Tónlist

Heitasti rapparinn á Akureyri með nýtt myndband með Úlfi Úlfi

Stefán Árni Pálsson skrifar
Halldór Kristinn Harðarsson, betur þekktur sem norðlenski rapparinn KÁ-AKÁ sendi í dag frá sér nýtt myndband við lagið Draugar en með honum í laginu eru þeir Arnar Freyr Frostason og Helgi Sæmundur Guðmundur í hljómsveitinni Úlfur Úlfur.

Halldór gaf út sitt fyrsta lagið sitt Kaflaskipti (minn eigin Guð) í byrjun árs og hefur verið nær óstöðvandi síðan. Umfjöllunarefni hans er ekkert endilega eins og heyrist í flestum hiphopp-lögum.

Eins og aðrir fjallar hann um sinn eigin raunveruleika sem þó er hugsanlega öllu stilltari til hófs en hjá mörgum öðrum þekktum röppurum landsins.

Myndbandið við lagið Draugar er tekið upp á Akureyri og má einnig sjá Emmsjé Gauta í myndbandinu sem sjá má hér að neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.