Norðmenn framlengja stuðning við rafmagnsbílakaup til 2020 Finnur Thorlacius skrifar 17. nóvember 2016 13:27 Rafmagnsbílar í hleðslu á bílastæði í Noregi. Til stóð við næstu áramót hjá norskum yfirvöldum að hætta stuðningi við kaup á rafmagnsbílum með skattaafsláttum. Norska ríkið hefur nú hætt við þessi áform sín og hefur framlengt stuðninginn, eða skattleysið til ársins 2020. Noregur hefur verið fremst þjóða í kaupum á rafmagnsbílum og á þessu ári eru 28,8% allra nýrra seldra bíla annaðhvort rafmagnsbílar eða tengiltvinnbílar. Af þessum 28,8% voru 19% hreinræktaðir rafmagnsbílar og 9,8% tengiltvinnbílar. Stefna norska ríkisins er að árið 2025 verði engir nýir bílar með brunavél seldir og allir bílar umhverfisvænir. Þar sem aðeins 9 ár eru til þess tíma kemur ákvörðunin ef til vill ekki mikið á óvart. Því má búast við því að Norðmenn haldi áfram af krafti að kaupa rafmagnsbíla og tengiltvinnbíla, enda eru þeir eins og hér á landi ódýrir og að auki njóta Norðmenn með þeim ýmissa fríðinda eins og að fá að aka á strætóakreinum, leggja frítt í stæði og fá ókeypis í gegnum göng og yfir brýr þar sem aðrir ökumenn eru rukkaðir. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent
Til stóð við næstu áramót hjá norskum yfirvöldum að hætta stuðningi við kaup á rafmagnsbílum með skattaafsláttum. Norska ríkið hefur nú hætt við þessi áform sín og hefur framlengt stuðninginn, eða skattleysið til ársins 2020. Noregur hefur verið fremst þjóða í kaupum á rafmagnsbílum og á þessu ári eru 28,8% allra nýrra seldra bíla annaðhvort rafmagnsbílar eða tengiltvinnbílar. Af þessum 28,8% voru 19% hreinræktaðir rafmagnsbílar og 9,8% tengiltvinnbílar. Stefna norska ríkisins er að árið 2025 verði engir nýir bílar með brunavél seldir og allir bílar umhverfisvænir. Þar sem aðeins 9 ár eru til þess tíma kemur ákvörðunin ef til vill ekki mikið á óvart. Því má búast við því að Norðmenn haldi áfram af krafti að kaupa rafmagnsbíla og tengiltvinnbíla, enda eru þeir eins og hér á landi ódýrir og að auki njóta Norðmenn með þeim ýmissa fríðinda eins og að fá að aka á strætóakreinum, leggja frítt í stæði og fá ókeypis í gegnum göng og yfir brýr þar sem aðrir ökumenn eru rukkaðir.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent