Mannleg geimverusaga með ferskan vinkil Tómas Valgeirsson skrifar 17. nóvember 2016 11:00 Amy Adams í hlutverki sínu sem málvísindasérfræðingurinn Louise Banks. Henni tekst að eigna sér alla myndina áreynslulaust og gefa henni mikla sál. Arrival HHHHH Leikstjóri: Denis Villeneuve Framleiðendur: Handrit: Eric Heisserer Kvikmyndataka: Bradford Young Tónlist: Jóhann Jóhannsson Leikarar: Amy Adams, Jeremy Renner, Forrest Whitaker Það má alltaf fagna því þegar gerðar eru vandaðar vísindaskáldsögur sem miða hátt og nota heilann. Arrival er á marga vegu einstök geimverumynd, lítil og manneskjuleg saga sem býr yfir eitthvað af þeim hráefnum sem útbúa góða, snjalla ,,sci-fi" mynd; stórar hugmyndir, athyglisverðan ágreining, erfiðar ákvarðanir og grunnhugmynd sem grípur. Tólf geimskip taka sér stöðu á jörðinni. Viðbrögð jarðarbúa eru að ná sambandi við geimverurnar en þar sem við tölum augljóslega ekki tungumálið þeirra getur það reynst snúið. Louise Banks, einn helsti málvísindasérfræðingur Bandaríkjanna, er kölluð á svæðið til að reyna að skilja geimverurnar og komast til botns í því hvað þær vilja. En þá er spurning hvort tíminn sé með þeim og brátt vex spennan og óttinn á meðal jarðarbúa. Hérna skiptir öllu máli hvaða væntingar áhorfandinn gerir sér fyrirfram. Arrival á meira sameiginlegt með myndum á borð við Close Encounters of the Third Kind og Contact frekar en nokkurn tímann Independence Day. Búist menn við einhverjum hasar er það ávísun á langdregna fýluferð. Hin yfirleitt áreiðanlega Amy Adams leikur Louise og fær alveg að skína í þessu hlutverki. Ekki bara eignar hún sér alla myndina áreynslulaust heldur gefur hún henni mikla sál. Jeremy Renner, Forrest Whitaker og Michael Stuhlbarg eru einnig hörkugóðir í tilþrifaminni hlutverkum. Það er nóg af trúverðugum og spennandi tilfinningasveiflum, en almennt er ekki mikið í persónurnar spunnið. Meira er lagt upp úr ráðgátunni og pælingunum í kringum hana frekar en að setja persónusköpun í forgrunn. Heildarmyndin líður fyrir þetta, sérstaklega þegar innihaldið ristir ekkert sérlega djúpt og endurtekur sig örlítið of mikið. Arrival vekur hins vegar upp áhugaverðar umræður, spilar með ferska vinkla og lokkar með forvitnilegri framvindu, lágstemmdri spennu og sterkri umgjörð. Hér er líka á ferðinni kvikmynd sem gerir sér alveg grein fyrir því að minna getur oft verið meira. Leikstjórinn Denis Villeneuve hefur margsannað sig núna sem fagmaður þegar kemur að andrúmslofti og tilfinningaspennu. Fyrri myndir hans (t.d. Prisoners, Enemy og Sicario - sem eru allar frábærar) eru að vísu svartsýnni í tóni heldur en Arrival, þar sem hann leyfir sér að vera blíðari, en allar eiga það sameiginlegt að glíma við einhvers konar örvæntingu eða vaxandi óhugnað. Kvikmyndataka og tónlist hefur staðið upp úr í myndum leikstjórans. Þar er Arrival engin undantekning. Tónar Jóhanns Jóhannssonar ná einstaklega vel að innsigla dulúðina, drungann og ekki síður fegurðina sem fylgir hér með þeirri stemningu sem tökumaðurinn Bradford Young á einnig stóran þátt í að skapa. Klipping, hönnun, hljóðvinnsla og brellur eru sömuleiðis í háum gæðaflokki. Það eru fleiri skýringar í handritinu en þörf voru á og framvindan er ekki laus við gloppur, en myndin snýst hvort sem er meira um að vekja upp spurningar um mannlega eðlið heldur en að kafa dýpra í hugmyndirnar og þemun. En þó svo að Arrival sé ekki allra er alveg ljóst að erfitt er að finna annað í líkingu við hana, sem er gott. Niðurstaða: Það vantar meiri dýpt í innihaldið en Arrival er þrátt fyrir það nokkuð einstök geimverusaga. Vandað, vel leikið drama sem daðrar við stórar hugmyndir. Bíó og sjónvarp Menning Tengdar fréttir Kvikmyndir eru samvinnuverkefni Tónskáldið Jóhann Jóhannsson hefur átt ótrúlega góðu gengi að fagna. Um þessar mundir er hann með mörg járn í eldinum en hann er að vinna tónlist fyrir nýjustu Blade Runner-myndina og ónefnda Aronofsky-mynd. 12. nóvember 2016 10:00 Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fríðustu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Fleiri fréttir Litríkar umbúðir en lítið innihald Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira
Arrival HHHHH Leikstjóri: Denis Villeneuve Framleiðendur: Handrit: Eric Heisserer Kvikmyndataka: Bradford Young Tónlist: Jóhann Jóhannsson Leikarar: Amy Adams, Jeremy Renner, Forrest Whitaker Það má alltaf fagna því þegar gerðar eru vandaðar vísindaskáldsögur sem miða hátt og nota heilann. Arrival er á marga vegu einstök geimverumynd, lítil og manneskjuleg saga sem býr yfir eitthvað af þeim hráefnum sem útbúa góða, snjalla ,,sci-fi" mynd; stórar hugmyndir, athyglisverðan ágreining, erfiðar ákvarðanir og grunnhugmynd sem grípur. Tólf geimskip taka sér stöðu á jörðinni. Viðbrögð jarðarbúa eru að ná sambandi við geimverurnar en þar sem við tölum augljóslega ekki tungumálið þeirra getur það reynst snúið. Louise Banks, einn helsti málvísindasérfræðingur Bandaríkjanna, er kölluð á svæðið til að reyna að skilja geimverurnar og komast til botns í því hvað þær vilja. En þá er spurning hvort tíminn sé með þeim og brátt vex spennan og óttinn á meðal jarðarbúa. Hérna skiptir öllu máli hvaða væntingar áhorfandinn gerir sér fyrirfram. Arrival á meira sameiginlegt með myndum á borð við Close Encounters of the Third Kind og Contact frekar en nokkurn tímann Independence Day. Búist menn við einhverjum hasar er það ávísun á langdregna fýluferð. Hin yfirleitt áreiðanlega Amy Adams leikur Louise og fær alveg að skína í þessu hlutverki. Ekki bara eignar hún sér alla myndina áreynslulaust heldur gefur hún henni mikla sál. Jeremy Renner, Forrest Whitaker og Michael Stuhlbarg eru einnig hörkugóðir í tilþrifaminni hlutverkum. Það er nóg af trúverðugum og spennandi tilfinningasveiflum, en almennt er ekki mikið í persónurnar spunnið. Meira er lagt upp úr ráðgátunni og pælingunum í kringum hana frekar en að setja persónusköpun í forgrunn. Heildarmyndin líður fyrir þetta, sérstaklega þegar innihaldið ristir ekkert sérlega djúpt og endurtekur sig örlítið of mikið. Arrival vekur hins vegar upp áhugaverðar umræður, spilar með ferska vinkla og lokkar með forvitnilegri framvindu, lágstemmdri spennu og sterkri umgjörð. Hér er líka á ferðinni kvikmynd sem gerir sér alveg grein fyrir því að minna getur oft verið meira. Leikstjórinn Denis Villeneuve hefur margsannað sig núna sem fagmaður þegar kemur að andrúmslofti og tilfinningaspennu. Fyrri myndir hans (t.d. Prisoners, Enemy og Sicario - sem eru allar frábærar) eru að vísu svartsýnni í tóni heldur en Arrival, þar sem hann leyfir sér að vera blíðari, en allar eiga það sameiginlegt að glíma við einhvers konar örvæntingu eða vaxandi óhugnað. Kvikmyndataka og tónlist hefur staðið upp úr í myndum leikstjórans. Þar er Arrival engin undantekning. Tónar Jóhanns Jóhannssonar ná einstaklega vel að innsigla dulúðina, drungann og ekki síður fegurðina sem fylgir hér með þeirri stemningu sem tökumaðurinn Bradford Young á einnig stóran þátt í að skapa. Klipping, hönnun, hljóðvinnsla og brellur eru sömuleiðis í háum gæðaflokki. Það eru fleiri skýringar í handritinu en þörf voru á og framvindan er ekki laus við gloppur, en myndin snýst hvort sem er meira um að vekja upp spurningar um mannlega eðlið heldur en að kafa dýpra í hugmyndirnar og þemun. En þó svo að Arrival sé ekki allra er alveg ljóst að erfitt er að finna annað í líkingu við hana, sem er gott. Niðurstaða: Það vantar meiri dýpt í innihaldið en Arrival er þrátt fyrir það nokkuð einstök geimverusaga. Vandað, vel leikið drama sem daðrar við stórar hugmyndir.
Bíó og sjónvarp Menning Tengdar fréttir Kvikmyndir eru samvinnuverkefni Tónskáldið Jóhann Jóhannsson hefur átt ótrúlega góðu gengi að fagna. Um þessar mundir er hann með mörg járn í eldinum en hann er að vinna tónlist fyrir nýjustu Blade Runner-myndina og ónefnda Aronofsky-mynd. 12. nóvember 2016 10:00 Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fríðustu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Fleiri fréttir Litríkar umbúðir en lítið innihald Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira
Kvikmyndir eru samvinnuverkefni Tónskáldið Jóhann Jóhannsson hefur átt ótrúlega góðu gengi að fagna. Um þessar mundir er hann með mörg járn í eldinum en hann er að vinna tónlist fyrir nýjustu Blade Runner-myndina og ónefnda Aronofsky-mynd. 12. nóvember 2016 10:00