Rosberg: Ekki auðveldasta keppni sem ég hef ekið Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 27. nóvember 2016 15:36 Nico Rosberg fagnaði gríðarlega eftir keppnina. Hann þakkaði bílnum fyrir. Vísir/Getty Nico Rosberg tryggði sér heimsmeistaratitil ökumanna í hádramatískri keppni í Abú Dabí í dag. Hann kom annar í mark á eftir Lewis Hamilton. Hver sagði hvað eftir keppnina? „Ég vil þakka liðinu frábæran stuðning og óska Nico til hamingju. Ég mun skemmta mér vel í kvöld og fagna tímabilinu. Maður getur ekki unnið alla titlana. Ég gerði allt sem ég gat. Nico átti betra ár hvað varðar bilanir. Þess vegna er staðan eins og hún er. Ég hlakka til báráttunnar við hann á næsta ári,“ sagði Hamilton sem vann keppnina en tapaði titlinum með fimm stiga mun. „Þetta var ekki auðveldasta keppni sem ég hef ekið [Max] Verstappen olli vandræðum í upphafi og svo varð ég að verjast vel undir lokin. Ég er bara svo þakklátur liðinu og aðstandendum mínum,“ sagði Rosberg klökkur, eftir góðan akstur og flott tilþrif. Hann er nú heimsmeistari ökumanna í fyrsta sinn. „Ég vil byrja á að óska Nico til hamingju. Ég var orðinn griplítill undir lokin. Ég gat svo notað aflið sem við höfðum undir lokin. Liðið hefur staðið sig vel í ár en hefur þurft að þola mikla gagnrýni. Það er gott að enda árið á góðum nótum,“ sagði Sebastian Vettel sem varð þriðji á Ferrari og svo nálægt því að blanda sér í baráttu Mercedes manna. „Þetta eru búin að vera ótrúleg þrjú tímabil. Nico er verðugur heimsmeistari eftir þetta tímabil. Þetta var orðið óhugnalega tæpt undir lokin. Ég vil ekki tjá mig of mikið um það sem Lewis var að gera. Ég var ekki að aka bílnum svo ég veit ekki hversu mikið hraðar hann hefði geta farið,“ sagði Paddy Lowe, tæknistjóri Mercedes. Lowe hafði ítrekað óskað eftir því við Hamilton að auka hraðan til að loka á hættuna að aftan sem Vettel og Verstappen voru að valda.Jenson Button og Felipe Massa eru að kveðja Formúlu 1.Vísir/Getty„Ég veit ekki hvað ég hefði gert í stöðunni sem Lewis var í. Hann gerði þetta eins og Christian Horner hafði stungið upp á. Kannski vill hann aka fyrir hann. Við verðum að hætta að pæla í þessu og taka til við að fagna 19 unnum keppnum og nýr heimsmeistari ökumanna,“ sagði Toto Wolff, liðsstjóri Mercedes. Sjá einnig: Horner: Hamilton ætti að beita brögðum. „Ég er þakklátur fyrir að geta endað ferilinn með harðri baráttu og þetta er gott augnablik til að setja punkt. Ég vil óska Nico til hamingju það er skemmtilegt að sjá nýjan heimsmeistara. Það er vert að nefna Jenson [Button] líka þótt keppnin hafi farið svona hjá honum en þá á hann alla þá virðingu skilið sem hann hefur fengið,“ sagði Felipe Massa sem varð níundi í sinni síðustu keppni í Formúlu 1. „Við tókum ákvörðun um að taka eitt hlé. Það gerði Sebastian kleift að taka fram úr mér undir lokin enda dekkin orðin slitin. Við tókum þessa ákvörðun og ég er ánægður með hana,“ sagði Max Verstappen sem varð fjórði í dag á Red Bull bílnum. „Lewis ætti ekki að vera óhamingju samur. Hann vann tíu keppnir í ár og hefur unnið þrjá heimsmeistaratitla. Hann hefur áorkað mikið og getur verið sáttur. Nico átti daginn í dag,“ sagði Jackie Stewart, þrefaldur heimsmeistari í Formúlu 1. Formúla Tengdar fréttir Í beinni: Lokakeppni Formúlunnar | Uppgjör Hamilton og Rosberg Lewis Hamilton og Nico Rosberg, ökumenn Mercedes, berjast um heimsmeistaratitil ökuþóra í lokamóti tímabilsins í Formúlu 1. 27. nóvember 2016 12:15 Sjáðu magnað myndband um baráttu Rosbergs og Hamiltons Félagarnir hjá Mercedes, þeir Nico Rosberg og Lewis Hamilton, berjast nú um titil ökumanna í Formúlu 1 en síðasta mót ársins hófst í Abu Dabi nú klukkan 13:00 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 HD. 27. nóvember 2016 12:35 Rosberg tryggði sér heimsmeistaratitilinn | Sjáðu uppgjörsþáttinn Rúnar Jónsson og Kristján Einar Kristjánsson, sérfræðingar Stöðvar 2 Sport fara yfir lokakeppni tímabilsins í Formúlu 1. Keppnin var hin besta skemmtun. 27. nóvember 2016 15:16 Rosberg heimsmeistari | Hamilton vann keppnina Nico Rosberg á Mercedes tryggði sér heimsmeistaratitil ökumanna með því að koma annar í mark í stórskemmtilegri keppni. Lewis Hamilton varð annar á Mercedes og Sebastian Vettel varð þriðji á Ferrari. 27. nóvember 2016 14:48 Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Fleiri fréttir Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Nico Rosberg tryggði sér heimsmeistaratitil ökumanna í hádramatískri keppni í Abú Dabí í dag. Hann kom annar í mark á eftir Lewis Hamilton. Hver sagði hvað eftir keppnina? „Ég vil þakka liðinu frábæran stuðning og óska Nico til hamingju. Ég mun skemmta mér vel í kvöld og fagna tímabilinu. Maður getur ekki unnið alla titlana. Ég gerði allt sem ég gat. Nico átti betra ár hvað varðar bilanir. Þess vegna er staðan eins og hún er. Ég hlakka til báráttunnar við hann á næsta ári,“ sagði Hamilton sem vann keppnina en tapaði titlinum með fimm stiga mun. „Þetta var ekki auðveldasta keppni sem ég hef ekið [Max] Verstappen olli vandræðum í upphafi og svo varð ég að verjast vel undir lokin. Ég er bara svo þakklátur liðinu og aðstandendum mínum,“ sagði Rosberg klökkur, eftir góðan akstur og flott tilþrif. Hann er nú heimsmeistari ökumanna í fyrsta sinn. „Ég vil byrja á að óska Nico til hamingju. Ég var orðinn griplítill undir lokin. Ég gat svo notað aflið sem við höfðum undir lokin. Liðið hefur staðið sig vel í ár en hefur þurft að þola mikla gagnrýni. Það er gott að enda árið á góðum nótum,“ sagði Sebastian Vettel sem varð þriðji á Ferrari og svo nálægt því að blanda sér í baráttu Mercedes manna. „Þetta eru búin að vera ótrúleg þrjú tímabil. Nico er verðugur heimsmeistari eftir þetta tímabil. Þetta var orðið óhugnalega tæpt undir lokin. Ég vil ekki tjá mig of mikið um það sem Lewis var að gera. Ég var ekki að aka bílnum svo ég veit ekki hversu mikið hraðar hann hefði geta farið,“ sagði Paddy Lowe, tæknistjóri Mercedes. Lowe hafði ítrekað óskað eftir því við Hamilton að auka hraðan til að loka á hættuna að aftan sem Vettel og Verstappen voru að valda.Jenson Button og Felipe Massa eru að kveðja Formúlu 1.Vísir/Getty„Ég veit ekki hvað ég hefði gert í stöðunni sem Lewis var í. Hann gerði þetta eins og Christian Horner hafði stungið upp á. Kannski vill hann aka fyrir hann. Við verðum að hætta að pæla í þessu og taka til við að fagna 19 unnum keppnum og nýr heimsmeistari ökumanna,“ sagði Toto Wolff, liðsstjóri Mercedes. Sjá einnig: Horner: Hamilton ætti að beita brögðum. „Ég er þakklátur fyrir að geta endað ferilinn með harðri baráttu og þetta er gott augnablik til að setja punkt. Ég vil óska Nico til hamingju það er skemmtilegt að sjá nýjan heimsmeistara. Það er vert að nefna Jenson [Button] líka þótt keppnin hafi farið svona hjá honum en þá á hann alla þá virðingu skilið sem hann hefur fengið,“ sagði Felipe Massa sem varð níundi í sinni síðustu keppni í Formúlu 1. „Við tókum ákvörðun um að taka eitt hlé. Það gerði Sebastian kleift að taka fram úr mér undir lokin enda dekkin orðin slitin. Við tókum þessa ákvörðun og ég er ánægður með hana,“ sagði Max Verstappen sem varð fjórði í dag á Red Bull bílnum. „Lewis ætti ekki að vera óhamingju samur. Hann vann tíu keppnir í ár og hefur unnið þrjá heimsmeistaratitla. Hann hefur áorkað mikið og getur verið sáttur. Nico átti daginn í dag,“ sagði Jackie Stewart, þrefaldur heimsmeistari í Formúlu 1.
Formúla Tengdar fréttir Í beinni: Lokakeppni Formúlunnar | Uppgjör Hamilton og Rosberg Lewis Hamilton og Nico Rosberg, ökumenn Mercedes, berjast um heimsmeistaratitil ökuþóra í lokamóti tímabilsins í Formúlu 1. 27. nóvember 2016 12:15 Sjáðu magnað myndband um baráttu Rosbergs og Hamiltons Félagarnir hjá Mercedes, þeir Nico Rosberg og Lewis Hamilton, berjast nú um titil ökumanna í Formúlu 1 en síðasta mót ársins hófst í Abu Dabi nú klukkan 13:00 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 HD. 27. nóvember 2016 12:35 Rosberg tryggði sér heimsmeistaratitilinn | Sjáðu uppgjörsþáttinn Rúnar Jónsson og Kristján Einar Kristjánsson, sérfræðingar Stöðvar 2 Sport fara yfir lokakeppni tímabilsins í Formúlu 1. Keppnin var hin besta skemmtun. 27. nóvember 2016 15:16 Rosberg heimsmeistari | Hamilton vann keppnina Nico Rosberg á Mercedes tryggði sér heimsmeistaratitil ökumanna með því að koma annar í mark í stórskemmtilegri keppni. Lewis Hamilton varð annar á Mercedes og Sebastian Vettel varð þriðji á Ferrari. 27. nóvember 2016 14:48 Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Fleiri fréttir Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Í beinni: Lokakeppni Formúlunnar | Uppgjör Hamilton og Rosberg Lewis Hamilton og Nico Rosberg, ökumenn Mercedes, berjast um heimsmeistaratitil ökuþóra í lokamóti tímabilsins í Formúlu 1. 27. nóvember 2016 12:15
Sjáðu magnað myndband um baráttu Rosbergs og Hamiltons Félagarnir hjá Mercedes, þeir Nico Rosberg og Lewis Hamilton, berjast nú um titil ökumanna í Formúlu 1 en síðasta mót ársins hófst í Abu Dabi nú klukkan 13:00 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 HD. 27. nóvember 2016 12:35
Rosberg tryggði sér heimsmeistaratitilinn | Sjáðu uppgjörsþáttinn Rúnar Jónsson og Kristján Einar Kristjánsson, sérfræðingar Stöðvar 2 Sport fara yfir lokakeppni tímabilsins í Formúlu 1. Keppnin var hin besta skemmtun. 27. nóvember 2016 15:16
Rosberg heimsmeistari | Hamilton vann keppnina Nico Rosberg á Mercedes tryggði sér heimsmeistaratitil ökumanna með því að koma annar í mark í stórskemmtilegri keppni. Lewis Hamilton varð annar á Mercedes og Sebastian Vettel varð þriðji á Ferrari. 27. nóvember 2016 14:48