Dansblær sögunnar Kara Hergils Valdimarsdóttir skrifar 23. nóvember 2016 10:30 Katrín Gunnarsdóttir danshöfundur og eini dansari verksins Shades of History sem er sýnt Tjarnarbíói. Visir/Eyþór Dans Shades of History Höfundur og dansari: Katrín Gunnarsdóttir Leikmynd og búningur: Eva Signý Berger Ljósahönnun: Magnús Arnar Sigurðarson Hljóð: Baldvin Þór Magnússon Dramatúrgísk ráðgjöf: Alexander Roberts og Ásgerður G. Gunnarsdóttir Aðstoðardanshöfundur: Védís Kjartansdóttir Dansverk Katrínar, Shades of History sem nú er sýnt í Tjarnarbíói, er framhald af verki hennar, sem hún sýndi í fyrra undir heitinu Saving History. Þar leitaði Katrín að uppruna sínum í dansi og fjallaði um hvað hefur mótað stíl hennar og haft áhrif á hana sem dansara og danshöfund. Hvernig verður líkamsminnið til, líkamsminnið sem er einstakt fyrir hana – þróast en gleymist seint? Í Shades of History tekur Katrín okkur í gegnum danssögu sína með einni heilsteyptri kóreógrafíu. Ekki er hægt að sjá hvar upphaf og endir hverrar hreyfingar varð til í hennar líkamsminni heldur einungis hvað hefur setið eftir í þeim orðaforða sem hún nýtir sér í dag. Katrín fer með okkur í tímaflakk þar sem hún hoppar á milli tímabila með okkur. Þetta gerir hún í sviðsmynd sem hæfir verkinu einstaklega vel! Sviðsmyndin er hringlaga spegill sem Katrín dansar ofan á – þannig fær maður bæði spegilmynd hennar eða endurspeglun á hennar fyrra sjálfi – henni eins og dansarinn sem hún var og þróaðist í. Hún sýnir okkar líkamsminnin sín, hvert af öðru. Svo notar hún hringinn sem ferðalag og spólar þannig með okkur í gegnum tíma. Spegillinn er samansettur með hringlaga röndum – svo sviðsmyndin líkist voldugum tjástofni með árhringjum, einn hringur fyrir hvert tímaskeið. Allir þættir verksins unnu vel saman. Sviðsmynd og hugmynd var unnið í einni dramatúrgíu sem gefur verkinu þétta heild og gefur áhorfandanum rými til að túlka verkið frá mörgum hliðum. Hljóðmynd verksins er sama sem engin – sem er virkilega krefjandi fyrir áhorfandann. En hreyfingarnar eru með þeim hætti að þær láta áhorfandann ekki friði, þær krefjast athygli. Hvergi dettur takturinn niður, þvert á móti. Þessi heilsteypta framvinda gefur tilfinningu fyrir framvindu tímans sem ekkert fær stöðvað. Ekkert fær heldur stöðvað hreyfingarnar á sviðinu og tíminn einn er fær um að veita möguleika á aukinni færni í líkamsmálinu. Með þessum góða takti í kóreógrafíunni fer að myndast náttúruleg hljóðmynd líkamans. Andardráttur flytjandans verður það eina sem heyrist í rýminu og með takti hreyfinganna myndast þessi náttúrulega hljóðmynd verksins. Sem með ótrúlegu næmi var ýtt undir á nokkrum stöðum en þó svo undurlétt að auðvelt var fyrir áhorfandann að vefengja að hann heyrði hljómfallið í raun. Lýsing verksins var ótrúlega vel unnin og falleg í einfaldleika sínum. Hvergi mátti sjá afgerandi skiptingar í lýsingu sem var þó skemmtilega fjölbreytt og fylgdi vel framþróun verksins. Á einum tímapunkti mynduðust til dæmis skuggar flytjandans á hvítt tjald fyrir aftan sviðið. Skuggarnir voru í mismunandi stærðum og misnálægt manni í upplifun. Það er aftur skýr tenging inn í brú verksins þar sem maður sér einhvers konar hliðarsjálf flytjandans – eða minningar um það sem hinn sami líkami hefur gert áður. Verkið var í mjög hæfilegri lengd og tók áhorfandann með sér nánast inn í draumleiðslu þó svo að einnig hafi verið mikið til að meðtaka.Niðurstaða: Öll framsetningin var eins og góður konfektmoli sem búið var að nostra við.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 23. nóvember. Leikhús Menning Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Dans Shades of History Höfundur og dansari: Katrín Gunnarsdóttir Leikmynd og búningur: Eva Signý Berger Ljósahönnun: Magnús Arnar Sigurðarson Hljóð: Baldvin Þór Magnússon Dramatúrgísk ráðgjöf: Alexander Roberts og Ásgerður G. Gunnarsdóttir Aðstoðardanshöfundur: Védís Kjartansdóttir Dansverk Katrínar, Shades of History sem nú er sýnt í Tjarnarbíói, er framhald af verki hennar, sem hún sýndi í fyrra undir heitinu Saving History. Þar leitaði Katrín að uppruna sínum í dansi og fjallaði um hvað hefur mótað stíl hennar og haft áhrif á hana sem dansara og danshöfund. Hvernig verður líkamsminnið til, líkamsminnið sem er einstakt fyrir hana – þróast en gleymist seint? Í Shades of History tekur Katrín okkur í gegnum danssögu sína með einni heilsteyptri kóreógrafíu. Ekki er hægt að sjá hvar upphaf og endir hverrar hreyfingar varð til í hennar líkamsminni heldur einungis hvað hefur setið eftir í þeim orðaforða sem hún nýtir sér í dag. Katrín fer með okkur í tímaflakk þar sem hún hoppar á milli tímabila með okkur. Þetta gerir hún í sviðsmynd sem hæfir verkinu einstaklega vel! Sviðsmyndin er hringlaga spegill sem Katrín dansar ofan á – þannig fær maður bæði spegilmynd hennar eða endurspeglun á hennar fyrra sjálfi – henni eins og dansarinn sem hún var og þróaðist í. Hún sýnir okkar líkamsminnin sín, hvert af öðru. Svo notar hún hringinn sem ferðalag og spólar þannig með okkur í gegnum tíma. Spegillinn er samansettur með hringlaga röndum – svo sviðsmyndin líkist voldugum tjástofni með árhringjum, einn hringur fyrir hvert tímaskeið. Allir þættir verksins unnu vel saman. Sviðsmynd og hugmynd var unnið í einni dramatúrgíu sem gefur verkinu þétta heild og gefur áhorfandanum rými til að túlka verkið frá mörgum hliðum. Hljóðmynd verksins er sama sem engin – sem er virkilega krefjandi fyrir áhorfandann. En hreyfingarnar eru með þeim hætti að þær láta áhorfandann ekki friði, þær krefjast athygli. Hvergi dettur takturinn niður, þvert á móti. Þessi heilsteypta framvinda gefur tilfinningu fyrir framvindu tímans sem ekkert fær stöðvað. Ekkert fær heldur stöðvað hreyfingarnar á sviðinu og tíminn einn er fær um að veita möguleika á aukinni færni í líkamsmálinu. Með þessum góða takti í kóreógrafíunni fer að myndast náttúruleg hljóðmynd líkamans. Andardráttur flytjandans verður það eina sem heyrist í rýminu og með takti hreyfinganna myndast þessi náttúrulega hljóðmynd verksins. Sem með ótrúlegu næmi var ýtt undir á nokkrum stöðum en þó svo undurlétt að auðvelt var fyrir áhorfandann að vefengja að hann heyrði hljómfallið í raun. Lýsing verksins var ótrúlega vel unnin og falleg í einfaldleika sínum. Hvergi mátti sjá afgerandi skiptingar í lýsingu sem var þó skemmtilega fjölbreytt og fylgdi vel framþróun verksins. Á einum tímapunkti mynduðust til dæmis skuggar flytjandans á hvítt tjald fyrir aftan sviðið. Skuggarnir voru í mismunandi stærðum og misnálægt manni í upplifun. Það er aftur skýr tenging inn í brú verksins þar sem maður sér einhvers konar hliðarsjálf flytjandans – eða minningar um það sem hinn sami líkami hefur gert áður. Verkið var í mjög hæfilegri lengd og tók áhorfandann með sér nánast inn í draumleiðslu þó svo að einnig hafi verið mikið til að meðtaka.Niðurstaða: Öll framsetningin var eins og góður konfektmoli sem búið var að nostra við.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 23. nóvember.
Leikhús Menning Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira