Sumarliði er fullur í Hvíta húsinu Þórlindur Kjartansson skrifar 4. nóvember 2016 07:00 Það er magnað að enginn hafi kveikt á þessu fyrr; en ég tel mig hafa komist að því hver er heilinn á bak við forsetaframboð—og líklegan sigur—Donalds Trump í Bandaríkjunum. Og við Íslendingar megum vera stolt því ég fæ ekki betur séð en að það sé okkar ástkæra söngvaskáld Bjartmar Guðlaugsson. „Ég veit allt, ég get allt. Ég kann allt, ég skil allt—fíla allt miklu betur en fúll á móti. Ég sé allt, ég má allt, ég finn allt, ég er allt,“ söng Sumarliði fullur í lagi Bjartmars. „Ég er kroppur, ég er fróður, fallegri í framan heldur en fúll á móti. Ég er góður, aldrei óður, ekki fitukeppur eins og slappi fúll á móti,“ bætti hann við. Allar þessar fáránlegu setningar, settar fram til háðungar oflátungum, myndu smellpassa inn í framboðsræður og tilsvör mannsins sem verður hugsanlega kjörinn í ábyrgðarmesta embætti veraldar eftir nokkra daga.Oflátungur í Hvíta húsið„Ég er með besta minni í heimi,“ hefur Trump montað sig. „Enginn les Biblíuna meira en ég,“ hefur hann líka sagt þótt leiða megi líkur að því að hann hafi sleppt nokkrum mikilvægum köflum. „Enginn ber meiri virðingu fyrir konum heldur en ég,“ fullyrðir hann trekk í trekk jafnvel þótt hann sé margsinnis búinn að sýna fram á hið algjörlega gagnstæða. Allt frá því Trump byrjaði kosningabaráttu sína hafa fjölmiðlungar og fræðingar keppst við að lýsa því yfir að það sé óhugsandi að hann nái kjöri. Fyrst trúði enginn að hann yrði útnefndur fyrir Repúblikanaflokkinn—og nú dynur á manni óskhyggjan um að hann geti ekki unnið. En því miður óttast ég að hann eigi meira en góðan möguleika á að ná kjöri.Hvernig gat þetta gerst?Hvort sem Trump nær sigri, eða tapar, þá hljóta margir að spyrja sig annaðhvort „hvernig gat þetta gerst?“ eða „hvernig gat þetta gengið svona langt?“ Fyrir því hljóta að vera ýmsar ástæður—en ein þeirra hlýtur að vera sú skrímslavæðing sem stjórnmálamenn í Bandaríkjunum hafa tileinkað sé á síðustu árum. Á allra síðustu árum—líklega einkum með tilkomu Teboðshreyfingarinnar svokölluðu—hefur heiftin, vænisýkin og illgirnin náð tökum á bandarískum stjórnmálum. Það að sýna meðlimum annarra sjónarmiða virðingu varð smám saman tákn um linkind og aumingjaskap. Það var ekki nóg að líta á pólitíska andstæðinga sem manneskjur á annarri skoðun, heldur þurfti að skilgreina þá sem hættulegar ófreskjur, þjóðníðinga og svikara. Og viti menn—þegar búið er að sannfæra nógu marga um að andstæðingurinn sé óvinur og ófreskja þá verður fólki ekkert sérstaklega bilt við þótt fram komi stjórnmálamaður sem lofar að haga sér eins og ófreskja. Donald Trump lofar því að neyða milljónir íbúa Bandaríkjanna út úr landinu með ofbeldi, hann talar um að koma mótframbjóðanda sínum bak við lás og slá og hefur í ofanálag verið ófáanlegur til þess að lofa því að sætta sig við niðurstöðu kosninganna (nema auðvitað ef hann vinnur). Hvort sem verstu spár um afleiðingar kjörs Donalds Trump verða að veruleika breytir engu um það hversu ótrúlegt það er að maður sem fæstir myndu treysta til að sitja í stjórn foreldrafélags í grunnskóla sé hársbreidd frá því að verða valdamesti maður heims.Galdrar og kökuskreytingarÞessi ömurlega staða í Bandaríkjunum er áminning um það hversu dýrmætt það er ef stjórnmálamenn eru vandir að virðingu sinni; að þeir virði lýðræðið—og bæði skráðar og óskráðar reglur þess—meira en svo að þeir séu tilbúnir til þess að beita öllum ráðum til að ná völdum. Eftir kosningarnar hér á landi hefur verið uppörvandi að fylgjast með framkomu íslenskra stjórnmálaleiðtoga. Enginn íslenskur stjórnmálaflokkur sökkti sér í sambærilega forarpytti og skilað hafa misjöfnum karakterum miklu fylgi víða annars staðar í heiminum. Það ber heldur ekki á öðru heldur en að jafnvel þau sem mest eru ósammála komi fram við hvert annað af virðingu og skilningi. Stjórnmálaleiðtogar á Íslandi koma fram við hvert annað eins og fólk. Þótt við vitum auðvitað að stjórnmálamenn eru venjulegt fólk þá þurfa þeir stundum að minna á það. Fyrir kosningar var til dæmis töluvert hlegið að tilraunum stjórnmálamanna til þess að sýna fram á mýkri hliðarnar. Þetta virtist jafnvel fara í taugarnar á sumum, sem kjósa frekar að mála andstæðinga sína sterkari litum. En er það ekki bara ágætt fyrir gallharða hægrimenn að vita að Katrín Jakobsdóttir á stórskemmtilegar hliðar og að hún stundar galdra og sjónhverfingar? Og er ekki aðeins erfiðara að hatast út í Bjarna Benediktsson þegar maður hefur séð natnina sem hann leggur í að skreyta afmæliskökuna fyrir dóttur sína? Við getum þá að minnsta kosti gengið út frá því að þeir sem eru ósammála okkur séu ekki endilega illmenni.Virðum leikinnStjórnmál snúast um átök og þannig á það að vera. Það er nauðsynlegt að það sé tekið harkalega á og það er sannarlega ekki eftirsóknarvert að allir séu sammála. En ef stjórnmálamenn verða svo helteknir af því að sigra með öllum tiltækum ráðum að þeir kasta út um gluggann allir virðingu fyrir sjálfum sér og öðrum þá bjóða þeir heim hættunni á hörmungum. Stjórnmálamenn verða að halda í heiðri óskrifað samkomulag um hvernig „leikurinn“ er spilaður. Lýðræðið er nefnilega dálítið eins og laxveiðiá. Það er hægt að veiða meira um hríð með því að nota maðk frekar en flugu—og líklega mest á net, eða napalm—en þar með er veiðimaðurinn líka að eyðileggja ána og ánægjuna fyrir öllum öðrum. Og með ólöglegum veiðarfærum í kosningum—skrímslavæðingu, heift og hatri—er líka verið að eyðileggja farveg lýðræðisins og ryðja í honum brautir sem einungis þeir forhertustu og illgjörnustu láta sér detta í hug að þræða. Sem betur fer er Ísland í augnablikinu laust við þetta.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Donald Trump Þórlindur Kjartansson Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Það er magnað að enginn hafi kveikt á þessu fyrr; en ég tel mig hafa komist að því hver er heilinn á bak við forsetaframboð—og líklegan sigur—Donalds Trump í Bandaríkjunum. Og við Íslendingar megum vera stolt því ég fæ ekki betur séð en að það sé okkar ástkæra söngvaskáld Bjartmar Guðlaugsson. „Ég veit allt, ég get allt. Ég kann allt, ég skil allt—fíla allt miklu betur en fúll á móti. Ég sé allt, ég má allt, ég finn allt, ég er allt,“ söng Sumarliði fullur í lagi Bjartmars. „Ég er kroppur, ég er fróður, fallegri í framan heldur en fúll á móti. Ég er góður, aldrei óður, ekki fitukeppur eins og slappi fúll á móti,“ bætti hann við. Allar þessar fáránlegu setningar, settar fram til háðungar oflátungum, myndu smellpassa inn í framboðsræður og tilsvör mannsins sem verður hugsanlega kjörinn í ábyrgðarmesta embætti veraldar eftir nokkra daga.Oflátungur í Hvíta húsið„Ég er með besta minni í heimi,“ hefur Trump montað sig. „Enginn les Biblíuna meira en ég,“ hefur hann líka sagt þótt leiða megi líkur að því að hann hafi sleppt nokkrum mikilvægum köflum. „Enginn ber meiri virðingu fyrir konum heldur en ég,“ fullyrðir hann trekk í trekk jafnvel þótt hann sé margsinnis búinn að sýna fram á hið algjörlega gagnstæða. Allt frá því Trump byrjaði kosningabaráttu sína hafa fjölmiðlungar og fræðingar keppst við að lýsa því yfir að það sé óhugsandi að hann nái kjöri. Fyrst trúði enginn að hann yrði útnefndur fyrir Repúblikanaflokkinn—og nú dynur á manni óskhyggjan um að hann geti ekki unnið. En því miður óttast ég að hann eigi meira en góðan möguleika á að ná kjöri.Hvernig gat þetta gerst?Hvort sem Trump nær sigri, eða tapar, þá hljóta margir að spyrja sig annaðhvort „hvernig gat þetta gerst?“ eða „hvernig gat þetta gengið svona langt?“ Fyrir því hljóta að vera ýmsar ástæður—en ein þeirra hlýtur að vera sú skrímslavæðing sem stjórnmálamenn í Bandaríkjunum hafa tileinkað sé á síðustu árum. Á allra síðustu árum—líklega einkum með tilkomu Teboðshreyfingarinnar svokölluðu—hefur heiftin, vænisýkin og illgirnin náð tökum á bandarískum stjórnmálum. Það að sýna meðlimum annarra sjónarmiða virðingu varð smám saman tákn um linkind og aumingjaskap. Það var ekki nóg að líta á pólitíska andstæðinga sem manneskjur á annarri skoðun, heldur þurfti að skilgreina þá sem hættulegar ófreskjur, þjóðníðinga og svikara. Og viti menn—þegar búið er að sannfæra nógu marga um að andstæðingurinn sé óvinur og ófreskja þá verður fólki ekkert sérstaklega bilt við þótt fram komi stjórnmálamaður sem lofar að haga sér eins og ófreskja. Donald Trump lofar því að neyða milljónir íbúa Bandaríkjanna út úr landinu með ofbeldi, hann talar um að koma mótframbjóðanda sínum bak við lás og slá og hefur í ofanálag verið ófáanlegur til þess að lofa því að sætta sig við niðurstöðu kosninganna (nema auðvitað ef hann vinnur). Hvort sem verstu spár um afleiðingar kjörs Donalds Trump verða að veruleika breytir engu um það hversu ótrúlegt það er að maður sem fæstir myndu treysta til að sitja í stjórn foreldrafélags í grunnskóla sé hársbreidd frá því að verða valdamesti maður heims.Galdrar og kökuskreytingarÞessi ömurlega staða í Bandaríkjunum er áminning um það hversu dýrmætt það er ef stjórnmálamenn eru vandir að virðingu sinni; að þeir virði lýðræðið—og bæði skráðar og óskráðar reglur þess—meira en svo að þeir séu tilbúnir til þess að beita öllum ráðum til að ná völdum. Eftir kosningarnar hér á landi hefur verið uppörvandi að fylgjast með framkomu íslenskra stjórnmálaleiðtoga. Enginn íslenskur stjórnmálaflokkur sökkti sér í sambærilega forarpytti og skilað hafa misjöfnum karakterum miklu fylgi víða annars staðar í heiminum. Það ber heldur ekki á öðru heldur en að jafnvel þau sem mest eru ósammála komi fram við hvert annað af virðingu og skilningi. Stjórnmálaleiðtogar á Íslandi koma fram við hvert annað eins og fólk. Þótt við vitum auðvitað að stjórnmálamenn eru venjulegt fólk þá þurfa þeir stundum að minna á það. Fyrir kosningar var til dæmis töluvert hlegið að tilraunum stjórnmálamanna til þess að sýna fram á mýkri hliðarnar. Þetta virtist jafnvel fara í taugarnar á sumum, sem kjósa frekar að mála andstæðinga sína sterkari litum. En er það ekki bara ágætt fyrir gallharða hægrimenn að vita að Katrín Jakobsdóttir á stórskemmtilegar hliðar og að hún stundar galdra og sjónhverfingar? Og er ekki aðeins erfiðara að hatast út í Bjarna Benediktsson þegar maður hefur séð natnina sem hann leggur í að skreyta afmæliskökuna fyrir dóttur sína? Við getum þá að minnsta kosti gengið út frá því að þeir sem eru ósammála okkur séu ekki endilega illmenni.Virðum leikinnStjórnmál snúast um átök og þannig á það að vera. Það er nauðsynlegt að það sé tekið harkalega á og það er sannarlega ekki eftirsóknarvert að allir séu sammála. En ef stjórnmálamenn verða svo helteknir af því að sigra með öllum tiltækum ráðum að þeir kasta út um gluggann allir virðingu fyrir sjálfum sér og öðrum þá bjóða þeir heim hættunni á hörmungum. Stjórnmálamenn verða að halda í heiðri óskrifað samkomulag um hvernig „leikurinn“ er spilaður. Lýðræðið er nefnilega dálítið eins og laxveiðiá. Það er hægt að veiða meira um hríð með því að nota maðk frekar en flugu—og líklega mest á net, eða napalm—en þar með er veiðimaðurinn líka að eyðileggja ána og ánægjuna fyrir öllum öðrum. Og með ólöglegum veiðarfærum í kosningum—skrímslavæðingu, heift og hatri—er líka verið að eyðileggja farveg lýðræðisins og ryðja í honum brautir sem einungis þeir forhertustu og illgjörnustu láta sér detta í hug að þræða. Sem betur fer er Ísland í augnablikinu laust við þetta.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun