Bjó til frumlegasta orðið á skraflmótinu Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 27. nóvember 2016 11:00 Katrínu Fjólu finnst stundum gaman að vera fín. Vísir/Vilhelm Hin átta ára Katrín Fjóla Alexíusdóttir vakti athygli fyrir góða frammistöðu á skraflmóti á Ísafirði nýlega. Hún átti bæði hæsta bingóið fyrir orðið rokinni og frumlegasta orðið, sniðlas, sem er greinilega þátíðarmynd af sögninni að sniðlesa. Hún kveðst þó ekki vera vön að spila skrafl. Þetta var í fyrsta skipti sem ég spilaði. Ég var með mömmu sem kenndi mér skrafl. Það var samt ég sem bjó til orðin. Heldurðu að þú fáir ekki skrafl í jólagjöf, fyrst þú varst svona dugleg? Nei, ég þarf þess ekki því ég fékk það í verðlaun á mótinu. Það geta fjórir verið í því. Lestu mikið? Já. Mér finnst gaman að lesa bækur. Hvað finnst þér skemmtilegast í skólanum? Þegar það eru lestrarpróf. En hvað gerir þú helst eftir skólann? Þá leik ég mér við systur mínar, Elísabetu, sem er eins árs og Auði sem er þriggja ára. Svo leik ég mér með dótið mitt. Áttu mikið dót? Já, uppáhaldsdótið mitt er Lego Friends. Þar sem vetrarfrí var í skólanum á Ísafirði brá Katrín Fjóla sér suður í heimsókn til ömmu sinnar og nöfnu í Mosfellsbæ. Þær bralla ýmislegt saman, brunuðu meðal annars í Smáralindina og kíktu í búðir. Þar týndist Katrín Fjóla um stund en fannst inni í mátunarklefa. Keyptuð þið amma eitthvað í Smáralindinni? Já, við keyptum svolítið af fötum. Finnst þér gaman að vera fín? Stundum. Katrín segir snjóinn hafa verið kominn á Ísafirði. Hún hlakkar að sjálfsögðu til jólanna og vonar að eitthvað skemmtilegt leynist í jólapökkunum undir trénu þegar þar að kemur. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 26. nóvember 2016. Lífið Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fríðustu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fleiri fréttir Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Sjá meira
Hin átta ára Katrín Fjóla Alexíusdóttir vakti athygli fyrir góða frammistöðu á skraflmóti á Ísafirði nýlega. Hún átti bæði hæsta bingóið fyrir orðið rokinni og frumlegasta orðið, sniðlas, sem er greinilega þátíðarmynd af sögninni að sniðlesa. Hún kveðst þó ekki vera vön að spila skrafl. Þetta var í fyrsta skipti sem ég spilaði. Ég var með mömmu sem kenndi mér skrafl. Það var samt ég sem bjó til orðin. Heldurðu að þú fáir ekki skrafl í jólagjöf, fyrst þú varst svona dugleg? Nei, ég þarf þess ekki því ég fékk það í verðlaun á mótinu. Það geta fjórir verið í því. Lestu mikið? Já. Mér finnst gaman að lesa bækur. Hvað finnst þér skemmtilegast í skólanum? Þegar það eru lestrarpróf. En hvað gerir þú helst eftir skólann? Þá leik ég mér við systur mínar, Elísabetu, sem er eins árs og Auði sem er þriggja ára. Svo leik ég mér með dótið mitt. Áttu mikið dót? Já, uppáhaldsdótið mitt er Lego Friends. Þar sem vetrarfrí var í skólanum á Ísafirði brá Katrín Fjóla sér suður í heimsókn til ömmu sinnar og nöfnu í Mosfellsbæ. Þær bralla ýmislegt saman, brunuðu meðal annars í Smáralindina og kíktu í búðir. Þar týndist Katrín Fjóla um stund en fannst inni í mátunarklefa. Keyptuð þið amma eitthvað í Smáralindinni? Já, við keyptum svolítið af fötum. Finnst þér gaman að vera fín? Stundum. Katrín segir snjóinn hafa verið kominn á Ísafirði. Hún hlakkar að sjálfsögðu til jólanna og vonar að eitthvað skemmtilegt leynist í jólapökkunum undir trénu þegar þar að kemur. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 26. nóvember 2016.
Lífið Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fríðustu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fleiri fréttir Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Sjá meira