Milli Vanilli Magnús Guðmundsson skrifar 14. nóvember 2016 07:00 Nú er farið að glitta í ríkisstjórn, sem er hætt við að verði eilítið veikburða ef horft er til aðeins eins manns meirihluta á þingi, en ríkisstjórn engu að síður. Það er hins vegar áhyggjuefni, ef eitthvað má marka umræðuna á samfélagsmiðlum og reyndar um samfélagið sjálft, að það stefnir í að þriðji og minnsti flokkurinn í nýju ríkisstjórnarsamstarfi mæti til leiks með laskað bakland. En umtalsverður hluti kjósenda Bjartrar framtíðar virðist líta svo á, að með væntanlegu samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn og allt að því samruna við Viðreisn sé full ástæða til þess að óttast um framtíð kerfisbreytinga til umbóta á íslensku samfélagi. Þeir sem vonuðust eftir að Björt framtíð hallaðist til vinstri í stjórnarmyndunarviðræðum virðast hins vegar líta svo á sem flokkurinn hafi nú tekið sér stöðu sem Milli Vanilli íslenskra stjórnmála. Flokks sem syngur hvorki sjálfur sé skiptir sér af lagasmíðinni, heldur einbeitir sér að því að hafa bara útlitið í lagi og dansa með. Það er lítið pönk í því. En kjósendur ættu þó ekki þurfa að undrast þessa þróun í ljósi þess að eina þrætuepli Bjartrar framtíðar og Viðreisnar fyrir kosningar virtist vera hvor flokkurinn ætti höfundarréttinn á stefnuskránni. Nánast strax eftir kosningar virtist það reyndar engu máli skipta þar sem forusta flokkanna hafði komið sér saman um lagaval, raddir og útgáfur. En að því slepptu hvort einhverjir kjósendur Bjartrar framtíðar upplifa sig kokkálaða í sambandi sínu við flokkinn þá er auðvitað langtum mikilvægara að horfa til fyrirætlana komandi ríkisstjórnar. Ekki veitir af því ærin eru verkefnin. Íslenska heilbrigðiskerfið er svo gott sem í molum eftir gegndarlausan niðurskurð og þrengingar allt frá því löngu fyrir hrun. Það er greinilega ekkert grín að verða alvarlega veikur á Íslandi og hvað þá að verða gömul án aðstandenda til þess að sjá okkur fyrir fullnægjandi næringu og umönnun. Íslenskt menntakerfi hefur með sama hætti mátt þola stöðugan niðurskurð og þrengingar árum saman og allt frá leikskóla til háskóla. Meginstoð menntakerfisins, kennararnir sjálfir, búa við afleit kjör og ef heldur fram sem horfir má búast við atgervisflótta úr þeirri ágætu stétt. Sömu sögu má segja af lögreglunni sem hefur mátt búa við endalausan niðurskurð og fjársvelti þrátt fyrir að þurfa að sinna vandamálum sem hafa skapast af völdum gríðarlegrar aukningar ferðamanna á síðustu árum. Ferðamanna sem þurfa almennilega vegi til þess að geta ferðast tiltölulega hættulaust um landið svo ekki sé nú minnst á aðra almennilega þjónustu. Auðvitað mætti tilgreina fjölmargt fleira sem er fyrir löngu orðið meira en aðkallandi í íslensku samfélagi, svo sem breytingar á kvótakerfinu, samningamál sjómanna, endurskoðun á landbúnaðarkerfinu, endurskoðun á fjármálakerfinu, uppræting á spillingu og sérhagsmuna kunningjasamfélags og þúfnahyggju, eða með öðrum orðum, ástæðu þess að kosningum var flýtt. Stóra spurningin er því hvernig komandi stjórn ætlar að taka á öllum þessum málum sem á okkur brenna? Þjóðin bíður eftir framtíðinni.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 14. nóvember. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2016 Skoðun Magnús Guðmundsson Mest lesið Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun ESB kærir sig ekkert um Íslandi í jólgjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson Skoðun
Nú er farið að glitta í ríkisstjórn, sem er hætt við að verði eilítið veikburða ef horft er til aðeins eins manns meirihluta á þingi, en ríkisstjórn engu að síður. Það er hins vegar áhyggjuefni, ef eitthvað má marka umræðuna á samfélagsmiðlum og reyndar um samfélagið sjálft, að það stefnir í að þriðji og minnsti flokkurinn í nýju ríkisstjórnarsamstarfi mæti til leiks með laskað bakland. En umtalsverður hluti kjósenda Bjartrar framtíðar virðist líta svo á, að með væntanlegu samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn og allt að því samruna við Viðreisn sé full ástæða til þess að óttast um framtíð kerfisbreytinga til umbóta á íslensku samfélagi. Þeir sem vonuðust eftir að Björt framtíð hallaðist til vinstri í stjórnarmyndunarviðræðum virðast hins vegar líta svo á sem flokkurinn hafi nú tekið sér stöðu sem Milli Vanilli íslenskra stjórnmála. Flokks sem syngur hvorki sjálfur sé skiptir sér af lagasmíðinni, heldur einbeitir sér að því að hafa bara útlitið í lagi og dansa með. Það er lítið pönk í því. En kjósendur ættu þó ekki þurfa að undrast þessa þróun í ljósi þess að eina þrætuepli Bjartrar framtíðar og Viðreisnar fyrir kosningar virtist vera hvor flokkurinn ætti höfundarréttinn á stefnuskránni. Nánast strax eftir kosningar virtist það reyndar engu máli skipta þar sem forusta flokkanna hafði komið sér saman um lagaval, raddir og útgáfur. En að því slepptu hvort einhverjir kjósendur Bjartrar framtíðar upplifa sig kokkálaða í sambandi sínu við flokkinn þá er auðvitað langtum mikilvægara að horfa til fyrirætlana komandi ríkisstjórnar. Ekki veitir af því ærin eru verkefnin. Íslenska heilbrigðiskerfið er svo gott sem í molum eftir gegndarlausan niðurskurð og þrengingar allt frá því löngu fyrir hrun. Það er greinilega ekkert grín að verða alvarlega veikur á Íslandi og hvað þá að verða gömul án aðstandenda til þess að sjá okkur fyrir fullnægjandi næringu og umönnun. Íslenskt menntakerfi hefur með sama hætti mátt þola stöðugan niðurskurð og þrengingar árum saman og allt frá leikskóla til háskóla. Meginstoð menntakerfisins, kennararnir sjálfir, búa við afleit kjör og ef heldur fram sem horfir má búast við atgervisflótta úr þeirri ágætu stétt. Sömu sögu má segja af lögreglunni sem hefur mátt búa við endalausan niðurskurð og fjársvelti þrátt fyrir að þurfa að sinna vandamálum sem hafa skapast af völdum gríðarlegrar aukningar ferðamanna á síðustu árum. Ferðamanna sem þurfa almennilega vegi til þess að geta ferðast tiltölulega hættulaust um landið svo ekki sé nú minnst á aðra almennilega þjónustu. Auðvitað mætti tilgreina fjölmargt fleira sem er fyrir löngu orðið meira en aðkallandi í íslensku samfélagi, svo sem breytingar á kvótakerfinu, samningamál sjómanna, endurskoðun á landbúnaðarkerfinu, endurskoðun á fjármálakerfinu, uppræting á spillingu og sérhagsmuna kunningjasamfélags og þúfnahyggju, eða með öðrum orðum, ástæðu þess að kosningum var flýtt. Stóra spurningin er því hvernig komandi stjórn ætlar að taka á öllum þessum málum sem á okkur brenna? Þjóðin bíður eftir framtíðinni.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 14. nóvember.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun