Alaska Air notar eldsneyti úr trjám Finnur Thorlacius skrifar 17. nóvember 2016 10:41 Fyllt á eldsneyti flugvélar Alaska Air. Á mánudaginn síðastliðinn flaug flugvél frá Alaska Air milli Seattle og Washington og í eldsneytistönkum hennar var að 20% hluta isobútanól sem unnið er úr sellulosa úr trjám. Þetta flug markar þau tímamót að nota afurðir trjáa í eldsneyti á flugvélar. Flugvélin notaði alls 4.100 lítra af þessu eldsneyti á flugi sínu og sparaði því jafn mikið af jarðefnaeldsneyti. Þessi nýjung er afrakstur 4,5 milljarða rannsóknarvinnu USDA National Institute of Fodd and Agriculture hjá Washington State háskólanum, í samstarfi við Northwest Advanced Renewables Alliance. Því er spáð að flug muni tvöfaldast í heiminum á næstu 20 árum og því er mikilvægt að flugbransinn finni leiðir til að taka þátt í því að skipta út notkun jarðefnaeldsneytis með öðrum orkugjöfum. United Airlines hefur fjárfest í Fulcrum Bioenergy og FedEx kaupir milljónir gallona af lífefnaeldsneyti af Red Rock Biofuels og eru það ágæt dæmi um þá viðleitni flutningfyrirtækja að sækja á þessi mið. Virgin Atlantic flaug sitt fyrsta flug með lífefnaeldsneyti árið 2008 og Boeing hefur rannsakað hvort noti megi lífefnaeldsneyti úr þangi. Alaska Air hefur áður notað lífefnaeldsneyti í flugvélar sínar sem unnið var úr korni, en notkun lífefnaeldsneyti úr trjám hefur ekki áður verið notað í flugvélar. Ef allt flug Alaska Air notaðist að 20% hluta við lífefnaeldsneyti úr trjám jafngilti það því að 30.000 bílar væru teknir úr umferð með tilsvarandi sparnaði á jarðefnaeldsneyti. Birgi Alaska Air á trjálífefnaeldsneytinu vonast til að ná verði á hvert gallon niður í 3,5 til 4,5 dollara, eða 103-132 krónur. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent
Á mánudaginn síðastliðinn flaug flugvél frá Alaska Air milli Seattle og Washington og í eldsneytistönkum hennar var að 20% hluta isobútanól sem unnið er úr sellulosa úr trjám. Þetta flug markar þau tímamót að nota afurðir trjáa í eldsneyti á flugvélar. Flugvélin notaði alls 4.100 lítra af þessu eldsneyti á flugi sínu og sparaði því jafn mikið af jarðefnaeldsneyti. Þessi nýjung er afrakstur 4,5 milljarða rannsóknarvinnu USDA National Institute of Fodd and Agriculture hjá Washington State háskólanum, í samstarfi við Northwest Advanced Renewables Alliance. Því er spáð að flug muni tvöfaldast í heiminum á næstu 20 árum og því er mikilvægt að flugbransinn finni leiðir til að taka þátt í því að skipta út notkun jarðefnaeldsneytis með öðrum orkugjöfum. United Airlines hefur fjárfest í Fulcrum Bioenergy og FedEx kaupir milljónir gallona af lífefnaeldsneyti af Red Rock Biofuels og eru það ágæt dæmi um þá viðleitni flutningfyrirtækja að sækja á þessi mið. Virgin Atlantic flaug sitt fyrsta flug með lífefnaeldsneyti árið 2008 og Boeing hefur rannsakað hvort noti megi lífefnaeldsneyti úr þangi. Alaska Air hefur áður notað lífefnaeldsneyti í flugvélar sínar sem unnið var úr korni, en notkun lífefnaeldsneyti úr trjám hefur ekki áður verið notað í flugvélar. Ef allt flug Alaska Air notaðist að 20% hluta við lífefnaeldsneyti úr trjám jafngilti það því að 30.000 bílar væru teknir úr umferð með tilsvarandi sparnaði á jarðefnaeldsneyti. Birgi Alaska Air á trjálífefnaeldsneytinu vonast til að ná verði á hvert gallon niður í 3,5 til 4,5 dollara, eða 103-132 krónur.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent