Grænt ljós á þýska innheimtu veggjalda af útlendingum Finnur Thorlacius skrifar 9. desember 2016 10:54 Þýsk hraðbraut. Það hefur komið mörgum á óvart að Evrópusambandið virðist nú hafa samþykkt fyrirætlanir þýskra stjórnvalda um að innheimta veggjöld (Pkw-Maut) af erlendum fólksbílum sem aka á þýsku hraðbrautunum. Veggjöld verða ekki innheimt af bílum sem skráðir eru í Þýskalandi. Þetta er alger viðsnúningur, því áður hafði ES hafnað veggjaldahugmyndinni. Mörg evrópsk systurfélög FÍB hafa mótmælt þessari fyrirhuguðu innheimtu harðlega og hið hollenska ANWB hefur tilkynnt að það muni höfða mál fyrir Evrópudómstólnum til að þess að fá henni hnekkt. Í henni felist mismunun sem hætt sé við að muni breiðast út til fleiri ES-ríkja, fái hún að standa. Hið undarlega er að fyrst eftir að hugmyndin um vegatollainnheimtu af útlendingum kom upp í Þýskalandi fyrir tveimur árum, hafnaði Evrópusambandið henni með þeim rökum að hún væri ólögleg og hún mismunaði fólki eftir þjóðerni. Nú hefur greinilega orðið alger viðsnúningur því að þýskir miðlar, þar á meðal Süddeutsche Zeitung, greina frá því að samgöngumálakommissar ES; Violeta Bulc hafi í síðustu viku átt fund með Alexander Dobrindt samgönguráðherra Þýskalands og gefið vegaskattshugmyndinni á fólksbíla (Pkw Maut) grænt ljós Evrópusambandsins gegn því að skattfénu yrði varið til uppbyggingar vegakerfisins. Samkvæmt þessu virðist sem málið verði senn að veruleika og veggjöldin verði sótt með því að selja tölvulesanlega aðgöngumiða eða ,,vinjettur“ til að líma í framrúður erlendra bíla. Gildistími miðanna verður frá 10 dögum upp í allt að eitt ár og verðið fer eftir útblástursgildi bílsins samkvæmt gerðarviðurkenningunni. Fréttin birtist fyrst á vef FÍB. Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Erlent
Það hefur komið mörgum á óvart að Evrópusambandið virðist nú hafa samþykkt fyrirætlanir þýskra stjórnvalda um að innheimta veggjöld (Pkw-Maut) af erlendum fólksbílum sem aka á þýsku hraðbrautunum. Veggjöld verða ekki innheimt af bílum sem skráðir eru í Þýskalandi. Þetta er alger viðsnúningur, því áður hafði ES hafnað veggjaldahugmyndinni. Mörg evrópsk systurfélög FÍB hafa mótmælt þessari fyrirhuguðu innheimtu harðlega og hið hollenska ANWB hefur tilkynnt að það muni höfða mál fyrir Evrópudómstólnum til að þess að fá henni hnekkt. Í henni felist mismunun sem hætt sé við að muni breiðast út til fleiri ES-ríkja, fái hún að standa. Hið undarlega er að fyrst eftir að hugmyndin um vegatollainnheimtu af útlendingum kom upp í Þýskalandi fyrir tveimur árum, hafnaði Evrópusambandið henni með þeim rökum að hún væri ólögleg og hún mismunaði fólki eftir þjóðerni. Nú hefur greinilega orðið alger viðsnúningur því að þýskir miðlar, þar á meðal Süddeutsche Zeitung, greina frá því að samgöngumálakommissar ES; Violeta Bulc hafi í síðustu viku átt fund með Alexander Dobrindt samgönguráðherra Þýskalands og gefið vegaskattshugmyndinni á fólksbíla (Pkw Maut) grænt ljós Evrópusambandsins gegn því að skattfénu yrði varið til uppbyggingar vegakerfisins. Samkvæmt þessu virðist sem málið verði senn að veruleika og veggjöldin verði sótt með því að selja tölvulesanlega aðgöngumiða eða ,,vinjettur“ til að líma í framrúður erlendra bíla. Gildistími miðanna verður frá 10 dögum upp í allt að eitt ár og verðið fer eftir útblástursgildi bílsins samkvæmt gerðarviðurkenningunni. Fréttin birtist fyrst á vef FÍB.
Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Erlent