Stærsta pöntun á Rolls Royce bílum afgreidd Finnur Thorlacius skrifar 2. nóvember 2016 10:33 Rolls Royce Phantom bílarnir sem brátt aka forríku fólki The 13 Hótelsins í Macau. Nú hefur stærsta pöntun sem bresku Rolls Royce verksmiðjurnar hafa fengið frá upphafi verið afgreidd. Fyrir um tveimur árum pantaði Stephen Hung 30 bíla af gerðinni Rolls Royce Phantom í Extended Wheelbase útfærslu til afnota fyrir gesti hótels síns, The 13 Hotel í Macau. Allir þessir bílar hafa nú verið afhentir og eru þeir allir í sama litnum, þ.e. rauðir. Þessir bílar kostuðu samtals 20 milljónir dollara, eða 2,3 milljarða króna. Þessi pöntun sló út 14 bíla pöntun sem Rolls Royce fékk árið 2006, en þar var einnig um að ræða bíla sem nota skildi fyrir gesti hótels í Asíu, í því tilviki fyrir Peninsula hótelið í Hong Kong. Tveir af þessum 30 bílum sem afgreiddir voru fyrir hótelið í Macau eru skreyttir gulli hér og þar á bílunum og demantar eru að auki í Rolls Royce merki þeirra. Þessir tveir bílar eru dýrustu Rolls Royce Phantom bílar sem framleiddir hafa verið. The 13 Hotel í Macau hefur ekki enn verið opnað, en það mun gerast snemma á næsta ári og ekki kemur á óvart að hótelið er ætlað ofurríku fólki og kostar dýrasta gisting þar 130.000 dollara nóttin, eða um 15 milljónir króna. Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent
Nú hefur stærsta pöntun sem bresku Rolls Royce verksmiðjurnar hafa fengið frá upphafi verið afgreidd. Fyrir um tveimur árum pantaði Stephen Hung 30 bíla af gerðinni Rolls Royce Phantom í Extended Wheelbase útfærslu til afnota fyrir gesti hótels síns, The 13 Hotel í Macau. Allir þessir bílar hafa nú verið afhentir og eru þeir allir í sama litnum, þ.e. rauðir. Þessir bílar kostuðu samtals 20 milljónir dollara, eða 2,3 milljarða króna. Þessi pöntun sló út 14 bíla pöntun sem Rolls Royce fékk árið 2006, en þar var einnig um að ræða bíla sem nota skildi fyrir gesti hótels í Asíu, í því tilviki fyrir Peninsula hótelið í Hong Kong. Tveir af þessum 30 bílum sem afgreiddir voru fyrir hótelið í Macau eru skreyttir gulli hér og þar á bílunum og demantar eru að auki í Rolls Royce merki þeirra. Þessir tveir bílar eru dýrustu Rolls Royce Phantom bílar sem framleiddir hafa verið. The 13 Hotel í Macau hefur ekki enn verið opnað, en það mun gerast snemma á næsta ári og ekki kemur á óvart að hótelið er ætlað ofurríku fólki og kostar dýrasta gisting þar 130.000 dollara nóttin, eða um 15 milljónir króna.
Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent