Krafla komið á markað eftir eins og hálfs árs framleiðslu Samúel Karl Ólason skrifar 23. október 2016 13:26 Reynir Hjálmarsson og Jóhannes Benediktsson. Skraflspilið Krafla er nú komið út eftir að hafa verið í framleiðsluferli í eitt og hálft ár. Spilið verður notað í fyrsta skipti á Íslandsmótinu í skrafli sem fer fram eftir hálfan mánuð. Jóhannes Benediktsson og Reynir Hjálmarsson standa að útgáfu borðspilsins Kröflu, en það byggir á stigakerfinu sem notað er í Netskraflinu og nefnist nýi pokinn. „Þetta er séríslensk hönnun og íslenskt hugvit sem býr að baki þessari útgáfu. Það er mjög mikilvægt að fólk rugli okkur ekki saman við leikinn sem kallaður er The Original Scrabble, það er bara eitthvað allt annað og við viljum alls ekki kenna okkur við það,“ segir í tilkynniningu frá þeim félögum. Útreikningarnir í Kröflu taka tillit til nýju stafagildanna og endurspeglar nýi pokinn íslenska orðabók. „Til dæmis var meinleg reiknivilla í bókstafnum E – en ef miðað við íslenskt tungumál eiga bara að vera þrjú E og leikmenn eiga að fá mikið af stigum fyrir að koma honum í leik, ekki bara eitt.“ segir Jóhannes. Hægt verður að kaupa Kröflu í Borgartúni 23 í dag og á morgun, en það fer síðan í búðir í næstu viku. Leikjavísir Borðspil Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Fleiri fréttir Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy CCP kynnir nýjan leik til sögunnar COD Black Ops 6: Myrkraverkin hafa sjaldan verið betri Steindi og Gunnar Nelson spila með GameTíví Íslendingar berjast hjá GameTíví GameTíví: Koma vetrarbrautinni til bjargar í Space Marine Until Dawn: Flott endurgerð á hryllilegum leik GameTíví: Jökull leiðir strákana til sigurs Sjá meira
Skraflspilið Krafla er nú komið út eftir að hafa verið í framleiðsluferli í eitt og hálft ár. Spilið verður notað í fyrsta skipti á Íslandsmótinu í skrafli sem fer fram eftir hálfan mánuð. Jóhannes Benediktsson og Reynir Hjálmarsson standa að útgáfu borðspilsins Kröflu, en það byggir á stigakerfinu sem notað er í Netskraflinu og nefnist nýi pokinn. „Þetta er séríslensk hönnun og íslenskt hugvit sem býr að baki þessari útgáfu. Það er mjög mikilvægt að fólk rugli okkur ekki saman við leikinn sem kallaður er The Original Scrabble, það er bara eitthvað allt annað og við viljum alls ekki kenna okkur við það,“ segir í tilkynniningu frá þeim félögum. Útreikningarnir í Kröflu taka tillit til nýju stafagildanna og endurspeglar nýi pokinn íslenska orðabók. „Til dæmis var meinleg reiknivilla í bókstafnum E – en ef miðað við íslenskt tungumál eiga bara að vera þrjú E og leikmenn eiga að fá mikið af stigum fyrir að koma honum í leik, ekki bara eitt.“ segir Jóhannes. Hægt verður að kaupa Kröflu í Borgartúni 23 í dag og á morgun, en það fer síðan í búðir í næstu viku.
Leikjavísir Borðspil Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Fleiri fréttir Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy CCP kynnir nýjan leik til sögunnar COD Black Ops 6: Myrkraverkin hafa sjaldan verið betri Steindi og Gunnar Nelson spila með GameTíví Íslendingar berjast hjá GameTíví GameTíví: Koma vetrarbrautinni til bjargar í Space Marine Until Dawn: Flott endurgerð á hryllilegum leik GameTíví: Jökull leiðir strákana til sigurs Sjá meira