Finnst gaman að útskýra fyrir öðrum Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 20. nóvember 2016 08:45 Julia og Vigdís Finnbogadóttir fyrrverandi forseti. Vigdís var verndari verðlaunanna og afhenti þau við hátíðlega athöfn í Norðurljósasal Hörpu. Mynd/Sigrún Björnsdóttir Julia Newel var ein þeirra 57 reykvísku grunnskólanemenda sem hlutu Íslenskuverðlaun unga fólksins í bókmenntaborginni Reykjavík á degi íslenskrar tungu. Julia er tólf ára nemandi í Fellaskóla í Breiðholti. Hún fékk verðlaunin fyrir að taka stöðugum framförum og búa yfir ákveðinni færni í ræðu og riti sem skarar fram úr, ásamt því að túlka fyrir pólska samnemendur sína. Hún var að vonum glöð þegar hún tók við verðlaununum. „Mér fannst það gaman. Ég er stolt yfir því að hafa verið valin,“ segir hún. Julia fæddist á Íslandi og þó hún sé svona góð í íslensku þá er stærðfræði uppáhaldsfag hennar í skólanum. Skyldi hún fara oft til Póllands. „Mamma og pabbi eru bæði frá Póllandi og ég hef farið þangað á hverju ári síðan ég fæddist. Ég fór þangað til dæmis í sumar, hitti fjölskylduna mína og gerði margt skemmtilegt.“ Spurð hverrar þjóðar bestu vinir hennar séu svarar Julia: „Þeir eru frá mörgum löndum. Í bekknum mínum eru krakkar frá tíu löndum.“ Helsta áhugamál Juliu er dans. „Ég æfi dans í World Class,“ upplýsir hún og bætir við: „En eitt af því sem einkennir mig er að ég er mjög tapsár. Þess vegna finnst mér mikilvægt að læra vel fyrir próf því mig langar að fá háar einkunnir.“ Miðað við vitnisburðinn sem vísað er til í byrjun um að Julia sé dugleg að túlka fyrir pólska samnemendur sína kemur ekki á óvart hvað hana langar að verða þegar hún verður stór og af hverju. „Mig langar að verða kennari því mér finnst gaman að tala. Og þegar ég er búin að læra eitthvað vel finnst mér gaman að útskýra það fyrir öðrum.“ Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 19. nóvember 2016. Lífið Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Fleiri fréttir Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Sjá meira
Julia Newel var ein þeirra 57 reykvísku grunnskólanemenda sem hlutu Íslenskuverðlaun unga fólksins í bókmenntaborginni Reykjavík á degi íslenskrar tungu. Julia er tólf ára nemandi í Fellaskóla í Breiðholti. Hún fékk verðlaunin fyrir að taka stöðugum framförum og búa yfir ákveðinni færni í ræðu og riti sem skarar fram úr, ásamt því að túlka fyrir pólska samnemendur sína. Hún var að vonum glöð þegar hún tók við verðlaununum. „Mér fannst það gaman. Ég er stolt yfir því að hafa verið valin,“ segir hún. Julia fæddist á Íslandi og þó hún sé svona góð í íslensku þá er stærðfræði uppáhaldsfag hennar í skólanum. Skyldi hún fara oft til Póllands. „Mamma og pabbi eru bæði frá Póllandi og ég hef farið þangað á hverju ári síðan ég fæddist. Ég fór þangað til dæmis í sumar, hitti fjölskylduna mína og gerði margt skemmtilegt.“ Spurð hverrar þjóðar bestu vinir hennar séu svarar Julia: „Þeir eru frá mörgum löndum. Í bekknum mínum eru krakkar frá tíu löndum.“ Helsta áhugamál Juliu er dans. „Ég æfi dans í World Class,“ upplýsir hún og bætir við: „En eitt af því sem einkennir mig er að ég er mjög tapsár. Þess vegna finnst mér mikilvægt að læra vel fyrir próf því mig langar að fá háar einkunnir.“ Miðað við vitnisburðinn sem vísað er til í byrjun um að Julia sé dugleg að túlka fyrir pólska samnemendur sína kemur ekki á óvart hvað hana langar að verða þegar hún verður stór og af hverju. „Mig langar að verða kennari því mér finnst gaman að tala. Og þegar ég er búin að læra eitthvað vel finnst mér gaman að útskýra það fyrir öðrum.“ Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 19. nóvember 2016.
Lífið Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Fleiri fréttir Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Sjá meira