Lífið

Aiwaves sjaldan eða aldrei farið betur af stað: Hip-Hop sprengja í Silfurbergi

Stefán Árni Pálsson skrifar
Frábær stemning.
Frábær stemning.
Gríðarlega stemning var á Iceland Airwaves tónlistarhátíðinni í gærkvöldi og má með sanni segja að hápunkturinn hafi verið í Silfurberginu í Hörpu þegar Hip-Hop senan á Íslandi og Dizzee Rascal fóru á kostum.

Íslensku listamennirnir þóttu standa sig ótrúlega vel og má í því samhengi nefna menn eins og Emmsjé Gauta, drengina í Sturla Atlas og rappsveitina Reykjavíkurdætur.

Silfurberg var troðfullt þegar Reykjavíkurdætur stigu á sviðið og gerðu allt vitlaust. Sturla Atlas og Emmsjé Gauti hlupu báðir út í salinn og það við mikil fagnaðarlæti.

Bretinn Dizzee Rascal lokaði síðan kvöldinu með frábærum tónleikum og ætlaði þakið af húsinu. Hér að ofan má sjá frábærar myndir frá Hip-Hop kvöldinu í Hörpunni í gærkvöldi en það var Andri Marínó, ljósmyndari 365, sem tók þær. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×