Benz íhugar að draga dísilbíla af markaði í Bandaríkjunum Finnur Thorlacius skrifar 9. desember 2016 09:50 Mercedes Benz S-Class með dísilvél. Dísilbílar seljast ekki ýkja vel eftir dísilvélasvindl Volkswagen, sem reyndar fleiri bílframleiðendur gætu verið sekir um. Bandaríkjamenn voru reyndar ekki ýkja hrifnir af dísilknúnum bílum fyrir það, en nú er svo komið að flestir bílaframleiðendur þurfa að hugsa sig vandlega um áður en þeir reyna að selja þá þar. Einn þeirra er Mercedes Benz og er fyrirtækið að láta gera könnun í Bandaríkjunum um eftirspurn eftir dísilbílum þar. Hún gæti leitt í ljós að það taki því einfaldlega ekki að reyna að selja þá þar í landi, en Benz viðurkennir að það sé bæði kostnaðarsamt og mikil fyrirhöfn að reyna að sannfæra Bandaríkjamenn um kosti dísilbíla. Því gæti sú staða brátt komið upp að Benz dragi allar þá bíla sem þeir hafa hingað til boðið með dísilvélum frá Bandaríkjunum. Fleiri bílaframleiðendur gætu þá fylgt í kjölfarið. Hlutfall dísilbíla af öllum nýjum seldum bílum hefur lækkað nokkuð um allan heim frá dísilvélasvindli Volkswagen og fleiri bílaframleiðenda og ef Bandaríkin svo til hverfa sem markaðssvæði fyrir þá er hætt við því að hlutfallið muni minnka mjög hratt á næstunni. Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Donald Trump forseti á nýjan leik Erlent Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Erlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Innlent Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Erlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Innlent
Dísilbílar seljast ekki ýkja vel eftir dísilvélasvindl Volkswagen, sem reyndar fleiri bílframleiðendur gætu verið sekir um. Bandaríkjamenn voru reyndar ekki ýkja hrifnir af dísilknúnum bílum fyrir það, en nú er svo komið að flestir bílaframleiðendur þurfa að hugsa sig vandlega um áður en þeir reyna að selja þá þar. Einn þeirra er Mercedes Benz og er fyrirtækið að láta gera könnun í Bandaríkjunum um eftirspurn eftir dísilbílum þar. Hún gæti leitt í ljós að það taki því einfaldlega ekki að reyna að selja þá þar í landi, en Benz viðurkennir að það sé bæði kostnaðarsamt og mikil fyrirhöfn að reyna að sannfæra Bandaríkjamenn um kosti dísilbíla. Því gæti sú staða brátt komið upp að Benz dragi allar þá bíla sem þeir hafa hingað til boðið með dísilvélum frá Bandaríkjunum. Fleiri bílaframleiðendur gætu þá fylgt í kjölfarið. Hlutfall dísilbíla af öllum nýjum seldum bílum hefur lækkað nokkuð um allan heim frá dísilvélasvindli Volkswagen og fleiri bílaframleiðenda og ef Bandaríkin svo til hverfa sem markaðssvæði fyrir þá er hætt við því að hlutfallið muni minnka mjög hratt á næstunni.
Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Donald Trump forseti á nýjan leik Erlent Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Erlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Innlent Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Erlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Innlent