Tískukaup á svörtum föstudegi Ritstjórn skrifar 24. nóvember 2016 22:00 Glamour/Getty Hin bandaríska útsöluhefð sem flestir þekkja sem Black friday, eða svartur föstudagur, hefur nú teygt anga sína yfir hafið til okkar en hún gengur út á það að verslanir eru með einn útsöludag daginn eftir Þakkargjörðahátíðina sem er einmitt í kvöld í Bandaríkjunum. Það er yfirleitt vel þegið að fá einn afsláttardag svona rétt fyrir hátíðirnar þar sem innkaupalistinn er í lengri kantinum og fögnum við því að íslenskar verslanir eru að taka við sér í þessum málum líka. Samkvæmt heimildum Glamour munu þó nokkrar tískuvöruverslanir taka þátt í gleðinni og því tilvalið að kíkja í búðir á morgun og gera góð kaup. Hér fyrir neðan má sjá smá upptalningu af þeim sem við vitum um að ætla að bjóða upp á afsláttardag í tískugeiranum.Verslunin Zara ætlar að bjóða upp á 30 prósent afslátt af öllum yfirhöfnum, kjólum, gallabuxum, bolum og skóm í dömudeild, yfirhöfnum, buxum, peysum og leggings í barnadeild en þar er einnig 20 prósent afsláttur af skóm. Herradeildin er svo með 30 prósent af yfirhöfnum, skyrtum, peysum og skóm. Verslanir NTC ætla að bjóða upp á 20 prósent afslátt af öllum vörum nema í Kúltúr og Eva þar sem verður 15 prósent afsláttur. Þá munu verslanir Bestseller, Vila, Vero Moda, Jack and Jones, Selected og Name It einnig taka þátt í gleðinni og vera með girnileg tilboð. Skór.is, Kaupfélagið, Skechers, Steinar Waage, Ecco og Air í Smáralind eru með 20 prósent af öllum vörum á morgun sem vert er að kíkja á. Góða skemmtun en passið ykkur að láta kaupgleðina ekki fara alveg með ykkur eins og vinir okkar Vestanhafs sem má sjá á þessu myndbandi frá svörtum föstudegi fyrir nokkrum árum. Mest lesið Dress vikunnar - hver flík undir 10 þúsund krónum Glamour Harry Bretaprins og Megan Markle hugguleg á stefnumóti Glamour Silkiklæddir kúrekar hjá Calvin Klein Glamour Með íslenska skartgripi á Sundance Glamour Versace hættir að nota alvöru loð Glamour Kortleggja öll dressin í Sex and the City Glamour Það var ást við fyrstu sýn hjá Jared Leto og Gucci Glamour ,,Tískan er ekki yfirborðsleg" Glamour #virðing Glamour Líf og fjör á Secret Solstice Glamour
Hin bandaríska útsöluhefð sem flestir þekkja sem Black friday, eða svartur föstudagur, hefur nú teygt anga sína yfir hafið til okkar en hún gengur út á það að verslanir eru með einn útsöludag daginn eftir Þakkargjörðahátíðina sem er einmitt í kvöld í Bandaríkjunum. Það er yfirleitt vel þegið að fá einn afsláttardag svona rétt fyrir hátíðirnar þar sem innkaupalistinn er í lengri kantinum og fögnum við því að íslenskar verslanir eru að taka við sér í þessum málum líka. Samkvæmt heimildum Glamour munu þó nokkrar tískuvöruverslanir taka þátt í gleðinni og því tilvalið að kíkja í búðir á morgun og gera góð kaup. Hér fyrir neðan má sjá smá upptalningu af þeim sem við vitum um að ætla að bjóða upp á afsláttardag í tískugeiranum.Verslunin Zara ætlar að bjóða upp á 30 prósent afslátt af öllum yfirhöfnum, kjólum, gallabuxum, bolum og skóm í dömudeild, yfirhöfnum, buxum, peysum og leggings í barnadeild en þar er einnig 20 prósent afsláttur af skóm. Herradeildin er svo með 30 prósent af yfirhöfnum, skyrtum, peysum og skóm. Verslanir NTC ætla að bjóða upp á 20 prósent afslátt af öllum vörum nema í Kúltúr og Eva þar sem verður 15 prósent afsláttur. Þá munu verslanir Bestseller, Vila, Vero Moda, Jack and Jones, Selected og Name It einnig taka þátt í gleðinni og vera með girnileg tilboð. Skór.is, Kaupfélagið, Skechers, Steinar Waage, Ecco og Air í Smáralind eru með 20 prósent af öllum vörum á morgun sem vert er að kíkja á. Góða skemmtun en passið ykkur að láta kaupgleðina ekki fara alveg með ykkur eins og vinir okkar Vestanhafs sem má sjá á þessu myndbandi frá svörtum föstudegi fyrir nokkrum árum.
Mest lesið Dress vikunnar - hver flík undir 10 þúsund krónum Glamour Harry Bretaprins og Megan Markle hugguleg á stefnumóti Glamour Silkiklæddir kúrekar hjá Calvin Klein Glamour Með íslenska skartgripi á Sundance Glamour Versace hættir að nota alvöru loð Glamour Kortleggja öll dressin í Sex and the City Glamour Það var ást við fyrstu sýn hjá Jared Leto og Gucci Glamour ,,Tískan er ekki yfirborðsleg" Glamour #virðing Glamour Líf og fjör á Secret Solstice Glamour