Þennan völdu konur bestan Finnur Thorlacius skrifar 21. nóvember 2016 14:10 Jaguar F-Pace. Á hverju ári velja bílablaðakonur um allan heim bíl sem þeim finnst skara framúr. Í dómnefndinni eru 17 konur frá 14 löndum og þetta árið völdu þær Jaguar F-Pace jeppann sem sinn uppáhalds bíl. Margir bílablaðamenn af báðum kynjum mæra þennan bíl fyrir frábæra aksturseiginleika, öflugar vélar og frábært innanrými, en það sem skipti líklega mestu máli fyrir dómnefndina að þessu sinni er ytra útlit hans, sem virðist höfða sérstaklega vel til kvenna. F-Pace jeppinn var einnig valinn besti jeppinn í þessari kosningu kvenbílablaðamanna. Þessi fyrsti jeppi Jaguar er að færa nýjan kaupendahóp til breska bílaframleiðandans og hefur hann selst einkar vel frá útkomu hans fyrr í ár. Hann má fá með allt að 380 hestafla vél og er hann með henni aðeins 5,5 sekúndur í hundraðið. Í fyrra valdi þessi sama dómnefnd Volvo XC90 jeppann sem besta bílinn og líka sem besta jeppann og því virðist sem jeppar eigi sérlega vel uppá pallborðið hjá konum um þessar mundir. Valið stóð alls á milli 294 bílgerða og komust 32 þeirra í úrslitavalið. Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent
Á hverju ári velja bílablaðakonur um allan heim bíl sem þeim finnst skara framúr. Í dómnefndinni eru 17 konur frá 14 löndum og þetta árið völdu þær Jaguar F-Pace jeppann sem sinn uppáhalds bíl. Margir bílablaðamenn af báðum kynjum mæra þennan bíl fyrir frábæra aksturseiginleika, öflugar vélar og frábært innanrými, en það sem skipti líklega mestu máli fyrir dómnefndina að þessu sinni er ytra útlit hans, sem virðist höfða sérstaklega vel til kvenna. F-Pace jeppinn var einnig valinn besti jeppinn í þessari kosningu kvenbílablaðamanna. Þessi fyrsti jeppi Jaguar er að færa nýjan kaupendahóp til breska bílaframleiðandans og hefur hann selst einkar vel frá útkomu hans fyrr í ár. Hann má fá með allt að 380 hestafla vél og er hann með henni aðeins 5,5 sekúndur í hundraðið. Í fyrra valdi þessi sama dómnefnd Volvo XC90 jeppann sem besta bílinn og líka sem besta jeppann og því virðist sem jeppar eigi sérlega vel uppá pallborðið hjá konum um þessar mundir. Valið stóð alls á milli 294 bílgerða og komust 32 þeirra í úrslitavalið.
Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent