Góa fær liðsauka frá Opel í jólaösinni Finnur Thorlacius skrifar 28. nóvember 2016 10:02 Jólasnjórinn lét á sér kræla þegar Benedikt hjá Bílabúð Benna afhenti Helga í Góu, tvo Opel Movano sendibíla. Jólin nálgast óðfluga og þá koma sendibílar oftar en ekki við sögu. Til mikils er ætlast af þeim í jólaösinni og því eins gott að þeir séu vandanum vaxnir, hvort heldur sem er í þjónustu við mannfólkið, jólasveinana eða fyrirtækin. Sælgætisgerðin Góa hefur í nógu að snúast allan ársins hring og þá ekki síst fyrir jólin þegar framleiðsla þeirra er á hvers manns vörum. Til að mæta eftirspurn bætti Góa við sendibílaflota sinn nú á dögunum og fyrir valinu urðu atvinnubílar frá Opel. Í fréttatilkynningu frá Bílabúð Benna, umboðsaðila Opel á Íslandi, kemur fram að góður gangur hafi verið í sölu atvinnubíla frá Opel á árinu, þeir séu hagkvæmir í rekstri og drifnir áfram af tæknibúnaði sem uppfyllir ítrustu kröfur bæði fyrirtækja og einyrkja. Mest lesið Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Erlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent
Jólin nálgast óðfluga og þá koma sendibílar oftar en ekki við sögu. Til mikils er ætlast af þeim í jólaösinni og því eins gott að þeir séu vandanum vaxnir, hvort heldur sem er í þjónustu við mannfólkið, jólasveinana eða fyrirtækin. Sælgætisgerðin Góa hefur í nógu að snúast allan ársins hring og þá ekki síst fyrir jólin þegar framleiðsla þeirra er á hvers manns vörum. Til að mæta eftirspurn bætti Góa við sendibílaflota sinn nú á dögunum og fyrir valinu urðu atvinnubílar frá Opel. Í fréttatilkynningu frá Bílabúð Benna, umboðsaðila Opel á Íslandi, kemur fram að góður gangur hafi verið í sölu atvinnubíla frá Opel á árinu, þeir séu hagkvæmir í rekstri og drifnir áfram af tæknibúnaði sem uppfyllir ítrustu kröfur bæði fyrirtækja og einyrkja.
Mest lesið Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Erlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent