The Simpsons bregðast við Trump spádómnum: „Ömurlegt að hafa rétt fyrir sér“ Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 14. nóvember 2016 13:45 Frægt er orðið að höfundar The Simpsons spáðu fyrir um forsetatíð Trump í þætti árið 2000. Vísir/Skjáskot Frægt er orðið að höfundar The Simpsons spáðu fyrir um forsetatíð Donalds Trump í þættinum Bart to the Future, sem var fyrst sýndur í mars árið 2000. Í þættinum sér Bart framtíðina, þar sem systir hans Lisa er fyrsti gagnkynhneigði kvenforseti Bandaríkjanna. Hennar bíður mikið verk þar sem fyrirrennari hennar í embætti, Donald Trump, skildi ríkissjóð Bandaríkjanna eftir í hræðilegu ástandi og Bandaríkin eru gjaldþrota. Nú þegar ljóst er að höfundar þáttarinns höfðu rétt fyrir sér, brugðu þeir á það ráð að gangast við spádómnum í nýjasta þættinum, sem sýndur var vestanhafs í gær. Notuðu þeir upphafsatriðið fræga, þar sem Bart skrifar alltaf eitthvað á krítartöflu í byrjun hvers þáttar. Á töflunni í þætti gærkvöldsins stóð einfaldlega „það er ömurlegt að hafa rétt fyrir sér.“ Einn höfunda þáttanna, Dan Greaney, sagði í viðtali við The Hollywood Reporter í mars síðastliðnum að þættinum hafi ætlað að vera viðvörun til Bandaríkjamanna. „Það virtist vera síðasta skrefið áður en botninum væri náð. Þessi hugmynd kom upp því hún var í takt við þá hugmynd að Bandaríkin væru að missa vitið,“ sagði Greaney. Sjá einnig: Skemmtanabransinn spáði fyrir um sigur TrumpÞetta er ekki í eina skiptið sem höfundar Simpsons hafa náð að spá fyrir um framtíðina. Fyrir sex árum spáðu þeir fyrir að Bengt Holström myndi hljóta Nóbelsverðlaunin í hagfræði árið 2016, sem hann gerði. Þá hjálpuðu þeir einnig við fínpússun á hönnun iPhone, spáðu fyrir um Apple úrin og sögðu að hljómsveitin the Rolling Stones yrði enn á tónleikaferðalagi árið 2016.The Simpsons updates its 2000 prediction of a Trump Presidency... #TheSimpsons pic.twitter.com/Myf5rYb9Dj— The Simpsons (@TheSimpsons) November 14, 2016 Donald Trump Mest lesið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Fleiri fréttir Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Sjá meira
Frægt er orðið að höfundar The Simpsons spáðu fyrir um forsetatíð Donalds Trump í þættinum Bart to the Future, sem var fyrst sýndur í mars árið 2000. Í þættinum sér Bart framtíðina, þar sem systir hans Lisa er fyrsti gagnkynhneigði kvenforseti Bandaríkjanna. Hennar bíður mikið verk þar sem fyrirrennari hennar í embætti, Donald Trump, skildi ríkissjóð Bandaríkjanna eftir í hræðilegu ástandi og Bandaríkin eru gjaldþrota. Nú þegar ljóst er að höfundar þáttarinns höfðu rétt fyrir sér, brugðu þeir á það ráð að gangast við spádómnum í nýjasta þættinum, sem sýndur var vestanhafs í gær. Notuðu þeir upphafsatriðið fræga, þar sem Bart skrifar alltaf eitthvað á krítartöflu í byrjun hvers þáttar. Á töflunni í þætti gærkvöldsins stóð einfaldlega „það er ömurlegt að hafa rétt fyrir sér.“ Einn höfunda þáttanna, Dan Greaney, sagði í viðtali við The Hollywood Reporter í mars síðastliðnum að þættinum hafi ætlað að vera viðvörun til Bandaríkjamanna. „Það virtist vera síðasta skrefið áður en botninum væri náð. Þessi hugmynd kom upp því hún var í takt við þá hugmynd að Bandaríkin væru að missa vitið,“ sagði Greaney. Sjá einnig: Skemmtanabransinn spáði fyrir um sigur TrumpÞetta er ekki í eina skiptið sem höfundar Simpsons hafa náð að spá fyrir um framtíðina. Fyrir sex árum spáðu þeir fyrir að Bengt Holström myndi hljóta Nóbelsverðlaunin í hagfræði árið 2016, sem hann gerði. Þá hjálpuðu þeir einnig við fínpússun á hönnun iPhone, spáðu fyrir um Apple úrin og sögðu að hljómsveitin the Rolling Stones yrði enn á tónleikaferðalagi árið 2016.The Simpsons updates its 2000 prediction of a Trump Presidency... #TheSimpsons pic.twitter.com/Myf5rYb9Dj— The Simpsons (@TheSimpsons) November 14, 2016
Donald Trump Mest lesið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Fleiri fréttir Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Sjá meira