Fólkið á Airwaves: Frá skothvellum í Eþíópíu til óvænts öryggis á Íslandi Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 2. nóvember 2016 20:00 Wesley Zebrowski er í skiptinámi á Ísafirði Vísir/Vilhelm Wesley Zebrowski þurfti ekki að gera sér ferð frá Wisconsin, þaðan sem hann er, til að kíkja á tónlistarhátíðina Iceland Airwaves. Hann er nú þegar búsettur hér á landi, nánar tiltekið á Ísafirði, þar sem hann er í skiptinámi að rannsaka loftslagsbreytingar. Hann gerði sér þó ferð til Reykjavíkur í viku yfir hátíðina og til að sjá Björk. „Ég veit ekki hvað ég er spenntastur að sjá. Ég áttaði mig ekki á hversu mikið af íslenskum hljómsveitum ég fílaði áður en ég kom hingað. Ég var alveg „Já ég þekki þessa hljómsveit!“ En það eru að minnsta kosti 12 hljómsveitir sem ég er með á lista sem ég ætla mér að sjá,“ segir Wesley í samtali við Vísi. Hann hefur dvalið hér á landi síðan í lok ágúst. Hann segist þó spenntur að sjá Múm, Mammút og Kate Tempest. Svo auðvitað Björk. „Ég er að fara á Björk, það er mjög spennandi,“ segir Wesley og virðist gera sér grein fyrir að hann sé heppinn að eiga miða. „Ég var alveg með það á hreinu. Um leið og þeir opnuðu fyrir miðasöluna þá var ég mættur á síðuna.“Öryggið kom á óvart Áður en hann kom til Íslands var Wesley að læra í Eþíópíu. Hann segir það hafa komið sér á óvart hvað Ísland er öruggur staður. „Kannski átti það ekki að koma mér á óvart,“ segir Wesley. „Þar sem ég var í Eþíópíu var mikill órói í samfélaginu. Þannig að ég kom hingað frá stað þar sem maður mátti venjast því að heyra skothvelli fyrir utan hótelið. Svo kemur maður hingað þar sem það er nær óhugsandi. Það eru ekki glæpir hér, virðist vera.“ Wesley segir þó að Ísland sé ekki gallalaust og þá sérstaklega hve dýrt sé að dvelja hér. Honum líki þó vel við Reykjavík sem borg. „Þegar maður hugsar út í það þá er þetta ekki fjölmenn borg en samt iðar allt að lífi sem var frekar óvænt og skemmtilegt.“ Airwaves Mest lesið „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Lífið Bleikur draumur í Hafnarfirði Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Gervais minnist hundsins úr After Life Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Fleiri fréttir Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Kastkonur eru kröfuhörðustu kúnnarnir „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Sjá meira
Wesley Zebrowski þurfti ekki að gera sér ferð frá Wisconsin, þaðan sem hann er, til að kíkja á tónlistarhátíðina Iceland Airwaves. Hann er nú þegar búsettur hér á landi, nánar tiltekið á Ísafirði, þar sem hann er í skiptinámi að rannsaka loftslagsbreytingar. Hann gerði sér þó ferð til Reykjavíkur í viku yfir hátíðina og til að sjá Björk. „Ég veit ekki hvað ég er spenntastur að sjá. Ég áttaði mig ekki á hversu mikið af íslenskum hljómsveitum ég fílaði áður en ég kom hingað. Ég var alveg „Já ég þekki þessa hljómsveit!“ En það eru að minnsta kosti 12 hljómsveitir sem ég er með á lista sem ég ætla mér að sjá,“ segir Wesley í samtali við Vísi. Hann hefur dvalið hér á landi síðan í lok ágúst. Hann segist þó spenntur að sjá Múm, Mammút og Kate Tempest. Svo auðvitað Björk. „Ég er að fara á Björk, það er mjög spennandi,“ segir Wesley og virðist gera sér grein fyrir að hann sé heppinn að eiga miða. „Ég var alveg með það á hreinu. Um leið og þeir opnuðu fyrir miðasöluna þá var ég mættur á síðuna.“Öryggið kom á óvart Áður en hann kom til Íslands var Wesley að læra í Eþíópíu. Hann segir það hafa komið sér á óvart hvað Ísland er öruggur staður. „Kannski átti það ekki að koma mér á óvart,“ segir Wesley. „Þar sem ég var í Eþíópíu var mikill órói í samfélaginu. Þannig að ég kom hingað frá stað þar sem maður mátti venjast því að heyra skothvelli fyrir utan hótelið. Svo kemur maður hingað þar sem það er nær óhugsandi. Það eru ekki glæpir hér, virðist vera.“ Wesley segir þó að Ísland sé ekki gallalaust og þá sérstaklega hve dýrt sé að dvelja hér. Honum líki þó vel við Reykjavík sem borg. „Þegar maður hugsar út í það þá er þetta ekki fjölmenn borg en samt iðar allt að lífi sem var frekar óvænt og skemmtilegt.“
Airwaves Mest lesið „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Lífið Bleikur draumur í Hafnarfirði Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Gervais minnist hundsins úr After Life Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Fleiri fréttir Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Kastkonur eru kröfuhörðustu kúnnarnir „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Sjá meira