Rosberg heimsmeistari | Hamilton vann keppnina Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 27. nóvember 2016 14:48 Nico Rosberg, nýr heimsmeistari í Formúlu 1. Vísir/Getty Nico Rosberg á Mercedes tryggði sér heimsmeistaratitil ökumanna með því að koma annar í mark í stórskemmtilegri keppni. Lewis Hamilton varð annar á Mercedes og Sebastian Vettel varð þriðji á Ferrari. Hamilton gerði allt hvað hann gat til að bakka Rosberg niður í vandræði til að koma bílum á milli þeirra en allt kom fyrir ekki. Ræsingin gekk vel hjá Mercedes mönnum. Aðra sögu var að segja af Red Bull mönnum. Daniel Ricciardo missti Kimi Raikkonen fram úr sér. Max Verstappen snérist á milli fyrstu og annarrar beygju í kjölfar ræsingarinnar og varð síðastur. Báðir Mercedes menn þurftu að hinkra á þjónustusvæðinu eftir Ferrari ökumönnum sem komu aðvífandi. Verstappen var svo kominn á milli Hamilton sem varð fremstur og Rosberg sem var þriðji eftir að Mercedes mennirnir höfðu tekið þjónustuhlé. Rosberg fékk þau skilaboð að hann þryfti að taka fram úr Verstappen. Hann gerði það svo með glans eftir smá dans þeirra á milli. Eftir það óku Mercedes menn frekar rólega keppni fremst, um tíma að minnsta kosti. Verstappen ók gríðarlega vel og sótti tíma á Rosberg og Hamilton eftir þjónustuhlé sitt. Verstappen þvingaði með þessu Hamilton og Rosberg til að taka þjónustuhlé. Mercedes brást við og tókst að halda fyrsta og öðru sæti, þrátt fyrir góða tilraun Verstappen.Vettel og Verstappen voru ekki langt frá því að ahfa áhrif á titilbaráttuna.Vísir/GettyBilið á milli fremstu manna minnkaði töluvert um miðbik keppninnar og hélst á milli einnar og tveggja sekúndna. Mercedes liðið var stressað að Vettel væri að sækja óhugnalega hratt og bað Hamilton að auka hraðann. Hann fékk meira að segja skilaboð um að aka á 1:45,1 hvern hring. Hamilton svaraði: „Leyfið okkur bara að keppa.“ Verstappen kom fljúgandi að á 49. hring og Rosberg kom sér nær Hamilton. Vettel kom svo líka aftan að Verstappen og gerði sig líklegan til að taka fram úr. Á meðan nálguðust Verstappen og Vettel saman Mercedes menn. Hamilton var að stjórna ferðinni þegar fimm hringir voru eftir. Hann gerði allt sem hann var búinn að segja að hann myndi ekki gera. En allt kom fyrir ekki og Rosberg sigldi titlinum heim sem verðugur heimsmeistari eftir baráttu um annað sætið.Hér að neðan má sjá öll helstu úrslit helgarinnar á gagnvirku brautarkorti. Formúla Tengdar fréttir Rosberg: Ég átti ekki svar við góðum akstri Lewis í dag Mercedes liðið náði í sinn 20. ráspól á tímabilinu í dag, sem er met í Formúlu 1. Lewis Hamilton var talsvert fljótari en liðsfélagi sinn og keppinautur í heimsmeistarakeppninni. Hver sagði hvað eftir tímatökuna? 26. nóvember 2016 16:00 Í beinni: Lokakeppni Formúlunnar | Uppgjör Hamilton og Rosberg Lewis Hamilton og Nico Rosberg, ökumenn Mercedes, berjast um heimsmeistaratitil ökuþóra í lokamóti tímabilsins í Formúlu 1. 27. nóvember 2016 12:15 Sjáðu magnað myndband um baráttu Rosbergs og Hamiltons Félagarnir hjá Mercedes, þeir Nico Rosberg og Lewis Hamilton, berjast nú um titil ökumanna í Formúlu 1 en síðasta mót ársins hófst í Abu Dabi nú klukkan 13:00 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 HD. 27. nóvember 2016 12:35 Lewis Hamilton á ráspól í Abú Dabí Lewis Hamilton á Mercedes var fljótastur í tímatökunni í Abú Dabí. Liðsfélagi hans, Nico Rosberg varð annar og Daniel Ricciardo á Red Bull varð þriðji. 26. nóvember 2016 13:55 Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti Þurfti að fljúga heim í keppnisbúningnum Sport Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Nico Rosberg á Mercedes tryggði sér heimsmeistaratitil ökumanna með því að koma annar í mark í stórskemmtilegri keppni. Lewis Hamilton varð annar á Mercedes og Sebastian Vettel varð þriðji á Ferrari. Hamilton gerði allt hvað hann gat til að bakka Rosberg niður í vandræði til að koma bílum á milli þeirra en allt kom fyrir ekki. Ræsingin gekk vel hjá Mercedes mönnum. Aðra sögu var að segja af Red Bull mönnum. Daniel Ricciardo missti Kimi Raikkonen fram úr sér. Max Verstappen snérist á milli fyrstu og annarrar beygju í kjölfar ræsingarinnar og varð síðastur. Báðir Mercedes menn þurftu að hinkra á þjónustusvæðinu eftir Ferrari ökumönnum sem komu aðvífandi. Verstappen var svo kominn á milli Hamilton sem varð fremstur og Rosberg sem var þriðji eftir að Mercedes mennirnir höfðu tekið þjónustuhlé. Rosberg fékk þau skilaboð að hann þryfti að taka fram úr Verstappen. Hann gerði það svo með glans eftir smá dans þeirra á milli. Eftir það óku Mercedes menn frekar rólega keppni fremst, um tíma að minnsta kosti. Verstappen ók gríðarlega vel og sótti tíma á Rosberg og Hamilton eftir þjónustuhlé sitt. Verstappen þvingaði með þessu Hamilton og Rosberg til að taka þjónustuhlé. Mercedes brást við og tókst að halda fyrsta og öðru sæti, þrátt fyrir góða tilraun Verstappen.Vettel og Verstappen voru ekki langt frá því að ahfa áhrif á titilbaráttuna.Vísir/GettyBilið á milli fremstu manna minnkaði töluvert um miðbik keppninnar og hélst á milli einnar og tveggja sekúndna. Mercedes liðið var stressað að Vettel væri að sækja óhugnalega hratt og bað Hamilton að auka hraðann. Hann fékk meira að segja skilaboð um að aka á 1:45,1 hvern hring. Hamilton svaraði: „Leyfið okkur bara að keppa.“ Verstappen kom fljúgandi að á 49. hring og Rosberg kom sér nær Hamilton. Vettel kom svo líka aftan að Verstappen og gerði sig líklegan til að taka fram úr. Á meðan nálguðust Verstappen og Vettel saman Mercedes menn. Hamilton var að stjórna ferðinni þegar fimm hringir voru eftir. Hann gerði allt sem hann var búinn að segja að hann myndi ekki gera. En allt kom fyrir ekki og Rosberg sigldi titlinum heim sem verðugur heimsmeistari eftir baráttu um annað sætið.Hér að neðan má sjá öll helstu úrslit helgarinnar á gagnvirku brautarkorti.
Formúla Tengdar fréttir Rosberg: Ég átti ekki svar við góðum akstri Lewis í dag Mercedes liðið náði í sinn 20. ráspól á tímabilinu í dag, sem er met í Formúlu 1. Lewis Hamilton var talsvert fljótari en liðsfélagi sinn og keppinautur í heimsmeistarakeppninni. Hver sagði hvað eftir tímatökuna? 26. nóvember 2016 16:00 Í beinni: Lokakeppni Formúlunnar | Uppgjör Hamilton og Rosberg Lewis Hamilton og Nico Rosberg, ökumenn Mercedes, berjast um heimsmeistaratitil ökuþóra í lokamóti tímabilsins í Formúlu 1. 27. nóvember 2016 12:15 Sjáðu magnað myndband um baráttu Rosbergs og Hamiltons Félagarnir hjá Mercedes, þeir Nico Rosberg og Lewis Hamilton, berjast nú um titil ökumanna í Formúlu 1 en síðasta mót ársins hófst í Abu Dabi nú klukkan 13:00 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 HD. 27. nóvember 2016 12:35 Lewis Hamilton á ráspól í Abú Dabí Lewis Hamilton á Mercedes var fljótastur í tímatökunni í Abú Dabí. Liðsfélagi hans, Nico Rosberg varð annar og Daniel Ricciardo á Red Bull varð þriðji. 26. nóvember 2016 13:55 Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti Þurfti að fljúga heim í keppnisbúningnum Sport Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Rosberg: Ég átti ekki svar við góðum akstri Lewis í dag Mercedes liðið náði í sinn 20. ráspól á tímabilinu í dag, sem er met í Formúlu 1. Lewis Hamilton var talsvert fljótari en liðsfélagi sinn og keppinautur í heimsmeistarakeppninni. Hver sagði hvað eftir tímatökuna? 26. nóvember 2016 16:00
Í beinni: Lokakeppni Formúlunnar | Uppgjör Hamilton og Rosberg Lewis Hamilton og Nico Rosberg, ökumenn Mercedes, berjast um heimsmeistaratitil ökuþóra í lokamóti tímabilsins í Formúlu 1. 27. nóvember 2016 12:15
Sjáðu magnað myndband um baráttu Rosbergs og Hamiltons Félagarnir hjá Mercedes, þeir Nico Rosberg og Lewis Hamilton, berjast nú um titil ökumanna í Formúlu 1 en síðasta mót ársins hófst í Abu Dabi nú klukkan 13:00 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 HD. 27. nóvember 2016 12:35
Lewis Hamilton á ráspól í Abú Dabí Lewis Hamilton á Mercedes var fljótastur í tímatökunni í Abú Dabí. Liðsfélagi hans, Nico Rosberg varð annar og Daniel Ricciardo á Red Bull varð þriðji. 26. nóvember 2016 13:55