Lítil sýning með stórt hjarta Sigríður Jónsdóttir skrifar 24. nóvember 2016 11:00 Björn Ingi Hilmarsson og Oddur Júlíussson hafa verið á ferð um landið með Lofthrædda örninn Örvar sem er nú lentur í Þjóðleikhúsinu. Leikhús Lofthræddi örninn Örvar Höfundur: Lars Klinting Þjóðleikhúsið – Kúlan Leikgerð: Peter Engkvist og Stalle Ahrreman Leikstjórn og leikmynd: Björn Ingi Hilmarsson Leikari og tónlist: Oddur Júlíusson Búningar: Berglind Einarsdóttir Lýsing: Hermann Karl Björnsson Þýðing: Anton Helgi Jónsson Leiksýningin Lofthræddi örninn Örvar var frumsýnd á höfuðborgarsvæðinu, nánar tiltekið í Kúlu Þjóðleikhússins, síðastliðinn laugardag. Á síðustu vikum hafa fjölmörg börn á landsbyggðinni fengið heimsókn frá Örvari sem er vel og til fyrirmyndar hjá Þjóðleikhúsinu. Rúm tuttugu ár eru síðan taugaveiklaði og lofthræddi örninn Örvar ferðaðist síðast landið um kring en þá stóð Björn Ingi Hilmarsson á fjölunum en leikstýrir nú auk þess að hanna sviðsmyndina. Í stuttu máli fjallar verkið um örninn Örvar sem á bágt með að komast yfir lofthræðslu sína en með hjálp vina sinna, hins mennska Odds og sérstaklega músarrindilsins Eðvarðs, er hann staðráðinn í því að fljúga hátt um himingeiminn. Leikgerðin er unnin upp úr klassískri bók eftir sænska barnabókahöfundinn Lars Klinting. Handritið er svolítið brotakennt þar sem ýmsum frásagnarstílum s.s. tónlist og rímuðu tali er blandað á frekar óskipulegan hátt en það kemur ekki endilega að sök. Því það er ungi leikarinn Oddur Júlíusson sem er sál og hjarta sýningarinnar. Hann er lipur á sviði, ljúfur í framkomu og með einkar góða raddbeitingu. Athygli yngstu áhorfendanna heldur hann alveg frá byrjun þegar hann samdi lag nánast úr engu með aðstoð ukulele og tónhermis. Hápunktur sýningarinnar er óteljandi tilraunir Odds í hlutverki Örvars til að klöngrast upp viðarstubb í þeirri veiku von að sigrast á lofthræðslunni. Trúðsleikur af þessu tagi er ekkert grín í framkvæmd en Oddur heillaði áhorfendur upp úr skónum og skemmti af miklum krafti. Farandsýningar eru oft í eðli sínu rammaðar inn með einfaldri umgjörð og Björn Ingi er ekki að finna upp hjólið í þeim efnum. Leiktjöld eru sjaldgæf í nútímaleikhúsi en þau passa þessari sýningu og mynda fallega tengingu við eldri leikhúshefðir. Nútímatæknin er stundum hreinn óþarfi. Bæði ljósahönnun og búningahönnun voru með lágstemmdara móti en þó snotur. En fallegustu augnablikin skapar Oddur, undir handleiðslu Björns Inga, þegar hann vippar sér úr einum karakter í annan, stundum eru allir þrír vinirnir að tala saman. Þannig birtast mismunandi stærðarvíddir áhorfendum á ljóslifandi hátt í gegnum flotta og skýra líkamsbeitingu. Björn Ingi treystir kannski um of á hæfileika Odds til að halda athygli áhorfenda og skemmtilegra hefði verið að sjá dæmi um enn fleiri leikhústöfra en sýningin er samt sem áður töfrandi í einfaldleika sínum. Boðskapurinn er skýr: Þú verður að reyna, taka áhættu og síðast en ekki síst hafa trú á sjálfum þér. Þetta þurfa fleiri en börnin að heyra á óvissutímum og í íslenska skammdeginu.Niðurstaða: Oddur Júlíusson fer á flug í blíðri og bráðskemmtilegri sýningu.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 24. nóvember. Leikhús Menning Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Leikhús Lofthræddi örninn Örvar Höfundur: Lars Klinting Þjóðleikhúsið – Kúlan Leikgerð: Peter Engkvist og Stalle Ahrreman Leikstjórn og leikmynd: Björn Ingi Hilmarsson Leikari og tónlist: Oddur Júlíusson Búningar: Berglind Einarsdóttir Lýsing: Hermann Karl Björnsson Þýðing: Anton Helgi Jónsson Leiksýningin Lofthræddi örninn Örvar var frumsýnd á höfuðborgarsvæðinu, nánar tiltekið í Kúlu Þjóðleikhússins, síðastliðinn laugardag. Á síðustu vikum hafa fjölmörg börn á landsbyggðinni fengið heimsókn frá Örvari sem er vel og til fyrirmyndar hjá Þjóðleikhúsinu. Rúm tuttugu ár eru síðan taugaveiklaði og lofthræddi örninn Örvar ferðaðist síðast landið um kring en þá stóð Björn Ingi Hilmarsson á fjölunum en leikstýrir nú auk þess að hanna sviðsmyndina. Í stuttu máli fjallar verkið um örninn Örvar sem á bágt með að komast yfir lofthræðslu sína en með hjálp vina sinna, hins mennska Odds og sérstaklega músarrindilsins Eðvarðs, er hann staðráðinn í því að fljúga hátt um himingeiminn. Leikgerðin er unnin upp úr klassískri bók eftir sænska barnabókahöfundinn Lars Klinting. Handritið er svolítið brotakennt þar sem ýmsum frásagnarstílum s.s. tónlist og rímuðu tali er blandað á frekar óskipulegan hátt en það kemur ekki endilega að sök. Því það er ungi leikarinn Oddur Júlíusson sem er sál og hjarta sýningarinnar. Hann er lipur á sviði, ljúfur í framkomu og með einkar góða raddbeitingu. Athygli yngstu áhorfendanna heldur hann alveg frá byrjun þegar hann samdi lag nánast úr engu með aðstoð ukulele og tónhermis. Hápunktur sýningarinnar er óteljandi tilraunir Odds í hlutverki Örvars til að klöngrast upp viðarstubb í þeirri veiku von að sigrast á lofthræðslunni. Trúðsleikur af þessu tagi er ekkert grín í framkvæmd en Oddur heillaði áhorfendur upp úr skónum og skemmti af miklum krafti. Farandsýningar eru oft í eðli sínu rammaðar inn með einfaldri umgjörð og Björn Ingi er ekki að finna upp hjólið í þeim efnum. Leiktjöld eru sjaldgæf í nútímaleikhúsi en þau passa þessari sýningu og mynda fallega tengingu við eldri leikhúshefðir. Nútímatæknin er stundum hreinn óþarfi. Bæði ljósahönnun og búningahönnun voru með lágstemmdara móti en þó snotur. En fallegustu augnablikin skapar Oddur, undir handleiðslu Björns Inga, þegar hann vippar sér úr einum karakter í annan, stundum eru allir þrír vinirnir að tala saman. Þannig birtast mismunandi stærðarvíddir áhorfendum á ljóslifandi hátt í gegnum flotta og skýra líkamsbeitingu. Björn Ingi treystir kannski um of á hæfileika Odds til að halda athygli áhorfenda og skemmtilegra hefði verið að sjá dæmi um enn fleiri leikhústöfra en sýningin er samt sem áður töfrandi í einfaldleika sínum. Boðskapurinn er skýr: Þú verður að reyna, taka áhættu og síðast en ekki síst hafa trú á sjálfum þér. Þetta þurfa fleiri en börnin að heyra á óvissutímum og í íslenska skammdeginu.Niðurstaða: Oddur Júlíusson fer á flug í blíðri og bráðskemmtilegri sýningu.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 24. nóvember.
Leikhús Menning Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira