Viðskipti innlent

Guðmundur Arnar nýr markaðsstjóri Íslandsbanka

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Guðmundur var áður markaðsstjóri Nova, forstöðumaður markaðssviðs WOW Air og vörumerkjastjóri Icelandair.
Guðmundur var áður markaðsstjóri Nova, forstöðumaður markaðssviðs WOW Air og vörumerkjastjóri Icelandair.
Guðmundur Arnar Guðmundsson hefur verið ráðinn markaðsstjóri Íslandsbanka. Guðmundur var áður markaðsstjóri Nova, forstöðumaður markaðssviðs WOW Air og vörumerkjastjóri Icelandair. Hann tekur við af Hólmfríði Einarsdóttur sem hefur verið markaðsstjóri Íslandsbanki frá árinu 2011.

Í tilkynningu frá Íslandsbanka segir að Guðmundur muni leiða markaðs- og þjónustumál Íslandsbanka og bera ábyrgð á markaðssókn og vörumerkjauppbyggingu allra vörumerkja Íslandsbanka, sem eru auk Íslandsbanka, VÍB, Ergo, Kreditkort og Kass.

Guðmundur er hagfræðingur frá kanadíska háskólanum Acadia University og er með MBA gráðu frá Háskóla Íslands. Hann er auk þess stundakennari í markaðsfræði við Háskólann í Reykjavík, hefur ritað fjölda greina um viðskipti og markaðsmál auk þess að hafa gefið út bók um markaðssetningu á netinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×