Eyðilögðu 27 bíla við gerð The Grand Tour Finnur Thorlacius skrifar 8. nóvember 2016 10:01 Þeir fyrrum Top Gear menn hafa aldrei farið varlegum höndum um bíla þá sem þeir taka til kostanna og við gerð fyrstu þáttaseríunnar af nýju þáttum þeirra, The Grand Tour, tókst þeim að eyðileggja 27 bíla að sögn Jeremy Clarkson. Reyndar lét hann einnig hafa eftir sér að eknir hafi verið 1.474.546.320 mílur við gerð þeirra og drukknir 14.951 bollar af kaffi. Jeremy hefur löngum farið frjálslega með tölur og ólíklegt er að hann skjóti nærri þarna, en öðru gæti gengt um fjölda skemmdra bíla. Nú eru aðeins 10 dagar þangað til sýningar hefjast á fyrstu þáttaröð The Grand Tour og víst er að margir bíða spenntir og greinilega hefur ekkert verið til sparað að gera þá sem best úr garði. Sjá má stutta kynningarstiklu fyrir nýju þætti háðfuglanna bresku hér að ofan. Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent
Þeir fyrrum Top Gear menn hafa aldrei farið varlegum höndum um bíla þá sem þeir taka til kostanna og við gerð fyrstu þáttaseríunnar af nýju þáttum þeirra, The Grand Tour, tókst þeim að eyðileggja 27 bíla að sögn Jeremy Clarkson. Reyndar lét hann einnig hafa eftir sér að eknir hafi verið 1.474.546.320 mílur við gerð þeirra og drukknir 14.951 bollar af kaffi. Jeremy hefur löngum farið frjálslega með tölur og ólíklegt er að hann skjóti nærri þarna, en öðru gæti gengt um fjölda skemmdra bíla. Nú eru aðeins 10 dagar þangað til sýningar hefjast á fyrstu þáttaröð The Grand Tour og víst er að margir bíða spenntir og greinilega hefur ekkert verið til sparað að gera þá sem best úr garði. Sjá má stutta kynningarstiklu fyrir nýju þætti háðfuglanna bresku hér að ofan.
Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent