Lífið

Fólkið á Airwaves: Hitti yfirmanninn frá Portland á fylleríi í miðbæ Reykjavíkur

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Óhætt er að segja að Hannah Lee sé góðvinur Airwaves en hún er nú á hátíðinni þriðja árið í röð og lumar á nokkrum góðum sögum.
Óhætt er að segja að Hannah Lee sé góðvinur Airwaves en hún er nú á hátíðinni þriðja árið í röð og lumar á nokkrum góðum sögum. Vísir/Anton Brink
Óhætt er að segja að Hannah Lee sé góðvinur Airwaves en hún er nú á hátíðinni þriðja árið í röð.

„Ég elska samfélagið og menninguna í kringum Airwaves, það taka manni allir opnum örpmum og svo er mikið að gera og sjá. Ég kann líka vel að meta kuldann,“ segir Hannah í samtali við Vísi.

Þegar hún er spurð um hvaða listamenn hún hlakki til að sjá eru svörin á reiðum höndum.

„Ég vil sjá Santigold og Warpaint. Svo elska ég Úlfur Úlfur. Ég sá Reykjavíkurdætur og Emmsjé Gauta og það var frábært.“

Hitti yfirmanninn fyrir tilviljun

Hannah lumar á nokkrum góðum sögum af ferðum sínum á Airwaves og segir það eftirminnilegast þegar hún rakst á yfirmann sinn, alla leið frá Portland í Oregon fylki, í miðbæ Reykjavíkur í fyrra.

„Í fyrra vingaðist ég við einn meðlim hljómsveitarinnar Ho99o9, og við vorum á vappi um bæinn. Hann og vinir hans voru líklega einir skrautlegustu gestir Airwaves það árið. Einn vinur hans var svona tveggja metra hár og þetta vorum bara við þrjú og þetta var allt frekar tryllt. Svo rakst ég á yfirmanninn minn og ég var mjög drukkin og það var frekar vandræðalegt. Ég hafði verið að drekka frekar mikið og þetta var mjög óþægilegt. Það er svona það eftirminnilegasta. Þetta er mjög gaman en svo man maður ekki eftir öllu.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×