Hugsað út fyrir hefðina Magnús Guðmundsson skrifar 31. október 2016 07:00 Það verður seint sagt um íslensku þjóðina að hún sé fyrirsjáanleg og auðlesin. Það er að minnsta kosti ekki hlaupið að því að átta sig á niðurstöðum kosninganna um helgina, ekki síst í ljósi þess sem á undan er gengið í íslenskum stjórnmálum á undanförnum árum. Af þeim sjö flokkum sem náðu á þing, unnu fimm flokkar ýmist varnar- eða sóknarsigur, tveir guldu svo gott sem afhroð og þjóðin hafnaði núverandi ríkisstjórn þrátt fyrir góða stöðu þjóðarbúsins. Nú þegar hafa leiðtogar tveggja flokka lýst því yfir að eðlilegt sé að þeir fái umboð frá forseta Íslands til myndunar nýrrar ríkisstjórnar. Og það á sama tíma og flokkarnir sjö standa frammi fyrir nánast fordæmalausri stöðu í mögulegri ríkisstjórnarmyndun á Íslandi. Einu sinni verður allt fyrst. Kannski að íslenska þjóðin hafi fundið þetta á sér þegar hún kaus til forseta Guðna Th. Jóhannesson, doktor í sagnfræði og sérfræðing í sögu embættisins, ábyrgð þess, möguleikum og skyldum. Ekki veitir af. Staðan virðist vera flókin og ófyrirsjáanleg af þeirri einföldu ástæðu að þjóðin er farin að hugsa út fyrir ramma fjórflokksins og útdeilir nú valdi sínu víðar um völl stjórnmálanna en áður hefur tíðkast. Auðvitað leitar stór hluti kjósenda í það sem þeir þekkja en aðrir virðast segja skítt með hefðina og viðjar vanans. Í þessu sem við getum kallað flippaða fylgið, svo við höldum nú í húmorinn, er að finna áhugaverð skilaboð til þeirra sem voru kjörnir til þings um helgina. Kjósendur höfnuðu sitjandi ríkisstjórn og þeir höfnuðu miðju- vinstriblokkinni og virðast vera að biðja um eitthvað annað. Þetta eitthvað annað er núna verkefni þeirra flokka sem náðu á þing og það felur í sér að eins og kjósendur, þurfa þeir að hugsa út fyrir kassann. Þora að gera málamiðlanir fyrir opnum tjöldum og hafa hugrekki til þess að fylgja vilja kjósenda og hafa þarfir heildarinnar að leiðarljósi. Verkefni nýrrar ríkisstjórnar, hvernig sem hún verður skipuð, eru ærin. Heilbrigðiskerfið, húsnæðis- og fjármálakerfið, menntakerfið, menningarstofnanir, ferðaþjónustan, löggæslan, kjör hinna verst settu og þannig mætti áfram telja þarfnast óskiptrar athygli og í framhaldinu aðgerða sem endurspegla ríkidæmi þjóðarinnar og möguleika til velferðar borgaranna. Sátt þarf að nást um atvinnulífið, skattlagningu, sjávarútveginn og auðlindagjald, náttúru landsins, virkjanakosti, stóriðju, framtíð og möguleika hinna dreifðari byggða. Ríkisstjórn sem ætlar að ná utan um þessi verkefni og fleiri til, þarf að hugsa út fyrir hefðina og viðjar vanans. Þessi ríkisstjórn þarf ríflegan meirihluta og leiðtoga sem eru reiðubúnir til þess að gera málamiðlanir, takast á við innri sem ytri átök og endurhugsa íslensk stjórnmál. Það er verkefni dagsins í dag.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 31. október. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Guðmundsson Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun
Það verður seint sagt um íslensku þjóðina að hún sé fyrirsjáanleg og auðlesin. Það er að minnsta kosti ekki hlaupið að því að átta sig á niðurstöðum kosninganna um helgina, ekki síst í ljósi þess sem á undan er gengið í íslenskum stjórnmálum á undanförnum árum. Af þeim sjö flokkum sem náðu á þing, unnu fimm flokkar ýmist varnar- eða sóknarsigur, tveir guldu svo gott sem afhroð og þjóðin hafnaði núverandi ríkisstjórn þrátt fyrir góða stöðu þjóðarbúsins. Nú þegar hafa leiðtogar tveggja flokka lýst því yfir að eðlilegt sé að þeir fái umboð frá forseta Íslands til myndunar nýrrar ríkisstjórnar. Og það á sama tíma og flokkarnir sjö standa frammi fyrir nánast fordæmalausri stöðu í mögulegri ríkisstjórnarmyndun á Íslandi. Einu sinni verður allt fyrst. Kannski að íslenska þjóðin hafi fundið þetta á sér þegar hún kaus til forseta Guðna Th. Jóhannesson, doktor í sagnfræði og sérfræðing í sögu embættisins, ábyrgð þess, möguleikum og skyldum. Ekki veitir af. Staðan virðist vera flókin og ófyrirsjáanleg af þeirri einföldu ástæðu að þjóðin er farin að hugsa út fyrir ramma fjórflokksins og útdeilir nú valdi sínu víðar um völl stjórnmálanna en áður hefur tíðkast. Auðvitað leitar stór hluti kjósenda í það sem þeir þekkja en aðrir virðast segja skítt með hefðina og viðjar vanans. Í þessu sem við getum kallað flippaða fylgið, svo við höldum nú í húmorinn, er að finna áhugaverð skilaboð til þeirra sem voru kjörnir til þings um helgina. Kjósendur höfnuðu sitjandi ríkisstjórn og þeir höfnuðu miðju- vinstriblokkinni og virðast vera að biðja um eitthvað annað. Þetta eitthvað annað er núna verkefni þeirra flokka sem náðu á þing og það felur í sér að eins og kjósendur, þurfa þeir að hugsa út fyrir kassann. Þora að gera málamiðlanir fyrir opnum tjöldum og hafa hugrekki til þess að fylgja vilja kjósenda og hafa þarfir heildarinnar að leiðarljósi. Verkefni nýrrar ríkisstjórnar, hvernig sem hún verður skipuð, eru ærin. Heilbrigðiskerfið, húsnæðis- og fjármálakerfið, menntakerfið, menningarstofnanir, ferðaþjónustan, löggæslan, kjör hinna verst settu og þannig mætti áfram telja þarfnast óskiptrar athygli og í framhaldinu aðgerða sem endurspegla ríkidæmi þjóðarinnar og möguleika til velferðar borgaranna. Sátt þarf að nást um atvinnulífið, skattlagningu, sjávarútveginn og auðlindagjald, náttúru landsins, virkjanakosti, stóriðju, framtíð og möguleika hinna dreifðari byggða. Ríkisstjórn sem ætlar að ná utan um þessi verkefni og fleiri til, þarf að hugsa út fyrir hefðina og viðjar vanans. Þessi ríkisstjórn þarf ríflegan meirihluta og leiðtoga sem eru reiðubúnir til þess að gera málamiðlanir, takast á við innri sem ytri átök og endurhugsa íslensk stjórnmál. Það er verkefni dagsins í dag.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 31. október.