Vistvænir dagar í HEKLU Finnur Thorlacius skrifar 9. nóvember 2016 10:01 Volkswagen Eco up! Dagana 10. til 12. nóvember 2016 verða Vistvænir dagar hjá HEKLU að Laugavegi 170-174. Sérstök áhersla verður lögð á fræðslu og upplýsingar um þá kosti sem í boði eru fyrir þá sem hugleiða að fá sér vistvænan bíl ásamt því að Audi A3 e-tron og Volkswagen Eco up! verða frumsýndir. Á Vistvænum dögum verður fjölbreytt dagskrá þar sem kynntar verða tæknilausnir, þjónusta og fróðleikur sem snýr að vistvænum farkostum. Fulltrúar frá fjölmörgum starfsgreinum sem tengjast vistvænum samgöngum kynna starfsemi sína, vörur og þjónustu og á dagskrá verður fjöldi örfyrirlestra. Fyrirlestrarnir verða í hádeginu og síðdegis á fimmtudag og föstudag og frá hádegi á laugardag og fram eftir degi. Sérstakir samstarfsaðilar HEKLU í þessu verkefni eru Sorpa, Olís, Orka Náttúrunnar, Íslensk nýorka og Rönning en auk þeirra kemur fjöldi aðila að verkefninu. Rammíslenski rafkappakstursbíllinn TS16 verður í húsi á fimmtudag og föstudag og á laugardag gefst gestum tækifæri til að fræðast um vindmyllusmíði sem er samstarfsverkefni Háskóla Íslands og Landsvirkjunar. Fimmtudaginn 10. nóvember verður megináhersla á metantækni og þjónustu við metanbílaeigendur. Boðið verður upp á kynningu og reynsluakstur á metanbílum Skoda og Volkswagen og aðilar sem koma að tæknilausnum og þjónustu við metanbíla kynna starfsemi sína. Fyrirlestrarnir verða í hádeginu og síðdegis.Föstudagurinn 11. nóvember verður helgaður raf- og tengiltvinnbílum. Kynnt verður fjölbreytt úrval raf- og tengiltvinnbíla HEKLU og boðið upp á að reynsluaka Audi A3 e-tron, Q7 e-tron, VW Golf GTE, Passat GTE, e-up!, e-Golf og Mitsubishi Outlander PHEV. Rafmagnskappakstursbíllinn TS16 verður til sýnis og seinnipartinn fer Stefán Pálsson sagnfræðingur yfir sögu rafbílsins. Fjölbreyttir fyrirlestrar verða í hádeginu og síðdegis.Laugardaginn 12. nóvember er áhersla á allar gerðir vistvænna bíla. Auk kynninga á ellefu vistvænum bílum frá HEKLU sýna fjölmargir aðilar vörur, þjónustu og sérlausnir. Gestir geta kynnt sér rafbílaöpp, hleðslulausnir, metantækni, orkudreifinet og vindmyllusmíði. Fyrirlestrar hefjast klukkan 13 og síðdegis ræðir Jón Björn Skúlason frá Íslenskri nýorku framtíð vistvænna bifreiða. Tveir nýir bílar verða frumsýndir á Vistvænum dögum. Tengiltvinnbíllinn Audi A3 e-tron hefur átt mikilli velgengni að fagna frá því að fyrsta kynslóðin rúllaði af framleiðslulínunni í lok árs 2014. Hann var valinn besti rafbíll ársins 2015 af What Car? og er með fimm stjörnur í árekstrar- og öryggisprófunum hjá Euro NCAP. A3 e-tron hefur nú fengið andlitslyftingu og er orðinn sportlegri og tæknivæddari en áður. Snarpi smábíllinn Volkswagen Eco up! gengur fyrir metani og bensíni og því er við hæfi að frumsýna hann á Vistvænum dögum. Eco up! er hlaðinn búnaði. Hann er með leðurklætt aðgerðastýri, bakkmyndavél og glæsilegt upplýsinga- og afþreyingarkerfi. Eco up! er kærkomin viðbót við fjölbreytta flóru Volkswagen og vistvænir eiginleikar hans gera hann að aðlaðandi kosti fyrir þá sem kjósa vistvænan og hagkvæman farkost. Eldsneytiskostnaður er lægri þar sem metan er talsvert ódýrara en bensín og að auki er verðið á Eco Up! einstaklega hagstætt því hann ber engin vörugjöld. Audi A3 e-tron rafmagnsbíllinn. Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent
Dagana 10. til 12. nóvember 2016 verða Vistvænir dagar hjá HEKLU að Laugavegi 170-174. Sérstök áhersla verður lögð á fræðslu og upplýsingar um þá kosti sem í boði eru fyrir þá sem hugleiða að fá sér vistvænan bíl ásamt því að Audi A3 e-tron og Volkswagen Eco up! verða frumsýndir. Á Vistvænum dögum verður fjölbreytt dagskrá þar sem kynntar verða tæknilausnir, þjónusta og fróðleikur sem snýr að vistvænum farkostum. Fulltrúar frá fjölmörgum starfsgreinum sem tengjast vistvænum samgöngum kynna starfsemi sína, vörur og þjónustu og á dagskrá verður fjöldi örfyrirlestra. Fyrirlestrarnir verða í hádeginu og síðdegis á fimmtudag og föstudag og frá hádegi á laugardag og fram eftir degi. Sérstakir samstarfsaðilar HEKLU í þessu verkefni eru Sorpa, Olís, Orka Náttúrunnar, Íslensk nýorka og Rönning en auk þeirra kemur fjöldi aðila að verkefninu. Rammíslenski rafkappakstursbíllinn TS16 verður í húsi á fimmtudag og föstudag og á laugardag gefst gestum tækifæri til að fræðast um vindmyllusmíði sem er samstarfsverkefni Háskóla Íslands og Landsvirkjunar. Fimmtudaginn 10. nóvember verður megináhersla á metantækni og þjónustu við metanbílaeigendur. Boðið verður upp á kynningu og reynsluakstur á metanbílum Skoda og Volkswagen og aðilar sem koma að tæknilausnum og þjónustu við metanbíla kynna starfsemi sína. Fyrirlestrarnir verða í hádeginu og síðdegis.Föstudagurinn 11. nóvember verður helgaður raf- og tengiltvinnbílum. Kynnt verður fjölbreytt úrval raf- og tengiltvinnbíla HEKLU og boðið upp á að reynsluaka Audi A3 e-tron, Q7 e-tron, VW Golf GTE, Passat GTE, e-up!, e-Golf og Mitsubishi Outlander PHEV. Rafmagnskappakstursbíllinn TS16 verður til sýnis og seinnipartinn fer Stefán Pálsson sagnfræðingur yfir sögu rafbílsins. Fjölbreyttir fyrirlestrar verða í hádeginu og síðdegis.Laugardaginn 12. nóvember er áhersla á allar gerðir vistvænna bíla. Auk kynninga á ellefu vistvænum bílum frá HEKLU sýna fjölmargir aðilar vörur, þjónustu og sérlausnir. Gestir geta kynnt sér rafbílaöpp, hleðslulausnir, metantækni, orkudreifinet og vindmyllusmíði. Fyrirlestrar hefjast klukkan 13 og síðdegis ræðir Jón Björn Skúlason frá Íslenskri nýorku framtíð vistvænna bifreiða. Tveir nýir bílar verða frumsýndir á Vistvænum dögum. Tengiltvinnbíllinn Audi A3 e-tron hefur átt mikilli velgengni að fagna frá því að fyrsta kynslóðin rúllaði af framleiðslulínunni í lok árs 2014. Hann var valinn besti rafbíll ársins 2015 af What Car? og er með fimm stjörnur í árekstrar- og öryggisprófunum hjá Euro NCAP. A3 e-tron hefur nú fengið andlitslyftingu og er orðinn sportlegri og tæknivæddari en áður. Snarpi smábíllinn Volkswagen Eco up! gengur fyrir metani og bensíni og því er við hæfi að frumsýna hann á Vistvænum dögum. Eco up! er hlaðinn búnaði. Hann er með leðurklætt aðgerðastýri, bakkmyndavél og glæsilegt upplýsinga- og afþreyingarkerfi. Eco up! er kærkomin viðbót við fjölbreytta flóru Volkswagen og vistvænir eiginleikar hans gera hann að aðlaðandi kosti fyrir þá sem kjósa vistvænan og hagkvæman farkost. Eldsneytiskostnaður er lægri þar sem metan er talsvert ódýrara en bensín og að auki er verðið á Eco Up! einstaklega hagstætt því hann ber engin vörugjöld. Audi A3 e-tron rafmagnsbíllinn.
Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent