Attenborough segir Planet Earth 2 eiga sér enga hliðstæðu Samúel Karl Ólason skrifar 31. október 2016 19:47 Vísir/AFP Tíu árum eftir útgáfu náttúrulífsþáttanna Planet Earth er nú verið að gefa út Planet Earth 2. Þulur þáttanna, hinn margfrægi David Attenborough, segir að þættirnir eigi sér enga hliðstæðu. Ómögulegt hefði verið að ná þeim skotum sem verða í þáttunum fyrir tíu árum. Starfsmenn BBC fóru til 40 landa á þriggja ára tímabili til að ná myndefninu í PE2 og notuðust þeir við nýjustu tækni meðal annars í háhraða og háskerpu. Einnig var notast við nýjar fisléttar myndavélar og dróna. „Ég get sagt að tæknin og skotin eiga sér enga hliðstæðu. Það hefði ekki verið hægt að ná þessum skotum fyrir tíu árum,“ segir Attenborough við Guardian. Hann var spurður hvort hann væri bjartsýnn út í örlög plánetunnar en hann sagðist vita um fjölda ástæðna til að vera svartsýnn. Hins vegar hefði mannkyninu tekist að koma sér saman vegna skaðans á ósonlaginu og takast á við það vandamál. „Vandamálin sem við eigum við núna eru hins vegar umfangsmeiri og erfiðari en ósonvandinn var og vandinn hefur versnað vegna fólksfjölgunar. En við náðum saman þá og ég tel að séum nálægt því að ná saman aftur. Það er ekki eins og við vitum ekki hver vandinn er og að við búum ekki yfir leiðum til að takast á við hann.“ Þá var enginn annar en Hans Zimmer fenginn til að semja tónlistina fyrir þáttaröðina. Hann er hvað þekktastur fyrir tónlistina í Lion King, Gladiator, Interstellar, Dark Knight myndirnar og Pirates of the Carribean. Hann segist hafa litið á Planet Earth eins og dramaseríu. Þættirnir sex verða sýndir á sunnudögum á BBC1 og byrja þann 6. nóvember. Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Enn lengri og stórfenglegri stikla Planet Earth Magnað efni. 16. október 2016 14:18 Stórfengleg stikla Planet Earth 2 Þættirnir Planet Earth með goðsögnina David Attenborough eru snúnir aftur. 11. október 2016 11:01 Mest lesið Emilíana Torrini einhleyp Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Jól Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Sjarmerandi íbúð listakonu til sölu Lífið Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag Lífið Fleiri fréttir Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Tíu árum eftir útgáfu náttúrulífsþáttanna Planet Earth er nú verið að gefa út Planet Earth 2. Þulur þáttanna, hinn margfrægi David Attenborough, segir að þættirnir eigi sér enga hliðstæðu. Ómögulegt hefði verið að ná þeim skotum sem verða í þáttunum fyrir tíu árum. Starfsmenn BBC fóru til 40 landa á þriggja ára tímabili til að ná myndefninu í PE2 og notuðust þeir við nýjustu tækni meðal annars í háhraða og háskerpu. Einnig var notast við nýjar fisléttar myndavélar og dróna. „Ég get sagt að tæknin og skotin eiga sér enga hliðstæðu. Það hefði ekki verið hægt að ná þessum skotum fyrir tíu árum,“ segir Attenborough við Guardian. Hann var spurður hvort hann væri bjartsýnn út í örlög plánetunnar en hann sagðist vita um fjölda ástæðna til að vera svartsýnn. Hins vegar hefði mannkyninu tekist að koma sér saman vegna skaðans á ósonlaginu og takast á við það vandamál. „Vandamálin sem við eigum við núna eru hins vegar umfangsmeiri og erfiðari en ósonvandinn var og vandinn hefur versnað vegna fólksfjölgunar. En við náðum saman þá og ég tel að séum nálægt því að ná saman aftur. Það er ekki eins og við vitum ekki hver vandinn er og að við búum ekki yfir leiðum til að takast á við hann.“ Þá var enginn annar en Hans Zimmer fenginn til að semja tónlistina fyrir þáttaröðina. Hann er hvað þekktastur fyrir tónlistina í Lion King, Gladiator, Interstellar, Dark Knight myndirnar og Pirates of the Carribean. Hann segist hafa litið á Planet Earth eins og dramaseríu. Þættirnir sex verða sýndir á sunnudögum á BBC1 og byrja þann 6. nóvember.
Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Enn lengri og stórfenglegri stikla Planet Earth Magnað efni. 16. október 2016 14:18 Stórfengleg stikla Planet Earth 2 Þættirnir Planet Earth með goðsögnina David Attenborough eru snúnir aftur. 11. október 2016 11:01 Mest lesið Emilíana Torrini einhleyp Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Jól Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Sjarmerandi íbúð listakonu til sölu Lífið Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag Lífið Fleiri fréttir Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Stórfengleg stikla Planet Earth 2 Þættirnir Planet Earth með goðsögnina David Attenborough eru snúnir aftur. 11. október 2016 11:01