Tónlist

Nýjasta myndband OK Go skilur fólk eftir agndofa

Stefán Árni Pálsson skrifar
Strákarnir í OK GO koma ávallt fram með frábær myndbönd.
Strákarnir í OK GO koma ávallt fram með frábær myndbönd.
Nýtt tónlistarmynd hljómsveitarinnar Ok Go var opinberað á YouTube fyrir tveimur dögum og er það við lagið The One Moment sem má finna á plötunni Hungry Ghosts.

Hljómsveitin er víðfræg fyrir flókin og hugmyndarík tónlistarmyndbönd - en þetta nýjasta myndband hefur vakið sérstaka athygli.

Myndbandið byrjar á örstuttu myndbroti sem er aðeins 4,2 sekúndur að lengd. Aftur á móti gerist heill hellingur á þessum sekúndum. Hægt er á umræddu broti, og það niður í öreindir til að úr verði rúmlega fjögurra mínútna tónlistarmyndband.

Myndbandið er í raun ótrúlegt þar sem þú getur í raun séð listamennina syngja á köflum í því en hér að neðan má sjá myndbandið.


Tengdar fréttir

Nýtt tónlistarmyndband Ok Go vekur athygli

Nýtt tónlistarmynd hljómsveitarinnar Ok Go var opinberað á Super Bowl um síðustu helgi. Tónlistarmyndbandið var framleitt af Chevrolet og var hugsað sem auglýsing fyrir nýja línu af smábílum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.