Jól

Jóla­daga­tal Hurða­skellis og Skjóðu - 10. desember

Systkinin Hurðaskellir og Skjóða ætla að föndra eitthvað skemmtilegt á hverjum einasta degi fram að jólum. 

Skjóða er að vísu með tíu tröllaputta og Hurðaskellir er algjör jólasveinn en þau hafa ótrúlega gaman að því að föndra og láta því ekki ónákvæmni eða brussugang á sig fá. Um leið og þau föndra kenna þau öðrum að gera jólaskraut, piparkökuhús, jólakort og fleira sniðugt.

Hurðaskellir er hálfgerður galdrakarl, hann kann að spá í bolla. Hann veit næstum því allt um Skjóðu og hrífur hana með sér í dularfulla heima. Hún ákveður að beita sínum spádómsgáfum líka og býr til gogg sem spáir því hvað þú færð í jólagjöf. Horfðu á þáttinn og þá getur þú líka séð inn í framtíðina. Blaðið sem þú þarft að prenta út er hægt að finna inni á jolasveinar.is.

Frekari upplýsingar má finna á Facebook-síðu jólasveinanna.



×