Kominn heim Brynhildur Björnsdóttir skrifar 5. nóvember 2016 13:00 Bækur Endurfundir Orri Harðarson Sögur útgáfa 231 bls. Kápa: Málverk Baski, hönnun Aðalsteinn Svanur Sigfússon Prentun: Prentmiðlun, Pólland Vorið 1991 stígur Ágúst Bergsson um borð í Akraborgina eftir að hafa beðið skipbrot drauma sinna í borginni sem aldrei sefur. Akranes er hins vegar steinsofandi þegar hann kemur heim og við fylgjumst með honum finna sér stað og takt í lífinu sem hann reyndi að flýja. Sagan er í fyrstu persónu og kemur fljótt í ljós að sjálfstraustið hjá Ágústi er ekki upp á marga fiska, hann er í ástarsorg og karlmennskukrísu eftir að kærastan hafnar honum fyrir konu, draumarnir um að verða kvikmyndagerðarmaður löngu flosnaðir upp enda helst innblásnir af vídeóleigunni sem varð honum gluggi inn í annan heim og flóttaleið frá framtíðinni. „Þá stóð maður með vasadiskó við flökunarvél og lét sig dreyma um annarskonar tilvist. Rauðan dregil og gylltan Óskar.“(bls 14). Draumurinn var þannig aldrei um kvikmyndagerðina heldur bara að komast burt. Eftir heimkomuna er ekki annað í boði en að taka upp þráðinn, Ágúst fer að vinna í frystihúsinu og samlagast bæjarbragnum að nýju og finnur sér samfélag með þeim af jafnöldrunum sem eftir eru. Persónurnar eru margar hverjar skrautlegar. Allir hafa viðurnefni og sögu, allir eiga sér stað í goggunarröðinni í plássinu og þessir litskrúðugu karakterar gera lífið skemmtilegra, jafnvel þó sú skemmtun sé ljúfsár vegna þess að sögurnar þeirra eru oft á tíðum sorglegar. En eins og höfundurinn segir á einum stað: „Tóti er krydd í tíðindalausa tilveruna, Fær mann til að hlæja og gleyma. Slíkt er ómetanlegt í einmanalegum heimi þar sem ástin á sífellt erindi við aðra.“ (bls. 153). Grínið er aldrei langt undan en líka vonleysi og dugleysi þess sem rífur sig lausan en þarf svo að festast upp á nýtt. Ástin er mikilvægt hreyfiafl í sögunni um Ágúst, ástin sem brást enda aldrei honum ætluð, ást eða ástleysi foreldra hans og svo er það gamla skólaástin sem tendrast á ný og verður að lokum til að hann sættist við þau örlög sín að hann er ekki sá sem fór heldur sá sem kom aftur og var um kyrrt. Endurfundir er önnur skáldsaga Orra Harðarsonar en sú fyrsta, Stundarfró gerist árið 1989 svo það er augljóst að Orri kann vel við sig á þessum tímaslóðum. Eins má til gamans geta þess að fyrsta sólóplata Orra, Drög að heimkomu, kom út 1993 og að Orri er uppalinn að minnsta kosti að hluta á Akranesi svo það má velta fyrir sér sjálfsævisögulegum tengingum. Þess ber þó að geta að söguhetjan Ágúst sver af sér mestalla tónlistargáfu þrátt fyrir viðkomu í unglingahljómsveitum og forláta gítareign en Orri á hinsvegar farsælan feril sem trúbador og upptökustjóri. Einhverjir geta mögulega lesið söguna Endurfundir sem stílfærða eða jafnvel raunsanna lýsingu á lífinu á Akranesi fyrir 25 árum, og jafnvel borið kennsl á persónur, staðhætti og sögur. En það skiptir ekki máli, sagan af Ágústi Bergssyni hefði getað gerst víða. Orra Harðarsyni lætur vel að segja sögur og lýsa persónum en ekki síður að miðla tilfinningum og andrúmslofti af næmni og kímni í bland.Niðurstaða: Skemmtileg og vel skrifuð skáldsaga, fyndin en með tregablöndnum undirtóni.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 5. nóvember. Bókmenntir Menning Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Bækur Endurfundir Orri Harðarson Sögur útgáfa 231 bls. Kápa: Málverk Baski, hönnun Aðalsteinn Svanur Sigfússon Prentun: Prentmiðlun, Pólland Vorið 1991 stígur Ágúst Bergsson um borð í Akraborgina eftir að hafa beðið skipbrot drauma sinna í borginni sem aldrei sefur. Akranes er hins vegar steinsofandi þegar hann kemur heim og við fylgjumst með honum finna sér stað og takt í lífinu sem hann reyndi að flýja. Sagan er í fyrstu persónu og kemur fljótt í ljós að sjálfstraustið hjá Ágústi er ekki upp á marga fiska, hann er í ástarsorg og karlmennskukrísu eftir að kærastan hafnar honum fyrir konu, draumarnir um að verða kvikmyndagerðarmaður löngu flosnaðir upp enda helst innblásnir af vídeóleigunni sem varð honum gluggi inn í annan heim og flóttaleið frá framtíðinni. „Þá stóð maður með vasadiskó við flökunarvél og lét sig dreyma um annarskonar tilvist. Rauðan dregil og gylltan Óskar.“(bls 14). Draumurinn var þannig aldrei um kvikmyndagerðina heldur bara að komast burt. Eftir heimkomuna er ekki annað í boði en að taka upp þráðinn, Ágúst fer að vinna í frystihúsinu og samlagast bæjarbragnum að nýju og finnur sér samfélag með þeim af jafnöldrunum sem eftir eru. Persónurnar eru margar hverjar skrautlegar. Allir hafa viðurnefni og sögu, allir eiga sér stað í goggunarröðinni í plássinu og þessir litskrúðugu karakterar gera lífið skemmtilegra, jafnvel þó sú skemmtun sé ljúfsár vegna þess að sögurnar þeirra eru oft á tíðum sorglegar. En eins og höfundurinn segir á einum stað: „Tóti er krydd í tíðindalausa tilveruna, Fær mann til að hlæja og gleyma. Slíkt er ómetanlegt í einmanalegum heimi þar sem ástin á sífellt erindi við aðra.“ (bls. 153). Grínið er aldrei langt undan en líka vonleysi og dugleysi þess sem rífur sig lausan en þarf svo að festast upp á nýtt. Ástin er mikilvægt hreyfiafl í sögunni um Ágúst, ástin sem brást enda aldrei honum ætluð, ást eða ástleysi foreldra hans og svo er það gamla skólaástin sem tendrast á ný og verður að lokum til að hann sættist við þau örlög sín að hann er ekki sá sem fór heldur sá sem kom aftur og var um kyrrt. Endurfundir er önnur skáldsaga Orra Harðarsonar en sú fyrsta, Stundarfró gerist árið 1989 svo það er augljóst að Orri kann vel við sig á þessum tímaslóðum. Eins má til gamans geta þess að fyrsta sólóplata Orra, Drög að heimkomu, kom út 1993 og að Orri er uppalinn að minnsta kosti að hluta á Akranesi svo það má velta fyrir sér sjálfsævisögulegum tengingum. Þess ber þó að geta að söguhetjan Ágúst sver af sér mestalla tónlistargáfu þrátt fyrir viðkomu í unglingahljómsveitum og forláta gítareign en Orri á hinsvegar farsælan feril sem trúbador og upptökustjóri. Einhverjir geta mögulega lesið söguna Endurfundir sem stílfærða eða jafnvel raunsanna lýsingu á lífinu á Akranesi fyrir 25 árum, og jafnvel borið kennsl á persónur, staðhætti og sögur. En það skiptir ekki máli, sagan af Ágústi Bergssyni hefði getað gerst víða. Orra Harðarsyni lætur vel að segja sögur og lýsa persónum en ekki síður að miðla tilfinningum og andrúmslofti af næmni og kímni í bland.Niðurstaða: Skemmtileg og vel skrifuð skáldsaga, fyndin en með tregablöndnum undirtóni.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 5. nóvember.
Bókmenntir Menning Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira