Jólakonan skreytir líka þvottahúsið Elín Albertsdóttir skrifar 28. nóvember 2016 16:00 Þuríður Aradóttir í eldhúsinu sem hefur tekið á sig skemmtilegan jólasvip. Vísir/Eyþór Þuríður Aradóttir, lífeyris- og tryggingaráðgjafi, er jólaóð að eigin sögn og hefur alltaf verið. Hún byrjar að skreyta í byrjun nóvember og leyfir ljósunum að loga. Þuríður á mikið af fallegu jólaskrauti sem hún hefur safnað lengi. Eiginmaðurinn, Hjálmtýr Ingason, er ekki jafnmikið jólabarn en sættir sig þó við áhugamál Þuríðar. „Ég er hagsýn og kaupi jólaskraut nær einungis á útsölum í janúar,“ segir Þuríður. „Öll stórfjölskyldan hefur gaman af þessu uppátæki mínu og systkinabörnin mín segja að jólin komi ekki fyrr en ég sé búin að skreyta.“Þuríður nostrar við alla hluti og skiptir út. Jólapúðarnir eru teknir fram ásamt jóladúk og mörgum smáhlutum sem setja jólalegan svip á umhverfið.Vísir/EyþórÞuríður gengur alla leið í skreytingunum og þar er ekkert undanskilið, hvorki þvottahúsið né bílskúrinn. „Við minnkuðum við okkur húsnæðið fyrir tveimur árum og nú kem ég ekki eins miklu fyrir og ég gerði áður,“ segir hún.Það hlýtur að vera gaman fyrir jólasveinana að koma á þetta heimili.Vísir/EyþórAthygli vekur að í forstofunni hanga jólahúfur, -hattar og -búningar. „Þetta er fyrir gesti,“ útskýrir jólabarnið. „Ég hef gaman af því að skreyta þá líka þegar ég er með jólaboð. Fjölskyldan bakar saman að minnsta kosti þrettán smákökutegundir og alltaf mikil spenna og tilhlökkun þegar baksturinn byrjar. Á jólunum erum við með rjúpur, hamborgarhrygg, hangikjöt, hveitikökur sem er gömul uppskrift frá ömmu minni og parta sem eru frá hinni ömmu minni. Þannig höldum við í hefðirnar,“ útskýrir Þuríður.Jólabærinn hennar Þuríðar.Vísir/EyþórÞegar Þuríður býður vinkonuhópnum í jólaboð er gjarnan boðið upp á jólapakkaleik og stundum kemur gítarleikari eða töframaður. „Frændsystkinin eiga margar góðar minningar frá jólunum í mínu húsi enda er ég kölluð jólakonan mikla sem alltaf er með glens og grín,“ segir Þuríður og hlær. Önnur frænka sem býr í Danmörku kemur beint í jólahús Þuríðar þegar hún kemur til landsins til að fá jólin beint í æð.Litlir hlutir og stærri.Vísir/EyþórÞuríður vill hafa jólin alls staðar eins og myndirnar bera með sér. Hún er smekkkona og skreytir af mikilli nákvæmni. Hver hlutur á sér sinn stað sem er nákvæmlega valinn. Hún er þegar farin að hlakka mikið til aðventunnar. Skemmtileg jólauppsetning.Vísir/EyþórÞuríður nostrar við alla hluti og skiptir út. Jólapúðarnir eru teknir fram ásamt jóladúk og mörgum smáhlutum sem setja jólalegan svip á umhverfið.Vísir/EyþórJólin þurfa ekkert endilega að vera rauð. Þau geta til dæmis verið silfruð.Vísir/EyþórFalleg bakkaskreyting á eldhúsborðinu. Vísir/Eyþór Jól Jólafréttir Mest lesið Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Jól Gyðingakökur Jól Gyðingakökur ömmu eru jólin Jól Uppskrift að piparkökuhúsi Jólin Þýskar jólasmákökur Jól Fylltar kalkúnabringur Jólin Marengsterta með lakkrís- og karamellu Jól Frá ljósanna hásal Jól Endurgerð á ömmusalati Jól Þegar jólaljósin kviknuðu Jól
Þuríður Aradóttir, lífeyris- og tryggingaráðgjafi, er jólaóð að eigin sögn og hefur alltaf verið. Hún byrjar að skreyta í byrjun nóvember og leyfir ljósunum að loga. Þuríður á mikið af fallegu jólaskrauti sem hún hefur safnað lengi. Eiginmaðurinn, Hjálmtýr Ingason, er ekki jafnmikið jólabarn en sættir sig þó við áhugamál Þuríðar. „Ég er hagsýn og kaupi jólaskraut nær einungis á útsölum í janúar,“ segir Þuríður. „Öll stórfjölskyldan hefur gaman af þessu uppátæki mínu og systkinabörnin mín segja að jólin komi ekki fyrr en ég sé búin að skreyta.“Þuríður nostrar við alla hluti og skiptir út. Jólapúðarnir eru teknir fram ásamt jóladúk og mörgum smáhlutum sem setja jólalegan svip á umhverfið.Vísir/EyþórÞuríður gengur alla leið í skreytingunum og þar er ekkert undanskilið, hvorki þvottahúsið né bílskúrinn. „Við minnkuðum við okkur húsnæðið fyrir tveimur árum og nú kem ég ekki eins miklu fyrir og ég gerði áður,“ segir hún.Það hlýtur að vera gaman fyrir jólasveinana að koma á þetta heimili.Vísir/EyþórAthygli vekur að í forstofunni hanga jólahúfur, -hattar og -búningar. „Þetta er fyrir gesti,“ útskýrir jólabarnið. „Ég hef gaman af því að skreyta þá líka þegar ég er með jólaboð. Fjölskyldan bakar saman að minnsta kosti þrettán smákökutegundir og alltaf mikil spenna og tilhlökkun þegar baksturinn byrjar. Á jólunum erum við með rjúpur, hamborgarhrygg, hangikjöt, hveitikökur sem er gömul uppskrift frá ömmu minni og parta sem eru frá hinni ömmu minni. Þannig höldum við í hefðirnar,“ útskýrir Þuríður.Jólabærinn hennar Þuríðar.Vísir/EyþórÞegar Þuríður býður vinkonuhópnum í jólaboð er gjarnan boðið upp á jólapakkaleik og stundum kemur gítarleikari eða töframaður. „Frændsystkinin eiga margar góðar minningar frá jólunum í mínu húsi enda er ég kölluð jólakonan mikla sem alltaf er með glens og grín,“ segir Þuríður og hlær. Önnur frænka sem býr í Danmörku kemur beint í jólahús Þuríðar þegar hún kemur til landsins til að fá jólin beint í æð.Litlir hlutir og stærri.Vísir/EyþórÞuríður vill hafa jólin alls staðar eins og myndirnar bera með sér. Hún er smekkkona og skreytir af mikilli nákvæmni. Hver hlutur á sér sinn stað sem er nákvæmlega valinn. Hún er þegar farin að hlakka mikið til aðventunnar. Skemmtileg jólauppsetning.Vísir/EyþórÞuríður nostrar við alla hluti og skiptir út. Jólapúðarnir eru teknir fram ásamt jóladúk og mörgum smáhlutum sem setja jólalegan svip á umhverfið.Vísir/EyþórJólin þurfa ekkert endilega að vera rauð. Þau geta til dæmis verið silfruð.Vísir/EyþórFalleg bakkaskreyting á eldhúsborðinu. Vísir/Eyþór
Jól Jólafréttir Mest lesið Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Jól Gyðingakökur Jól Gyðingakökur ömmu eru jólin Jól Uppskrift að piparkökuhúsi Jólin Þýskar jólasmákökur Jól Fylltar kalkúnabringur Jólin Marengsterta með lakkrís- og karamellu Jól Frá ljósanna hásal Jól Endurgerð á ömmusalati Jól Þegar jólaljósin kviknuðu Jól