„Þið eruð hetjurnar mínar“ Bryndís Bjarnadóttir skrifar 9. nóvember 2016 00:00 Þetta eru orð Moses Akatugba, ungs manns frá Nígeríu sem dæmdur var til dauða með hengingu árið 2013 eftir tíu ár í fangelsi, þar af tvö á dauðadeild. Fyrir hvaða sakir? Jú, vegna meints stuldar á þremur farsímum og öðrum samskiptabúnaði, ásakanir sem hann hefur alla tíð staðfastlega neitað. Moses var ekkert öðruvísi en önnur börn. Hann átti sér drauma og þrár um farsæla framtíð og var kappsfullur drengur sem ætlaði sér í læknanám. Hann beið eftir niðurstöðum úr prófum í grunnskóla þegar líf hans tók hamskiptum. Nígeríski herinn handtók Moses í nóvember árið 2005 þegar hann var aðeins 16 ára gamall. Moses lýsti því hvernig hermaður skaut hann í höndina við handtöku og annar barði hann í höfuðið og bakið. Honum var upphaflega haldið í hermannaskála þar sem hann var beðinn um að auðkenna lík. Þegar Moses gat það ekki var hann barinn á nýjan leik. Eftir að hann var fluttur á lögreglustöð sætti hann frekari pyndingum og illri meðferð. Moses greindi frá því að lögreglan hefði barið hann mjög illa með bareflum. Hann var bundinn á fótum og látinn hanga á hvolfi í margar klukkustundir í yfirheyrsluherbergi og töng notuð til að draga neglur af fingrum hans og tám í þeim tilgangi að þvinga hann til að játa á sig glæp. Réttað var yfir Moses í Effurum í Delta-ríki. Rannsóknarfulltrúinn mætti ekki til réttarhaldanna og sakfellingin gegn Moses byggði á mótsagnakenndum vitnisburði og játningum sem þvingaðar voru fram með pyndingum. Hann fékk aldrei tækifæri til að bera vitni fyrir réttinum um þá illu meðferð og pyndingar sem hann sætti. Moses fékk aðeins að hitta fjölskyldu sína tvisvar í mánuði á meðan hann sat á bak við lás og slá. Í febrúar árið 2014 lét Moses eftirfarandi orð falla: „Sársaukinn sem ég þurfti að þola við pyndingarnar var óbærilegur. Ég hélt ég myndi aldrei lifa til dagsins í dag.“ Mál Moses var tekið fyrir á Bréfamaraþoni Amnesty International árið 2014 og þrýstu rúmlega 300 þúsund manns um heim allan á fylkisstjórann á óseyrum Nígerfljóts að náða Moses. Alls bárust 16 þúsund bréf og kort frá Íslandi. Í maí 2015 lét fylkisstjórinn undan og Moses er nú frjáls maður. Þegar ljóst varð í maí 2015 að Moses yrði náðaður sagðist hann djúpt snortinn. „Ég þakka Amnesty International og aðgerðasinnum fyrir stórkostlegan stuðning sem gerði mig að sigurvegara í þessum aðstæðum. Þið eruð hetjurnar mínar. Án þeirra þúsunda bréfa og undirskrifta sem send voru til stuðnings máli mínu hefði ég mögulega aldrei hlotið frelsi. Ég er sönnun þess að Bréfamaraþonið virkar í reynd. Þið hafið blásið mér í brjóst löngunina til að gerast aðgerðasinni sjálfur – að berjast fyrir aðra. Viltu ganga til liðs við mig? Viltu berjast fyrir frelsi annarra sem eru ranglega fangelsaðir, með þátttöku í Bréfamaraþoni Amnesty? Vinsamlegast, taktu þátt í að bjarga lífi. Aðgerðir þínar eru ekkert minna en kraftaverk.“ Taktu undir ákall þessa einstaka pilts og leggðu þitt lóð á vogarskálarnar í baráttunni fyrir frelsi og réttlæti til handa einstaklingum um heim allan sem sætt hafa grófum mannréttindabrotum. Þú getur brugðist við ellefu aðkallandi málum einstaklinga sem allir þurfa sárlega á aðstoð þinni að halda. Meðal þeirra mála sem tekin verða fyrir á Bréfamaraþoninu 2016 er mál Edwards Snowden sem afhjúpaði leynilegt og yfirgripsmikið geðþóttaeftirlit stjórnvalda víða um heim með síma- og netnotkun í 193 löndum. Aðgerðir Snowden komu af stað miklum umræðum á alþjóðavettvangi sem urðu til þess að lögum um persónuvernd var víða breytt. Engu að síður neyðist Edward Snowden til að lifa í útlegð og á yfir höfði sér áratugalangan fangelsisdóm. Hægt er að taka þátt í Bréfamaraþoninu á fjölmörgum almenningsbókasöfnum og öðrum stöðum um land allt. Dagskráin er auglýst á heimasíðu samtakanna. Þá er jafnframt hægt að grípa til aðgerða á einfaldan en áhrifaríkan hátt á síðunni www.amnesty.is/bref-til-bjargar-lifi sem fyrst fór í loftið á síðasta ári og hlaut Íslensku vefverðlaunin. Mannréttindahetjan Moses Akatugba verður gestur Íslandsdeildar Amnesty International dagana 14. til 17. nóvember næstkomandi, ásamt Damian Ugwu, yfirmanni rannsóknastarfs hjá Amnesty International í Nígeríu. Þeir munu halda erindi í Norræna húsinu miðvikudaginn 16. nóvember frá kl. 12 til 13. Moses mun fjalla um reynslu sína sem þolandi grófra pyndinga af hálfu lögreglu og hers í Nígeríu, áratuginn sem hann sat á bak við lás og slá, tíma sinn á dauðadeild, langþráða náðun á síðasta ári í kjölfar Bréfamaraþons Amnesty International 2014 og mikilvægi þess að berjast fyrir réttindum annarra þolenda mannréttindabrota. Frá Íslandi bárust 16.000 bréf, sms-aðgerðir og póstkort í Bréfamaraþoninu til stuðnings Moses. Damian Ugwu mun greina frá rannsóknum sínum á kerfisbundnum pyndingum af hálfu lögreglu og hers í Nígeríu. Fyrirlestrarnir eru öllum opnir og haldnir í samstarfi við MARK – Miðstöð margbreytileika- og kynjarannsókna við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun
Þetta eru orð Moses Akatugba, ungs manns frá Nígeríu sem dæmdur var til dauða með hengingu árið 2013 eftir tíu ár í fangelsi, þar af tvö á dauðadeild. Fyrir hvaða sakir? Jú, vegna meints stuldar á þremur farsímum og öðrum samskiptabúnaði, ásakanir sem hann hefur alla tíð staðfastlega neitað. Moses var ekkert öðruvísi en önnur börn. Hann átti sér drauma og þrár um farsæla framtíð og var kappsfullur drengur sem ætlaði sér í læknanám. Hann beið eftir niðurstöðum úr prófum í grunnskóla þegar líf hans tók hamskiptum. Nígeríski herinn handtók Moses í nóvember árið 2005 þegar hann var aðeins 16 ára gamall. Moses lýsti því hvernig hermaður skaut hann í höndina við handtöku og annar barði hann í höfuðið og bakið. Honum var upphaflega haldið í hermannaskála þar sem hann var beðinn um að auðkenna lík. Þegar Moses gat það ekki var hann barinn á nýjan leik. Eftir að hann var fluttur á lögreglustöð sætti hann frekari pyndingum og illri meðferð. Moses greindi frá því að lögreglan hefði barið hann mjög illa með bareflum. Hann var bundinn á fótum og látinn hanga á hvolfi í margar klukkustundir í yfirheyrsluherbergi og töng notuð til að draga neglur af fingrum hans og tám í þeim tilgangi að þvinga hann til að játa á sig glæp. Réttað var yfir Moses í Effurum í Delta-ríki. Rannsóknarfulltrúinn mætti ekki til réttarhaldanna og sakfellingin gegn Moses byggði á mótsagnakenndum vitnisburði og játningum sem þvingaðar voru fram með pyndingum. Hann fékk aldrei tækifæri til að bera vitni fyrir réttinum um þá illu meðferð og pyndingar sem hann sætti. Moses fékk aðeins að hitta fjölskyldu sína tvisvar í mánuði á meðan hann sat á bak við lás og slá. Í febrúar árið 2014 lét Moses eftirfarandi orð falla: „Sársaukinn sem ég þurfti að þola við pyndingarnar var óbærilegur. Ég hélt ég myndi aldrei lifa til dagsins í dag.“ Mál Moses var tekið fyrir á Bréfamaraþoni Amnesty International árið 2014 og þrýstu rúmlega 300 þúsund manns um heim allan á fylkisstjórann á óseyrum Nígerfljóts að náða Moses. Alls bárust 16 þúsund bréf og kort frá Íslandi. Í maí 2015 lét fylkisstjórinn undan og Moses er nú frjáls maður. Þegar ljóst varð í maí 2015 að Moses yrði náðaður sagðist hann djúpt snortinn. „Ég þakka Amnesty International og aðgerðasinnum fyrir stórkostlegan stuðning sem gerði mig að sigurvegara í þessum aðstæðum. Þið eruð hetjurnar mínar. Án þeirra þúsunda bréfa og undirskrifta sem send voru til stuðnings máli mínu hefði ég mögulega aldrei hlotið frelsi. Ég er sönnun þess að Bréfamaraþonið virkar í reynd. Þið hafið blásið mér í brjóst löngunina til að gerast aðgerðasinni sjálfur – að berjast fyrir aðra. Viltu ganga til liðs við mig? Viltu berjast fyrir frelsi annarra sem eru ranglega fangelsaðir, með þátttöku í Bréfamaraþoni Amnesty? Vinsamlegast, taktu þátt í að bjarga lífi. Aðgerðir þínar eru ekkert minna en kraftaverk.“ Taktu undir ákall þessa einstaka pilts og leggðu þitt lóð á vogarskálarnar í baráttunni fyrir frelsi og réttlæti til handa einstaklingum um heim allan sem sætt hafa grófum mannréttindabrotum. Þú getur brugðist við ellefu aðkallandi málum einstaklinga sem allir þurfa sárlega á aðstoð þinni að halda. Meðal þeirra mála sem tekin verða fyrir á Bréfamaraþoninu 2016 er mál Edwards Snowden sem afhjúpaði leynilegt og yfirgripsmikið geðþóttaeftirlit stjórnvalda víða um heim með síma- og netnotkun í 193 löndum. Aðgerðir Snowden komu af stað miklum umræðum á alþjóðavettvangi sem urðu til þess að lögum um persónuvernd var víða breytt. Engu að síður neyðist Edward Snowden til að lifa í útlegð og á yfir höfði sér áratugalangan fangelsisdóm. Hægt er að taka þátt í Bréfamaraþoninu á fjölmörgum almenningsbókasöfnum og öðrum stöðum um land allt. Dagskráin er auglýst á heimasíðu samtakanna. Þá er jafnframt hægt að grípa til aðgerða á einfaldan en áhrifaríkan hátt á síðunni www.amnesty.is/bref-til-bjargar-lifi sem fyrst fór í loftið á síðasta ári og hlaut Íslensku vefverðlaunin. Mannréttindahetjan Moses Akatugba verður gestur Íslandsdeildar Amnesty International dagana 14. til 17. nóvember næstkomandi, ásamt Damian Ugwu, yfirmanni rannsóknastarfs hjá Amnesty International í Nígeríu. Þeir munu halda erindi í Norræna húsinu miðvikudaginn 16. nóvember frá kl. 12 til 13. Moses mun fjalla um reynslu sína sem þolandi grófra pyndinga af hálfu lögreglu og hers í Nígeríu, áratuginn sem hann sat á bak við lás og slá, tíma sinn á dauðadeild, langþráða náðun á síðasta ári í kjölfar Bréfamaraþons Amnesty International 2014 og mikilvægi þess að berjast fyrir réttindum annarra þolenda mannréttindabrota. Frá Íslandi bárust 16.000 bréf, sms-aðgerðir og póstkort í Bréfamaraþoninu til stuðnings Moses. Damian Ugwu mun greina frá rannsóknum sínum á kerfisbundnum pyndingum af hálfu lögreglu og hers í Nígeríu. Fyrirlestrarnir eru öllum opnir og haldnir í samstarfi við MARK – Miðstöð margbreytileika- og kynjarannsókna við Háskóla Íslands.