H&M samsteypunnar Glamour Eftirminnilegir kjólar árið 2017 Glamour