Sviðsetning eftir ákveðnu handriti Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar 29. nóvember 2016 12:00 Kristín Einarsdóttir þjóðfræðingur segir að horfa megi á jólin eins og leikrit sem við setjum upp eftir handriti. Handritið semjum við úr upplýsingum héðan og þaðan, æskujólunum, bíómyndum og tískustraumum lífsstílsblaða. Vísir/Ernir Þjóðfræðingurinn Kristín Einarsdóttir hefur velt jólasiðum Íslendinga fyrir sér frá ýmsum sjónarhornum. Jólin eiga sér djúpar rætur í þjóðarsálinni og fólk setur sig í ákveðnar stellingar. Jólunum megi líkja við leikrit sem fer á fjalir heimilisins ár eftir ár.Ég fór að hugsa um jólin sem sviðsett leikrit eftir að hafa hlustað á fyrirlestur fyrir nokkrum árum um sviðsetningar í lífi okkar yfirleitt. Hvernig við sviðsetjum heimili okkar og leikum annað hlutverk þar en í vinnunni og enn annað hlutverk sem ferðamenn í öðru landi til dæmis. Það er gaman að velta jólunum fyrir sér frá þessu sjónarhorni og ég hef tengt það jólaleikriti Þjóðleikhússins í fyrirlestrum; sviðsetning með ljósum, hljóðum, leikmunum, aðal- og aukaleikurum,“ segir þjóðfræðingurinn Kristín Einarsdóttir, en hún hefur velt jólum og jólasiðum Íslendinga fyrir sér frá ýmsum sjónarhornum. Sviðsetninguna úr Þjóðleikhúsinu megi yfirfæra á umhverfi okkar, til dæmis miðbæ Reykjavíkur. Þar séu spiluð jólalög, ákveðin lýsing notuð og fólk á förnum vegi og starfsfólk veitingastaða og verslana leiki hlutverk. Inni á heimilinu fari svo fram sama leikrit, bara minna í sniðum. Við komum viðeigandi leikmunum fyrir í formi jólaskrauts og ljósa, stillum upp aðventukransi og bjóðum upp á sérstakan mat. Við spilum viðeigandi tónlist og förum meira að segja í búninga. „Við búumst við ákveðinni stemningu á þessum tíma og leikum flest það hlutverk að vera voða góð á jólunum. Á áramótunum leikum við svo hlutverkið að vera voða hress. Þetta er alls ekki neikvætt, það er bara skemmtilegt að horfa á þetta svona,“ segir Kristín.Vandlega samið handrit „Í Þjóðleikhúsinu er unnið eftir handriti sem einhver hefur samið upp úr einhverjum veruleika einhvers staðar. Alveg eins erum við með handrit að okkar jólum sem við setjum saman úr bútum héðan og þaðan, úr æsku okkar og úr fortíðinni og sögunni. Hangikjötið er til dæmis tenging við fortíðina og forfeður. Svo fáum við einnig búta í handritið úr bíómyndum, af samskiptamiðlum og úr lífsstílsblöðum. Eitt árið var til dæmis allt jólaskraut svart! Það leikrit fengum við úr einhverjum upplýsingum, úr Bo bedre kannski? Þegar fólk fer að búa saman og setur saman sitt hvort handritið geta jafnvel orðið árekstrar. Það er til dæmis ótrúlega algengt að það sé tvíréttað á aðfangadag.“Börnin í aðalhlutverki „Þegar kemur að leikurunum má segja að aðalleikararnir á jólaleikritinu á heimilunum séu börnin. Það er jafnvel svo að ef aðalleikarana vantar, til dæmis ef fólk er með börnin önnur hver jól, þá mögulega sleppir fólk því að halda jólin það skiptið og fer bara til útlanda,“ segir Kristín. „Þetta leikrit er okkur mikilvægt og til dæmis er ofboðslega vont ef einhver klikkar alvarlega á sínu hlutverki, verður drukkinn til dæmis. Aukaleikararnir eru svo jólavættirnar, Grýla og jólasveinarnir en á þessum tíma þynnast mörkin á milli himins og hins neðra má segja, óhuggulegar jólavættir úr þjóðtrúnni verða jafn nálægt okkur og Jesúbarnið.“En tökum við Íslendingar jólin hátíðlegar en aðrar þjóðir? „Ja, við sjáum nú hversu tryllingslega skreytt jólin eru til dæmis í Ameríku en í Finnlandi veit ég að fólk fer ekkert endilega í spariföt á jólum, fer bara í sauna. Ég skal ekki segja hvort við séum viðkvæmari fyrir jólunum en aðrar þjóðir. Ég hugsa að leikritið annars staðar sé bara öðruvísi en okkar. Jólin eru ákveðin tímamót og á öllum tímamótum í lífinu höfum við þörf fyrir að halda hátíð. Á tímamótum horfir fólk gjarnan um öxl og svo til framtíðar og ætli því fylgi ekki alltaf ákveðin viðkvæmni?“ Jól Mest lesið Milljón til innanlandsaðstoðar í stað jólakorta Jólin Gyðingakökur Jól Fögur er foldin Jól Á sjúkrahúsi um jólin Jól Svona skreyti ég tréð í ár Jól Sálmur 93 - Í upphafi var orðið fyrst Jól Við eigum allt og því þurfum við ekkert Jól Fylltar kalkúnabringur Jólin Engin jól án dönsku eplakökunnar Jól Hraðnámskeið í hegðun á jólahlaðborðinu Jól
Þjóðfræðingurinn Kristín Einarsdóttir hefur velt jólasiðum Íslendinga fyrir sér frá ýmsum sjónarhornum. Jólin eiga sér djúpar rætur í þjóðarsálinni og fólk setur sig í ákveðnar stellingar. Jólunum megi líkja við leikrit sem fer á fjalir heimilisins ár eftir ár.Ég fór að hugsa um jólin sem sviðsett leikrit eftir að hafa hlustað á fyrirlestur fyrir nokkrum árum um sviðsetningar í lífi okkar yfirleitt. Hvernig við sviðsetjum heimili okkar og leikum annað hlutverk þar en í vinnunni og enn annað hlutverk sem ferðamenn í öðru landi til dæmis. Það er gaman að velta jólunum fyrir sér frá þessu sjónarhorni og ég hef tengt það jólaleikriti Þjóðleikhússins í fyrirlestrum; sviðsetning með ljósum, hljóðum, leikmunum, aðal- og aukaleikurum,“ segir þjóðfræðingurinn Kristín Einarsdóttir, en hún hefur velt jólum og jólasiðum Íslendinga fyrir sér frá ýmsum sjónarhornum. Sviðsetninguna úr Þjóðleikhúsinu megi yfirfæra á umhverfi okkar, til dæmis miðbæ Reykjavíkur. Þar séu spiluð jólalög, ákveðin lýsing notuð og fólk á förnum vegi og starfsfólk veitingastaða og verslana leiki hlutverk. Inni á heimilinu fari svo fram sama leikrit, bara minna í sniðum. Við komum viðeigandi leikmunum fyrir í formi jólaskrauts og ljósa, stillum upp aðventukransi og bjóðum upp á sérstakan mat. Við spilum viðeigandi tónlist og förum meira að segja í búninga. „Við búumst við ákveðinni stemningu á þessum tíma og leikum flest það hlutverk að vera voða góð á jólunum. Á áramótunum leikum við svo hlutverkið að vera voða hress. Þetta er alls ekki neikvætt, það er bara skemmtilegt að horfa á þetta svona,“ segir Kristín.Vandlega samið handrit „Í Þjóðleikhúsinu er unnið eftir handriti sem einhver hefur samið upp úr einhverjum veruleika einhvers staðar. Alveg eins erum við með handrit að okkar jólum sem við setjum saman úr bútum héðan og þaðan, úr æsku okkar og úr fortíðinni og sögunni. Hangikjötið er til dæmis tenging við fortíðina og forfeður. Svo fáum við einnig búta í handritið úr bíómyndum, af samskiptamiðlum og úr lífsstílsblöðum. Eitt árið var til dæmis allt jólaskraut svart! Það leikrit fengum við úr einhverjum upplýsingum, úr Bo bedre kannski? Þegar fólk fer að búa saman og setur saman sitt hvort handritið geta jafnvel orðið árekstrar. Það er til dæmis ótrúlega algengt að það sé tvíréttað á aðfangadag.“Börnin í aðalhlutverki „Þegar kemur að leikurunum má segja að aðalleikararnir á jólaleikritinu á heimilunum séu börnin. Það er jafnvel svo að ef aðalleikarana vantar, til dæmis ef fólk er með börnin önnur hver jól, þá mögulega sleppir fólk því að halda jólin það skiptið og fer bara til útlanda,“ segir Kristín. „Þetta leikrit er okkur mikilvægt og til dæmis er ofboðslega vont ef einhver klikkar alvarlega á sínu hlutverki, verður drukkinn til dæmis. Aukaleikararnir eru svo jólavættirnar, Grýla og jólasveinarnir en á þessum tíma þynnast mörkin á milli himins og hins neðra má segja, óhuggulegar jólavættir úr þjóðtrúnni verða jafn nálægt okkur og Jesúbarnið.“En tökum við Íslendingar jólin hátíðlegar en aðrar þjóðir? „Ja, við sjáum nú hversu tryllingslega skreytt jólin eru til dæmis í Ameríku en í Finnlandi veit ég að fólk fer ekkert endilega í spariföt á jólum, fer bara í sauna. Ég skal ekki segja hvort við séum viðkvæmari fyrir jólunum en aðrar þjóðir. Ég hugsa að leikritið annars staðar sé bara öðruvísi en okkar. Jólin eru ákveðin tímamót og á öllum tímamótum í lífinu höfum við þörf fyrir að halda hátíð. Á tímamótum horfir fólk gjarnan um öxl og svo til framtíðar og ætli því fylgi ekki alltaf ákveðin viðkvæmni?“
Jól Mest lesið Milljón til innanlandsaðstoðar í stað jólakorta Jólin Gyðingakökur Jól Fögur er foldin Jól Á sjúkrahúsi um jólin Jól Svona skreyti ég tréð í ár Jól Sálmur 93 - Í upphafi var orðið fyrst Jól Við eigum allt og því þurfum við ekkert Jól Fylltar kalkúnabringur Jólin Engin jól án dönsku eplakökunnar Jól Hraðnámskeið í hegðun á jólahlaðborðinu Jól